Angel Cabrera er nú með bestan árangur á Opna Bandaríska Meistaramótinu en hann er búinn með 15 holur og er á þremur undir pari. Hann var með bestan árangur eftir tvo hringi en missteig sig í gær og fór hringinn á sex yfir pari.
Aaron Baddeley sem að leiddi keppnina fyrir lokahringinn hefur ekki staðið sig jafnvel í dag. Hann er búinn með 11 holur og er átta yfir pari í dag. Tiger Woods hefur ekki heldur verið að finna sig en hann hefur nú leikið 12 holur og er á tveimur yfir pari.
Samtals er Cabrera á tveim yfir pari en Jim Furyk og Tiger Woods koma þar á eftir með sex yfir pari.