Kjallarabörnin í Austurríki vel upp alin Óli Tynes skrifar 21. maí 2008 13:30 Dýflissan í Austurríki. Kjallarabörn Fritzl fjölskyldunnar í Austurríki eru sögð ótrúlega vel upp alin. Lögfræðingur móðurinnar, Elísabetar segist bera takmarkalausa virðingu fyrir henni, fyrir hvernig henni tókst að vinna úr fangavist sinni. Christopher Herbst talaði við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4. Hann bendir á að Elísabet hafi aðeins verið 18 ára gömul þegar faðir hennar læsti hana niðri í kjallaranum og hóf að nauðga henni. Kenndi það sem hún hafði lært Þarmeð hafi líf hennar sem ungrar stúlku í raun tekið enda. Herbst segir að svo hafi börnin komið eitt af öðru. Elísabet hafi þurft að búa þeim líf í fangavistinni án allrar aðstoðar. Hún brást við með því að kenna þeim allt sem hún hafði lært á sinni stuttu ævi utan dýflissunnar. Hún kenndi þeim að lesa og skrifa, kenndi þeim stærðfræði og það sem hún kunni í öðrum tungumálum og öðrum fögum. Lögfræðingurinn segir að börnin séu kurteis og mjög vel upp alin. Svo virðist sem Elísabet hafi reynt að búa þeim líf með sömu innviðum og reglum og gilda á venjulegum heimilum. Hvað er þrumuveður? Kjallarabörnin eru nú að læra á umheiminn. Christopher Herbst segir frá því hversu furðu lostinn yngsta barnið, hinn sex ára gamli Alex, hafi orðið þegar hann sá þrumuveður í fyrsta skipti. Alex er sex ára og Herbst segir að hann sé kvikur og fyndinn. Stefán bróðir hans sem er 18 ára er meira fyrir sjálfan sig. Hann er hinsvegar kurteis og ótrúlega vel lesinn. Elsta systirin Kerstin sem er 19 ára er enn á sjúkrahúsi, þar sem henni er haldið sofandi í öndunarvél. Nýir fangar Herbst segir að systkinin þrjú sem tekin voru úr kjallaranum við fæðingu og látin búa með Fritzl hjónunum í húsinu, gjaldi frelsi systkina sinna dýru verði. Þótt þau lifðu þar undir járnhæl mannsins sem var bæði afi þeirra og faðir áttu þau ömmu sem elskaði þau og hugsaði vel um þau. Þessi börn eru Lisa sem nú er 16 ára, Monika sem er 14 ára og Alexander sem er 12 ára. Þau gengu í skóla og eignuðust vini. En nú eru það þau sem eru lokuð inni, segir Herbst. Þau geta ekki farið í skólann eða hitt vini sína. Þar veldur miklu um sjúklegur ágangur fjölmiðla. Hver verður framtíðin? Lögfræðingurinn segir að Elísabet sé enn að íhuga hvort þau eigi að taka sér ný nöfn og hverfa. Hún er einnig ennþá að íhuga hvort hún eigi að höfða mál á hendur föður sínum og krefjast fébóta. Yfir henni vofir sjúkrahúsreikningur sem þegar er orðinn yfir 120 milljónir íslenskra króna. Því miður er faðir hennar og nauðgari þegar skuldugur uppfyrir haus. Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Kjallarabörn Fritzl fjölskyldunnar í Austurríki eru sögð ótrúlega vel upp alin. Lögfræðingur móðurinnar, Elísabetar segist bera takmarkalausa virðingu fyrir henni, fyrir hvernig henni tókst að vinna úr fangavist sinni. Christopher Herbst talaði við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4. Hann bendir á að Elísabet hafi aðeins verið 18 ára gömul þegar faðir hennar læsti hana niðri í kjallaranum og hóf að nauðga henni. Kenndi það sem hún hafði lært Þarmeð hafi líf hennar sem ungrar stúlku í raun tekið enda. Herbst segir að svo hafi börnin komið eitt af öðru. Elísabet hafi þurft að búa þeim líf í fangavistinni án allrar aðstoðar. Hún brást við með því að kenna þeim allt sem hún hafði lært á sinni stuttu ævi utan dýflissunnar. Hún kenndi þeim að lesa og skrifa, kenndi þeim stærðfræði og það sem hún kunni í öðrum tungumálum og öðrum fögum. Lögfræðingurinn segir að börnin séu kurteis og mjög vel upp alin. Svo virðist sem Elísabet hafi reynt að búa þeim líf með sömu innviðum og reglum og gilda á venjulegum heimilum. Hvað er þrumuveður? Kjallarabörnin eru nú að læra á umheiminn. Christopher Herbst segir frá því hversu furðu lostinn yngsta barnið, hinn sex ára gamli Alex, hafi orðið þegar hann sá þrumuveður í fyrsta skipti. Alex er sex ára og Herbst segir að hann sé kvikur og fyndinn. Stefán bróðir hans sem er 18 ára er meira fyrir sjálfan sig. Hann er hinsvegar kurteis og ótrúlega vel lesinn. Elsta systirin Kerstin sem er 19 ára er enn á sjúkrahúsi, þar sem henni er haldið sofandi í öndunarvél. Nýir fangar Herbst segir að systkinin þrjú sem tekin voru úr kjallaranum við fæðingu og látin búa með Fritzl hjónunum í húsinu, gjaldi frelsi systkina sinna dýru verði. Þótt þau lifðu þar undir járnhæl mannsins sem var bæði afi þeirra og faðir áttu þau ömmu sem elskaði þau og hugsaði vel um þau. Þessi börn eru Lisa sem nú er 16 ára, Monika sem er 14 ára og Alexander sem er 12 ára. Þau gengu í skóla og eignuðust vini. En nú eru það þau sem eru lokuð inni, segir Herbst. Þau geta ekki farið í skólann eða hitt vini sína. Þar veldur miklu um sjúklegur ágangur fjölmiðla. Hver verður framtíðin? Lögfræðingurinn segir að Elísabet sé enn að íhuga hvort þau eigi að taka sér ný nöfn og hverfa. Hún er einnig ennþá að íhuga hvort hún eigi að höfða mál á hendur föður sínum og krefjast fébóta. Yfir henni vofir sjúkrahúsreikningur sem þegar er orðinn yfir 120 milljónir íslenskra króna. Því miður er faðir hennar og nauðgari þegar skuldugur uppfyrir haus.
Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira