
Deiliskipulag þriggja hverfa í Garðabæ
Tilgangur Garðafélagsins er að Garðahverfi verði staður friðsældar og íhugunar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttir sem lést í bílslysi 28. febrúar 2006 og er jarðsett í Garðakirkjugarði. Sem minnst skal byggt á svæðinu en deiliskipulagið gerir ráð fyrir ellefu „bæjartorfum“ – á hverri torfu er gert ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsum og útihúsum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir „náttúrustíg“ utan um hverfið og reiðstíg sem tengja má við reiðleiðir um Álftanes.
Silfurtúnið er elsta hverfi Garðabæjar, deiliskipulagsvæðið er 14,7 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða er 95. Í dag er í gildi deiliskipulag fyrir
„Silfurtún, Hofstaðamýri“ sem samþykkt var 28. september 2001 en það nær til útivistar og þjónustusvæðis austan íbúðarbyggðarinnar þar sem er leikskólinn Bæjarból, Skátaheimilið Jötunheimar og athafnasvæði Garðyrkjudeildar Garðabæjar. Um þetta svæði „Silfurtún, Hofstaðamýri“ hafa flestar kvartanir og ábendingar íbúa hverfisins snúist.
Í nýja deiliskipulaginu er athafnasvæði garðyrkjudeildarinnar víkjandi og nýtingarhlutfall lóðar Skátaheimilisins og leikskólans Bæjarbóls óbreytt. Í sumar fluttu bæjaryfirvöld gamla færanlega kennslustofu á leikskólalóðina þrátt fyrir yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og kröftug mótmæli íbúanna í grenndarkynningu. Gamla „rólóhúsið“ sem Kiwanismenn eru með til afnota er einnig víkjandi en verður ekki fjarlægt nema að ósk eiganda. En eigandinn er Garðabær svo eitthvað fær „rólóhúsið“ að standa lengur.
Á gamla rólóvallarsvæðinu er í nýja deiliskipulaginu gert ráð fyrir skrúðgarði í minningu séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðursborgara Garðabæjar, þannig að við skulum vona að gamla „rólóhúsið“ verði rifið sem fyrst og upp rísi „Bragalundur“. Ekkert er tekið á umferðarhávaða frá Hafnarfjarðarveginum en í nýja deiliskipulaginu stendur að í nokkrum húsanna næst Hafnarfjarðarvegi búi íbúar við heilsuspillandi aðstæður.
Deiliskipulagssvæði Arnarness er 36 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða 186. Lóðir á Arnarnesi eru í einkaeign en opin svæði, strandlengjan, götur og óbyggt skipulagsvæði á háholtinu miðsvæðis eru eign Garðabæjar. Í nýja deiliskipulaginu er ekki gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg um Arnarnesið eins og meirihluti Sjálfstæðismanna ákvað.
Útivistarleið (sem enginn veit enn þá hvað þýðir) er meðfram strandlengjunni og þeim íbúum við ströndina sem búnir voru að stækka lóðir sínar niður í fjöru er gert að leiðrétta þau mistök og hefta ekki „útivistarleiðina“. Aðgengi fyrir alla við ströndina er leyst með þremur útsýnisstöðum sem tengjast við húsagötur hverfisins með göngustíg að ströndinni. Ef góð aðsókn verður að þessum útsýnisstöðum við ströndina verður mikil bílaumferð í íbúagötunum en ekki er gert ráð fyrir bílaplönum við útsýnisstaðina þannig að íbúðargatan verður þá líka eitt stórt bílaplan.
Nýr reiðhjólastígur verður lagður meðfram Hafnarfjarðarveginum en ekki er gert ráð fyrir göngum undir mislægu gatnamótin á Arnarneshálsinum en slík ráðstöfun hefði verið nauðsynleg enda er umferð þar nú mjög hættuleg fyrir gangandi og hjólandi. Á háholti miðsvæðis á Arnarnesinu verður ekki byggt en þar mun rísa útivistarsvæði sem tengist Werner-stöplinum.
Grein þessi er skrifuð til að upplýsa íbúa Garðabæjar um að nú er nýtt deiliskipulag tilbúið fyrir þessi þrjú svæði. Skipulagsyfirvöld telja sig búin að taka tillit til umsagna og ábendinga sem borist hafa frá íbúum bæjarins. Deiliskipulagið er í lokakynningu og að því loknu verða þau tekin fyrir á skipulagsnefndarfundi til umsagnar og samþykktar og í framhaldi send bæjarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að ítreka að verið er að vinna deiliskipulagsferlið samkvæmt reglum nýrra Skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt þeim er ferlið margskipt og á síðara stigi þurfa athugasemdir íbúa að koma aftur á lokakynningarstigi ef íbúar telja að ekki hafa verið tekið tillit til athugasemda þeirra á fyrri stigum málsins.
Skoðun

Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg…
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er útlegð á innleið?
Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar

Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju
Þorkell J. Steindal skrifar

Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Skólarnir lokaðir - myglan vinnur
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Flokkur fólksins eða flokkun fólksins?
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi?
Sævar Þór Jónsson skrifar

Horfumst í augu
Kristín Thoroddsen skrifar

Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar
Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar

Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði
Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar

Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Er aldur bara tala?
Teitur Guðmundsson skrifar

Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun
Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar

Frans páfi kvaddur eða meðtekinn?
Bjarni Karlsson skrifar

Lægjum öldurnar
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Að hata einhvern sem þú þarft á að halda?
Katrín Pétursdóttir skrifar

Íslenskar pyndingar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

SFS, Exit og norska leiðin þeirra
Jón Kaldal skrifar

Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti?
Bryndís Schram skrifar

Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með?
Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar

Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist!
Katarzyna Kubiś skrifar

Menntun fyrir öll – nema okkur
Haukur Guðmundsson skrifar

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar