Vil ekki hugsa til þess hvenær ég skoraði síðast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2008 15:28 Gylfi Einarsson, leikmaður Brann í Noregi. Mynd/Heimasíða Brann Gylfi Einarsson er kominn á fullt skrið í boltanum í nýjan leik með Brann í Noregi eftir fjögur löng og mögur ár í Englandi. Gylfi skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström en það hans fyrsti leikur í byrjunarliði Brann á tímabilinu. Markið má sjá hér en það kemur þegar um þrjár mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Það má einnig sjá mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar fyrir Vålerenga gegn Viking en það kemur eftir fimm mínútur. Það var ef til vill viðeigandi að markið kom gegn hans gamla liði, Lilleström, þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír. Á sínu síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk fyrir Lilleström en hann var í kjölfarið seldur til Leeds á Englandi. Það var árið 2004. Hann byrjaði ágætlega þar og skoraði fljótlega á tímabilinu sitt fyrsta mark fyrir Leeds. Það reyndist þó hans síðasta. Á þeim þremur tímabilum sem hann lék með Leeds lék hann einungis 21 leik en tíð meiðsli settu strik í reikninginn. „Það var mjög sætt að skora um helgina," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað það er langt síðan ég skoraði í alvöru leik. En það er mjög langt." Hann segir að það hafi vissulega verið léttir að ná loksins að skora. „Þetta er búinn að vera langur tími sem hefur farið í meiðsli og annað rugl. Nú horfir maður bara fram á við." Gylfa líkar vistin vel hjá Brann enda þekkir hann vel til í Noregi. „Þetta er mjög gott félag og ekkert nema gott um það að segja. Byrjunin á tímabilinu hefur verið svolítið slöpp hjá okkur en við erum með breiðan og góðan mannskap og getum vel gert góða hluti." Á morgun mætir Brann liði Tromsö á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar en Gylfi býst þó við því að byrja á bekknum í þeim leik. „Þjálfarinn sagði mér að hann vill alls ekki missa mig fyrir leikinn gegn Vålerenga þann sextánda mai. Þetta er í raun stærsti leikur ársins og vil ég sjálfur alls ekki missa af honum." „Ég er þegar búinn að fá tvö gul spjöld og ég fer í leikbann ef ég fæ það þriðja. Auk þess spilar Tromsö á gervigrasi sem er ekkert sérstaklega gott fyrir mig. Maður vill auðvitað spila alla leiki en þetta er skynsamleg ákvörðun." Hann segir þó að meiðslin sitji ekki mikið í sér. „Þetta tekur bara tíma enda langt síðan ég spilaði reglulega síðast. Ég finn þó mikinn mun á mér í hverru viku og finn að ég er að nálgast mitt fyrra form." Gylfi var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 24 leiki með A-landsliðinu og eitt mark sem hann skoraði í frægum 2-0 sigri Íslands á Ítalíu. „Ég er rauninni að hugsa einungis um Brann þessa stundina. Ef ég fæ kallið frá landsliðinu þá kemur það bara. Ég hitti Óla (Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara) þegar hann kom til Osló um daginn og spjallaði þá við hann. Það væri vissulega gaman að spila með landsliðinu á nýjan leik en ég er ekkert að spá í því í augnablikinu." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira
Gylfi Einarsson er kominn á fullt skrið í boltanum í nýjan leik með Brann í Noregi eftir fjögur löng og mögur ár í Englandi. Gylfi skoraði eitt marka Brann í 2-1 sigri á Lilleström en það hans fyrsti leikur í byrjunarliði Brann á tímabilinu. Markið má sjá hér en það kemur þegar um þrjár mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Það má einnig sjá mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar fyrir Vålerenga gegn Viking en það kemur eftir fimm mínútur. Það var ef til vill viðeigandi að markið kom gegn hans gamla liði, Lilleström, þar sem hann lék í fjögur ár við góðan orðstír. Á sínu síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk fyrir Lilleström en hann var í kjölfarið seldur til Leeds á Englandi. Það var árið 2004. Hann byrjaði ágætlega þar og skoraði fljótlega á tímabilinu sitt fyrsta mark fyrir Leeds. Það reyndist þó hans síðasta. Á þeim þremur tímabilum sem hann lék með Leeds lék hann einungis 21 leik en tíð meiðsli settu strik í reikninginn. „Það var mjög sætt að skora um helgina," sagði Gylfi í samtali við Vísi. „Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvað það er langt síðan ég skoraði í alvöru leik. En það er mjög langt." Hann segir að það hafi vissulega verið léttir að ná loksins að skora. „Þetta er búinn að vera langur tími sem hefur farið í meiðsli og annað rugl. Nú horfir maður bara fram á við." Gylfa líkar vistin vel hjá Brann enda þekkir hann vel til í Noregi. „Þetta er mjög gott félag og ekkert nema gott um það að segja. Byrjunin á tímabilinu hefur verið svolítið slöpp hjá okkur en við erum með breiðan og góðan mannskap og getum vel gert góða hluti." Á morgun mætir Brann liði Tromsö á útivelli í fyrsta leik sjöttu umferðar en Gylfi býst þó við því að byrja á bekknum í þeim leik. „Þjálfarinn sagði mér að hann vill alls ekki missa mig fyrir leikinn gegn Vålerenga þann sextánda mai. Þetta er í raun stærsti leikur ársins og vil ég sjálfur alls ekki missa af honum." „Ég er þegar búinn að fá tvö gul spjöld og ég fer í leikbann ef ég fæ það þriðja. Auk þess spilar Tromsö á gervigrasi sem er ekkert sérstaklega gott fyrir mig. Maður vill auðvitað spila alla leiki en þetta er skynsamleg ákvörðun." Hann segir þó að meiðslin sitji ekki mikið í sér. „Þetta tekur bara tíma enda langt síðan ég spilaði reglulega síðast. Ég finn þó mikinn mun á mér í hverru viku og finn að ég er að nálgast mitt fyrra form." Gylfi var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðinu og á að baki 24 leiki með A-landsliðinu og eitt mark sem hann skoraði í frægum 2-0 sigri Íslands á Ítalíu. „Ég er rauninni að hugsa einungis um Brann þessa stundina. Ef ég fæ kallið frá landsliðinu þá kemur það bara. Ég hitti Óla (Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara) þegar hann kom til Osló um daginn og spjallaði þá við hann. Það væri vissulega gaman að spila með landsliðinu á nýjan leik en ég er ekkert að spá í því í augnablikinu."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira