Hlaup, dans og skrif 4. júní 2008 00:01 Þóra Helgadóttir Segir að þegar hún eigi tíma aflögu megi ósjaldan finna sig á kaffihúsum Lundúna með nokkrar bækur og blöð sér við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er uppörvandi að fylgjast með Lundúnaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfsmenn Fulham að undirbúa daginn. Útsýnið af Hammersmith-brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaupþingi London í Hyde Park í hádeginu. Þar er keppt við klukkuna en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgarinnar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðallega tengst fjármálum og hagfræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffuverkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar hátignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifærinu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er uppörvandi að fylgjast með Lundúnaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfsmenn Fulham að undirbúa daginn. Útsýnið af Hammersmith-brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaupþingi London í Hyde Park í hádeginu. Þar er keppt við klukkuna en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgarinnar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðallega tengst fjármálum og hagfræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffuverkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar hátignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifærinu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira