Leika leikinn á enda Vala Georgsdóttir skrifar 11. júní 2008 00:01 Haraldur Diego „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir þýðandi bókar um fjárfestingaraðferðir eins ríkasta manns heims.Markaðurinn/vilhelm Bók Roberts G. Hagstrom, Warren Buffett-aðferðin, hefur verið mánuðum saman á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times. Það segir margt um aukinn áhuga á viðskiptabókum. Bókin er vel læsileg og ætti hún að höfða til allra þeirra sem vilja reyna að tileinka sér hugarfar eins auðugasta fjárfestis heims. „Í hröðum heimi viðskipta eru gerðar auknar kröfur til fólks að fylgjast vel með og jafnframt til þess að það haldi þekkingu sinni við,“ nefnir Haraldur Diego, sem þýddi nýverið bókina ásamt Mikael Torfasyni. Undir þetta algilda sjónarmið taka þau Kristján Freyr Halldórsson hjá bóka- og ritfangaverslun Eymundsson og Dögg Hjaltalín hjá viðskiptabókabúðinni Skuld. Dögg Hjaltalín bendir á að þeir sem komist upp á lag með að lesa viðskiptabækur reglulega átti sig fljótlega á því að þetta sé ódýr og þægileg leið til símenntunar. „Lesendahópur viðskiptabóka er sífellt að verða breiðari, enda er úrvalið gríðarlegt og aðgengið að bókum á góðu verði betra en áður,“ segir hún. Viðskiptabókaklúbbur Eymundsson hefur verið starfræktur síðan í vor í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga. „Við viljum vera með puttann á púlsinum hvað val á bókum varðar,“ segir Kristján Freyr og vísar til þess að á vegum klúbbsins sé starfrækt fimm manna valnefnd, skipuð af kunnu fólki úr viðskiptalífinu, sem sér um að gefa mat sitt á álitlegum bókum fyrir klúbbinn. „Stefnan er að kynna starfsemina fyrir breiðari hópi fólks enda höfum við tilfinnanlega orðið vör við sívaxandi vakningu almennings á bókum um viðskiptatengt efni.“ í viðskiptabókabúðinni Dögg Hjaltalín segir lesendahóp viðskiptabóka sífellt að verða breiðari enda aðgengið betra og verðið lægra en áður. Markaðurinn/Vilhelm „Á undanförnum árum hefur sú breyting orðið á bókamarkaðnum að bækur í kiljum eru að verða æ algengari,“ segir Kristján Freyr og bendir á að fyrir daga kiljunnar hafi fólk hugsað sig vandlega um áður en bók var keypt. „Kiljubyltingin, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að í dag kaupir fólk bók í kilju um viðskiptatengt efni líkt og um áhugavert tímarit væri að ræða. „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir Haraldur Diego og vísar til þess að líkt og með aðra leiki sé líklega betra að sleppa því að vera með ef maður kann lítið fyrir sér í leikreglunum. Í viðskiptum þurfa þeir sem vilja ná hámarksárangri að vera í stöðugri endurmenntun vilji þeir ekki eiga það á hættu að heltast úr lestinni. Hluti af því að halda sér í góðu formi er að lesa sér til um hvað helst er á döfinni hverju sinni. Héðan og þaðan Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Bók Roberts G. Hagstrom, Warren Buffett-aðferðin, hefur verið mánuðum saman á metsölulista bandaríska dagblaðsins New York Times. Það segir margt um aukinn áhuga á viðskiptabókum. Bókin er vel læsileg og ætti hún að höfða til allra þeirra sem vilja reyna að tileinka sér hugarfar eins auðugasta fjárfestis heims. „Í hröðum heimi viðskipta eru gerðar auknar kröfur til fólks að fylgjast vel með og jafnframt til þess að það haldi þekkingu sinni við,“ nefnir Haraldur Diego, sem þýddi nýverið bókina ásamt Mikael Torfasyni. Undir þetta algilda sjónarmið taka þau Kristján Freyr Halldórsson hjá bóka- og ritfangaverslun Eymundsson og Dögg Hjaltalín hjá viðskiptabókabúðinni Skuld. Dögg Hjaltalín bendir á að þeir sem komist upp á lag með að lesa viðskiptabækur reglulega átti sig fljótlega á því að þetta sé ódýr og þægileg leið til símenntunar. „Lesendahópur viðskiptabóka er sífellt að verða breiðari, enda er úrvalið gríðarlegt og aðgengið að bókum á góðu verði betra en áður,“ segir hún. Viðskiptabókaklúbbur Eymundsson hefur verið starfræktur síðan í vor í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga. „Við viljum vera með puttann á púlsinum hvað val á bókum varðar,“ segir Kristján Freyr og vísar til þess að á vegum klúbbsins sé starfrækt fimm manna valnefnd, skipuð af kunnu fólki úr viðskiptalífinu, sem sér um að gefa mat sitt á álitlegum bókum fyrir klúbbinn. „Stefnan er að kynna starfsemina fyrir breiðari hópi fólks enda höfum við tilfinnanlega orðið vör við sívaxandi vakningu almennings á bókum um viðskiptatengt efni.“ í viðskiptabókabúðinni Dögg Hjaltalín segir lesendahóp viðskiptabóka sífellt að verða breiðari enda aðgengið betra og verðið lægra en áður. Markaðurinn/Vilhelm „Á undanförnum árum hefur sú breyting orðið á bókamarkaðnum að bækur í kiljum eru að verða æ algengari,“ segir Kristján Freyr og bendir á að fyrir daga kiljunnar hafi fólk hugsað sig vandlega um áður en bók var keypt. „Kiljubyltingin, ef svo má að orði komast, hefur gert það að verkum að í dag kaupir fólk bók í kilju um viðskiptatengt efni líkt og um áhugavert tímarit væri að ræða. „Viðskiptabækur geta kennt fólki heilmikið um þær leikreglur sem eru í gangi í heimi viðskipta,“ segir Haraldur Diego og vísar til þess að líkt og með aðra leiki sé líklega betra að sleppa því að vera með ef maður kann lítið fyrir sér í leikreglunum. Í viðskiptum þurfa þeir sem vilja ná hámarksárangri að vera í stöðugri endurmenntun vilji þeir ekki eiga það á hættu að heltast úr lestinni. Hluti af því að halda sér í góðu formi er að lesa sér til um hvað helst er á döfinni hverju sinni.
Héðan og þaðan Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira