United á sögulegum slóðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 06:00 Darron Gibson skoraði eitt fjögurra marka Manchester United í gær og fagnar því hér með fyrirliðanum John O‘Shea. Nordic Photos / Getty Images Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið" léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Darron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálfleik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakkann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsvalinu. „Ég er svo stoltur af strákunum. Þetta var undanúrslitaleikur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel." Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flugslysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skoraði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnusögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið," sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið" léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Darron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálfleik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakkann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsvalinu. „Ég er svo stoltur af strákunum. Þetta var undanúrslitaleikur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel." Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flugslysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skoraði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnusögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið," sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira