Dmitry Rogozin, varaforseti Rússlands, kallaði Madonnu dræsu eftir að hún hét samkynhneigðu fólki stuðningi á tónleikum sem hún hélt í Pétursborg í Rússlandi í gær. Bannað er að réttlæta samkynhneigð fyrir ungu fólki í Rússlandi en Madonna lét það bann sem vind um eyru þjóta. Hún hafði áður hneykslað marga Rússa með því að krefjast þess að konur í pönkhljómsveitinni Pussy Riot yrðu látnar lausar, en þær eiga yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að mótmæla stjórn Pútins.
Varaforseti Rússlands afar ósáttur við Madonnu
Jón Hákon Halldórsson skrifar
