Gjaldeyrismál 15 ára – nú á vefnum 4. júní 2008 00:01 Yngvi Harðarson Stofnandi Gjaldeyrismála, fréttarits um gjaldeyrismál. Ritið kemur út vikulega og er skrifað af gjaldeyrissérfræðingum Aska Capital. markaðurinn/VALLI Upphaflega markmiðið með útgáfu Gjaldeyrismála var að bæta upplýsingaflæðið varðandi fjármálamarkaðinn og sérstaklega gjaldeyrismarkaðinn í ljósi þess að miklar breytingar voru að verða á markaðsaðstæðum vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið og aukins frjálsræðis í gjaldeyrismálum. Mér fannst vera þörf fyrir að koma fram með vandað upplýsingaflæði til að markaðsaðilar gætu mótað sína afstöðu með skynsamlegum hætti,“ segir Yngvi Harðarson, stofnandi og fyrsti ritstjóri Gjaldeyrismála. Ákveðin tímamót eru í útgáfu Gjaldeyrismála um þessar mundir. Blaðið sem gefið hefur verið út sleitulaust frá 1993 verður frá og með þriðjudeginum 3. júní aðgengilegt á netinu á vefsíðu Aska Capital, www.askar.is. Gjaldeyrismál kemur nú út vikulega og verður sent út í tölvupósti og aðgengilegt á vefnum en þess má geta að allt þar til á síðasta ári var það gefið út daglega. Öll fyrri rit Gjaldeyrismála verða sett á netið og gerð aðgengileg. Slíkt ætti meðal annars að styðja við rannsóknarvinnu á sviði gjaldeyrismála. Einnig hefur verið ákveðið að breyta útliti blaðsins og verður það nú sent út í HTML-formi í stað Abrocat. Yngvi segir að efnistök blaðsins hafi verið áþekk allt frá upphafi en þó hafi á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á tæknigreiningu á fjármála- og gjaldeyrismörkuðum. „Við höfum stundum verið gagnrýndir fyrir íhaldssemi í framsetningu en við sjáum nú að hún hefur borgað sig.“ Yngvi segir að helsti markhópur blaðsins hafi allt frá upphafi verið fagaðilar á markaði, stofnanafjárfestar, stærri fyrirtæki og aðrir fagfjárfestar. Allt fram á síðasta ár voru Gjaldeyrismál seld í áskrift en er nú dreift sem „fríblaði“ í takt við tíðarandann. Núverandi ritstjóri Gjaldeyrismála er Sigurður Sævar Gunnarsson sem tók við af Yngva Harðarsyni um mitt ár 2007 eftir fjórtán ára setu í ritstjórastóli. Sigurður segir að ritið muni enn um sinn koma út í óbreyttu formi en hugsanlega muni verða lögð aukin áhersla á greiningar þegar fram líða stundir. [email protected] Héðan og þaðan Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Upphaflega markmiðið með útgáfu Gjaldeyrismála var að bæta upplýsingaflæðið varðandi fjármálamarkaðinn og sérstaklega gjaldeyrismarkaðinn í ljósi þess að miklar breytingar voru að verða á markaðsaðstæðum vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið og aukins frjálsræðis í gjaldeyrismálum. Mér fannst vera þörf fyrir að koma fram með vandað upplýsingaflæði til að markaðsaðilar gætu mótað sína afstöðu með skynsamlegum hætti,“ segir Yngvi Harðarson, stofnandi og fyrsti ritstjóri Gjaldeyrismála. Ákveðin tímamót eru í útgáfu Gjaldeyrismála um þessar mundir. Blaðið sem gefið hefur verið út sleitulaust frá 1993 verður frá og með þriðjudeginum 3. júní aðgengilegt á netinu á vefsíðu Aska Capital, www.askar.is. Gjaldeyrismál kemur nú út vikulega og verður sent út í tölvupósti og aðgengilegt á vefnum en þess má geta að allt þar til á síðasta ári var það gefið út daglega. Öll fyrri rit Gjaldeyrismála verða sett á netið og gerð aðgengileg. Slíkt ætti meðal annars að styðja við rannsóknarvinnu á sviði gjaldeyrismála. Einnig hefur verið ákveðið að breyta útliti blaðsins og verður það nú sent út í HTML-formi í stað Abrocat. Yngvi segir að efnistök blaðsins hafi verið áþekk allt frá upphafi en þó hafi á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á tæknigreiningu á fjármála- og gjaldeyrismörkuðum. „Við höfum stundum verið gagnrýndir fyrir íhaldssemi í framsetningu en við sjáum nú að hún hefur borgað sig.“ Yngvi segir að helsti markhópur blaðsins hafi allt frá upphafi verið fagaðilar á markaði, stofnanafjárfestar, stærri fyrirtæki og aðrir fagfjárfestar. Allt fram á síðasta ár voru Gjaldeyrismál seld í áskrift en er nú dreift sem „fríblaði“ í takt við tíðarandann. Núverandi ritstjóri Gjaldeyrismála er Sigurður Sævar Gunnarsson sem tók við af Yngva Harðarsyni um mitt ár 2007 eftir fjórtán ára setu í ritstjórastóli. Sigurður segir að ritið muni enn um sinn koma út í óbreyttu formi en hugsanlega muni verða lögð aukin áhersla á greiningar þegar fram líða stundir. [email protected]
Héðan og þaðan Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira