Fjármálageirinn: Gallarnir sniðnir af frumvarpinu 20. febrúar 2008 00:01 Sigurjón högnason „Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildistöku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi ársins 2008 og fram að því að breytingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heimildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Samkvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. áhugafólk um skatta Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. Markaðurinn/Rósa Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gallar sniðnir af því í meðförum Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu verður afnumin heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa takmarkaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæranlegt tap hjá félögum. Ýmis hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frádráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guðmundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðumaður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimildina til að nýta yfirfæranlegt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. -ikh Héðan og þaðan Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildistöku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi ársins 2008 og fram að því að breytingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heimildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Samkvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. áhugafólk um skatta Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. Markaðurinn/Rósa Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gallar sniðnir af því í meðförum Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu verður afnumin heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa takmarkaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæranlegt tap hjá félögum. Ýmis hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frádráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guðmundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðumaður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimildina til að nýta yfirfæranlegt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. -ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira