Félag um norska fósturvísa 27. febrúar 2008 06:00 Von á norskum frændsystkinum Hópur bænda hyggst stofna hlutafélag um innflutning á fósturvísum og sæði norska rauða kúakynsins. „Við stefnum að því að stofna hlutafélag um innflutning á norskum fósturvísum og sæði,“ segir Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktarfélags Íslands. Hann segir að hópur bænda standi að stofnun félagsins en ekki sé víst hversu margir þeir verði. Til standi að félagið verði til í næsta mánuði. Hugmyndin sé að gera tilraun á um tíu búum, sem eigi að standa í fjögur til fimm ár. Í framhaldinu verður sótt um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins til að flytja inn fósturvísa og sæði úr norska rauða kúakyninu. „Við gerum ráð fyrir að kostnaður við innflutninginn verði á bilinu tíu til fimmtán milljónir króna,“ segir Jón. Hann segir að norsku kýrnar bæði mjólki betur og séu þolnari gagnvart sjúkdómum en íslenskar kýr. „Ein af hverjum þremur kúm sem eru felldar er með júgurbólgu, svo ég nefni dæmi,“ segir Jón. Hann segir að ráðherra, með blessun yfirdýralæknis eigi lokaorðið um hvort innflutningurinn verði heimilaður. „Við förum yfir málið þegar landbúnaðarráðuneytið biður okkur um umsögn,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Hann bendir á að um síðustu aldamót hafi verið sótt um innflutning á fósturvísum frá Noregi. Þá hafi embættið talið að áhætta vegna sjúkdóma væri ásættanleg. Hins vegar varð ekkert af innflutningi þá vegna andstöðu bænda. Halldór bendir jafnframt á að júgurbólga sé algengur sjúkdómur í mjólkurkúm. Það eigi við hér eins og annars staðar, einnig í Noregi. - ikh Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Við stefnum að því að stofna hlutafélag um innflutning á norskum fósturvísum og sæði,“ segir Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktarfélags Íslands. Hann segir að hópur bænda standi að stofnun félagsins en ekki sé víst hversu margir þeir verði. Til standi að félagið verði til í næsta mánuði. Hugmyndin sé að gera tilraun á um tíu búum, sem eigi að standa í fjögur til fimm ár. Í framhaldinu verður sótt um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins til að flytja inn fósturvísa og sæði úr norska rauða kúakyninu. „Við gerum ráð fyrir að kostnaður við innflutninginn verði á bilinu tíu til fimmtán milljónir króna,“ segir Jón. Hann segir að norsku kýrnar bæði mjólki betur og séu þolnari gagnvart sjúkdómum en íslenskar kýr. „Ein af hverjum þremur kúm sem eru felldar er með júgurbólgu, svo ég nefni dæmi,“ segir Jón. Hann segir að ráðherra, með blessun yfirdýralæknis eigi lokaorðið um hvort innflutningurinn verði heimilaður. „Við förum yfir málið þegar landbúnaðarráðuneytið biður okkur um umsögn,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Hann bendir á að um síðustu aldamót hafi verið sótt um innflutning á fósturvísum frá Noregi. Þá hafi embættið talið að áhætta vegna sjúkdóma væri ásættanleg. Hins vegar varð ekkert af innflutningi þá vegna andstöðu bænda. Halldór bendir jafnframt á að júgurbólga sé algengur sjúkdómur í mjólkurkúm. Það eigi við hér eins og annars staðar, einnig í Noregi. - ikh
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira