Víðfeðm verðbólga 23. júlí 2008 09:56 Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að eftirspurn frá nýmarkaðshagkerfum sé farið að hafa verðhækkunaráhrif á markaði. markaðurinn/anton „Verðbólga er á uppleið í heiminum vegna hækkunar á hrávörum sem á einn eða annan hátt tengist hækkun olíuverðs,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Björn telur að aukin eftirspurn frá Asíu og öðrum nýmarkaðshagkerfum sé farin að hafa verðhækkunaráhrif þar sem fleiri og fleiri vilja nota olíu en á sama tíma eykst framboð ekki jafnhratt. Hann bendir jafnframt á að olía er notuð við framleiðslu margra afurða og þegar olíuverð tvöfaldast á jafnskömmum tíma þá hefur það víðtæk áhrif á hagkerfi heimsins. Spurður um stöðu Íslands segir Björn að hagkerfið hafi fengið óvenjusnöggan viðsnúning í efnahagslífinu og þá sérstaklega á gjaldeyrismarkaði sem hefur haft mikla verðbólgu í för með sér sem kemur til viðbótar alþjóðlegum verðhækkunum á hrávörum. Markaðsaðilar virðast tengja Ísland og verðbólgu saman um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan setti Ísland nýverið á lista ásamt Úkraínu, Víetnam og Ungverjalandi yfir lönd þar sem fjárhagslegum stöðugleika er ógnað af stjórnlausri verðbólgu. Tólf mánaða verðbólga mældist 12,7 prósent í júní og hefur ekki mælst meiri frá því í ágúst árið 1990. Hagstofa Íslands gefur út nýjar tölur um verðbólgu á föstudaginn næstkomandi. Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að verðbólga muni halda áfram að aukast hér innanlands fram á haustið en muni gefa eftir í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Í samanburði við ríki heimsins kemur í ljós að verðbólga á Íslandi er nær því sem tíðkast í Mið-Austurlöndum. Af stærri ríkjum heimsins býr Rússland einungis við viðlíka verðbólgutölur og Ísland um þessar mundir. -bþa Héðan og þaðan Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
„Verðbólga er á uppleið í heiminum vegna hækkunar á hrávörum sem á einn eða annan hátt tengist hækkun olíuverðs,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Björn telur að aukin eftirspurn frá Asíu og öðrum nýmarkaðshagkerfum sé farin að hafa verðhækkunaráhrif þar sem fleiri og fleiri vilja nota olíu en á sama tíma eykst framboð ekki jafnhratt. Hann bendir jafnframt á að olía er notuð við framleiðslu margra afurða og þegar olíuverð tvöfaldast á jafnskömmum tíma þá hefur það víðtæk áhrif á hagkerfi heimsins. Spurður um stöðu Íslands segir Björn að hagkerfið hafi fengið óvenjusnöggan viðsnúning í efnahagslífinu og þá sérstaklega á gjaldeyrismarkaði sem hefur haft mikla verðbólgu í för með sér sem kemur til viðbótar alþjóðlegum verðhækkunum á hrávörum. Markaðsaðilar virðast tengja Ísland og verðbólgu saman um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan setti Ísland nýverið á lista ásamt Úkraínu, Víetnam og Ungverjalandi yfir lönd þar sem fjárhagslegum stöðugleika er ógnað af stjórnlausri verðbólgu. Tólf mánaða verðbólga mældist 12,7 prósent í júní og hefur ekki mælst meiri frá því í ágúst árið 1990. Hagstofa Íslands gefur út nýjar tölur um verðbólgu á föstudaginn næstkomandi. Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að verðbólga muni halda áfram að aukast hér innanlands fram á haustið en muni gefa eftir í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Í samanburði við ríki heimsins kemur í ljós að verðbólga á Íslandi er nær því sem tíðkast í Mið-Austurlöndum. Af stærri ríkjum heimsins býr Rússland einungis við viðlíka verðbólgutölur og Ísland um þessar mundir. -bþa
Héðan og þaðan Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira