Khamenei krefst aðgerða Guðjón Helgason skrifar 21. mars 2009 12:00 Ali Khamenei, æðstiklerkur Írana, á útifundi í Mashhad í Íran í morgun. MYND/APTN Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Í sjónvarpsávarpi á fimmtudaginn sem beint var til leiðtoga í Teheran og írönsku þjóðarinnar hvatti Barack Obama, Bandaríkjaforseti, til viðræðna milli ríkjann sem yrðu byggð á gagnkvæmu trausti. Obama sagði að ágreiningur þjóðanna hefði aukist á síðustu árum. Frá klerkabyltingunni í Íran 1979 hefðu samskipti ríkjanna verið stirð. Bush fyrrveandi forseti sagði landið eitt öxulvelda hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu og hafa deilur um kjarnorkuáætlun Írana verði harðar. Forsetinn sagði stjórn sína leggja áherslu á viðræður milli deilenda þar sem tekið yrði á öllum ágreiningefnum. Reynt yrði að koma á uppbyggilegu samstarfi milli Bandaríkjanna, Írans og alþjóðasamfélagsins. Obama sagði þetta ekki hægt ef áfram yrði haft í hótunum. Þörf væri á viðræðum sem byggðu á gagnkvæmri viðringu. Forsetinn hefur áður gefið til kynna að hann vilji viðræður við Írana en ávarpið frá því á fimmtudaginn er sagt fyrsta tilraun hans til að hefja þær. Fréttaskýrendur telja að með ávarpinu komi skýrt fram að Obama vilji friðmælast við Írana og þannig koma á friði og stöðugleika í Afganistan, Írak, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Hann vilji einnig með þessu reyna að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Khamenei æðstiklerkur í Íran sagði í morgun að hann sæi ekki neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann sagði ráðamenn í Teheran hins vegar tilbúna til viðræðna ef Obama breytti stefnu þjóðar sinnar gagnvart Íran. Khamenei hefur síðasta orðið þegar kemur að stefnubreytingum hjá írönskum stjórnvöldum enda æðsti leiðtogi Írana í andlegum og veraldlegum málum. Endanlegt svar Írana við sáttaumleitunum Obama ræðst af viðbrögðum hans. Khamenei segir enga breytingu verða nema Bandaríkjamenn hættu fjandskap við Íran og breyttu utanríkisstefnu sinni. Fagurgali dygði ekki einn og sér því verkin þyrftu einnig að tala. Íranar segjast ekki ætla að falla frá áformum um að opna kjarnorkuverið í Bushehr í lok árs enda ætluðu Íranar að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að að framleiða kjarnorkuvopn á laun. Erlent Fréttir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Í sjónvarpsávarpi á fimmtudaginn sem beint var til leiðtoga í Teheran og írönsku þjóðarinnar hvatti Barack Obama, Bandaríkjaforseti, til viðræðna milli ríkjann sem yrðu byggð á gagnkvæmu trausti. Obama sagði að ágreiningur þjóðanna hefði aukist á síðustu árum. Frá klerkabyltingunni í Íran 1979 hefðu samskipti ríkjanna verið stirð. Bush fyrrveandi forseti sagði landið eitt öxulvelda hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu og hafa deilur um kjarnorkuáætlun Írana verði harðar. Forsetinn sagði stjórn sína leggja áherslu á viðræður milli deilenda þar sem tekið yrði á öllum ágreiningefnum. Reynt yrði að koma á uppbyggilegu samstarfi milli Bandaríkjanna, Írans og alþjóðasamfélagsins. Obama sagði þetta ekki hægt ef áfram yrði haft í hótunum. Þörf væri á viðræðum sem byggðu á gagnkvæmri viðringu. Forsetinn hefur áður gefið til kynna að hann vilji viðræður við Írana en ávarpið frá því á fimmtudaginn er sagt fyrsta tilraun hans til að hefja þær. Fréttaskýrendur telja að með ávarpinu komi skýrt fram að Obama vilji friðmælast við Írana og þannig koma á friði og stöðugleika í Afganistan, Írak, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Hann vilji einnig með þessu reyna að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Khamenei æðstiklerkur í Íran sagði í morgun að hann sæi ekki neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann sagði ráðamenn í Teheran hins vegar tilbúna til viðræðna ef Obama breytti stefnu þjóðar sinnar gagnvart Íran. Khamenei hefur síðasta orðið þegar kemur að stefnubreytingum hjá írönskum stjórnvöldum enda æðsti leiðtogi Írana í andlegum og veraldlegum málum. Endanlegt svar Írana við sáttaumleitunum Obama ræðst af viðbrögðum hans. Khamenei segir enga breytingu verða nema Bandaríkjamenn hættu fjandskap við Íran og breyttu utanríkisstefnu sinni. Fagurgali dygði ekki einn og sér því verkin þyrftu einnig að tala. Íranar segjast ekki ætla að falla frá áformum um að opna kjarnorkuverið í Bushehr í lok árs enda ætluðu Íranar að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að að framleiða kjarnorkuvopn á laun.
Erlent Fréttir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira