Heimir: Ég man að Gummi Ben skoraði frábært mark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 07:30 FH-ingar fagna marki gegn USV Eschen/Mauren í 1. umferð forkeppninnar. FH vann 3-1 sigur samanlagt. Mynd/Ernir FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni. „Þetta er frábær völlur sem tekur 36 þúsund manns. Ég tók eftir því að menn eru orðnir spenntir að taka þátt í þessu," sagði Heimir um Råsunda-leikvanginn. „Það fer hver að vera síðastur að spila á þessum glæsilega velli því hann verður rifinn eftir tímabilið. Það á að byggja nýjan leikvang sem tekur um 50 þúsund áhorfendur. Þetta er flott og allar aðstæður til fyrirmyndar." FH-ingar töpuðu nokkuð óvænt 3-1 gegn Valsmönnum í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. Heimir var ósáttur með sína menn í þeim leik. „Sá leikur var afgreiddur á mánudaginn. Það voru auðvitað vonbrigði að tapa honum en nú er ný áskorun að spila leik gegn sterku liði AIK. Liðið er vel skipulagt og með hættulega menn frammi. Þetta er verðugt verkefni fyrir FH," segir Heimir. Miðvörðurinn Freyr Bjarnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Valsmönnum og munaði um minna hjá FH-ingum. FH-ingar leiddu 1-0 þegar Freyr fór af velli en töpuðu eins og áður segir 3-1. „Við erum að tjasla honum saman. Hann var með á æfingunni svo ég reikna með því að hann verði leikfær á morgun. Aðrir eru heilir og allir klárir," segir Heimir sem hefur sé tvo leiki AIK liðsins á DVD-mynddiskum. „Það er ljóst að við erum að spila við sterkt lið og þurfum að verjast vel, vera klókir í varnarleiknum. En við þurfum líka að halda boltanum innan liðsins á ákveðnum tímapunktum. Það þýðir ekki að liggja í vörn í 90 mínútur og hlaupa. Við þurfum að stríða þeim sóknarlega líka. Við höfum öfluga menn í sóknarlínunni og eigum að geta strítt þeim þar," segir Heimir sem á ekki von á öðru en að íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson verði í byrjunarliði Svíanna. Heimir lék með KR-ingum sem mættu AIK í Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. Þá féll liðið úr keppni samanlagt 2-1. „Ef ég man þetta rétt töpuðum við fyrri leiknum heima 1-0. Vorum pínu klaufar að ná ekki jafntefli. Svo man ég að Gummi Ben skoraði frábært mark í leiknum úti og við áttum einhverja möguleika en tókst ekki að klára þá," segir Heimir og leggur áherslu á að fá úrslit sem gefi liðinu möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika að viku liðinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05 Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni. „Þetta er frábær völlur sem tekur 36 þúsund manns. Ég tók eftir því að menn eru orðnir spenntir að taka þátt í þessu," sagði Heimir um Råsunda-leikvanginn. „Það fer hver að vera síðastur að spila á þessum glæsilega velli því hann verður rifinn eftir tímabilið. Það á að byggja nýjan leikvang sem tekur um 50 þúsund áhorfendur. Þetta er flott og allar aðstæður til fyrirmyndar." FH-ingar töpuðu nokkuð óvænt 3-1 gegn Valsmönnum í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. Heimir var ósáttur með sína menn í þeim leik. „Sá leikur var afgreiddur á mánudaginn. Það voru auðvitað vonbrigði að tapa honum en nú er ný áskorun að spila leik gegn sterku liði AIK. Liðið er vel skipulagt og með hættulega menn frammi. Þetta er verðugt verkefni fyrir FH," segir Heimir. Miðvörðurinn Freyr Bjarnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Valsmönnum og munaði um minna hjá FH-ingum. FH-ingar leiddu 1-0 þegar Freyr fór af velli en töpuðu eins og áður segir 3-1. „Við erum að tjasla honum saman. Hann var með á æfingunni svo ég reikna með því að hann verði leikfær á morgun. Aðrir eru heilir og allir klárir," segir Heimir sem hefur sé tvo leiki AIK liðsins á DVD-mynddiskum. „Það er ljóst að við erum að spila við sterkt lið og þurfum að verjast vel, vera klókir í varnarleiknum. En við þurfum líka að halda boltanum innan liðsins á ákveðnum tímapunktum. Það þýðir ekki að liggja í vörn í 90 mínútur og hlaupa. Við þurfum að stríða þeim sóknarlega líka. Við höfum öfluga menn í sóknarlínunni og eigum að geta strítt þeim þar," segir Heimir sem á ekki von á öðru en að íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson verði í byrjunarliði Svíanna. Heimir lék með KR-ingum sem mættu AIK í Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. Þá féll liðið úr keppni samanlagt 2-1. „Ef ég man þetta rétt töpuðum við fyrri leiknum heima 1-0. Vorum pínu klaufar að ná ekki jafntefli. Svo man ég að Gummi Ben skoraði frábært mark í leiknum úti og við áttum einhverja möguleika en tókst ekki að klára þá," segir Heimir og leggur áherslu á að fá úrslit sem gefi liðinu möguleika í seinni leiknum í Kaplakrika að viku liðinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05 Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
FH komið áfram í Evrópudeildinni FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals. 12. júlí 2012 08:05
Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. 18. júlí 2012 20:45