Eyðimerkurgöngu Tigers lauk loksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2012 06:00 Tiger Woods. Mynd/AP Eftir 923 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því um helgina að Tiger Woods vann golfmót. Það sem meira er þá vann hann mótið með yfirburðum og glans. Allt frá því glansímynd Tigers hrundi er upp komst um vafasama tilburði hans í einkalífinu hefur hvorki gengið né rekið hjá honum á golfvellinum. Ekki bara hefur honum gengið illa á vellinum heldur hefur hann verið mikið meiddur þess utan. Sigurinn á Bay Hill um helgina var sjöundi sigur kylfingsins á vellinum og líka 72. sigur hans á golfmóti. Biðin frá því í september árið 2009 var aftur á móti orðin ansi löng. „Þessi sigur var hrein unun," sagði brosmildur Tiger eftir mótið á sunnudag en þar sýndi hann gamalkunnuga takta ásamt því sem brosið var einnig komið aftur. „Þetta var virkilega erfitt. Aðstæður voru krefjandi og mikill vindur sem var síbreytilegur. Það var virkilega vel gert hjá þeim að ná flötunum hröðum og holustaðsetningarnar verða ekki mikið erfiðari." Leiðin aftur á toppinn hjá Tiger hefur verið grýtt og oftar en ekki hefur hann klikkað á ögurstundu. Því áttu menn ekki að venjast er Tiger hafði mikla yfirburði á andlega sviðinu og þessi andlegi styrkur á stóran þátt í því að Tiger hefur unnið 14 risamót. Margir efuðust um að hann hreinlega næði sér aftur á strik. Þó svo flest bendi til að Tiger sé kominn aftur í gamla formið mun hann sjálfur líklega ekki fagna of snemma. Hann þarf að ná aftur upp meiri stöðugleika áður en andstæðingar hans verða jafn hræddir við hann og þeir voru áður. „Það var frábært að vera með sæti í fremstu röð og fylgjast hugsanlega með besta kylfingi allra tíma gera það sem hann gerir best – að vinna golfmót," sagði Graeme McDowell auðmjúkur, en hann lék lokahringinn með Woods og átti ekkert í hann. Þessi sigur gefur Tiger heldur betur byr í seglin fyrir fyrsta stórmót ársins, Masters, sem haldið er um páskana. Þar fær Tiger gullið tækifæri til þess að sanna að hann sé raunverulega kominn aftur. Heimurinn mun vafalítið fylgjast spenntur með. Golf Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Eftir 923 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því um helgina að Tiger Woods vann golfmót. Það sem meira er þá vann hann mótið með yfirburðum og glans. Allt frá því glansímynd Tigers hrundi er upp komst um vafasama tilburði hans í einkalífinu hefur hvorki gengið né rekið hjá honum á golfvellinum. Ekki bara hefur honum gengið illa á vellinum heldur hefur hann verið mikið meiddur þess utan. Sigurinn á Bay Hill um helgina var sjöundi sigur kylfingsins á vellinum og líka 72. sigur hans á golfmóti. Biðin frá því í september árið 2009 var aftur á móti orðin ansi löng. „Þessi sigur var hrein unun," sagði brosmildur Tiger eftir mótið á sunnudag en þar sýndi hann gamalkunnuga takta ásamt því sem brosið var einnig komið aftur. „Þetta var virkilega erfitt. Aðstæður voru krefjandi og mikill vindur sem var síbreytilegur. Það var virkilega vel gert hjá þeim að ná flötunum hröðum og holustaðsetningarnar verða ekki mikið erfiðari." Leiðin aftur á toppinn hjá Tiger hefur verið grýtt og oftar en ekki hefur hann klikkað á ögurstundu. Því áttu menn ekki að venjast er Tiger hafði mikla yfirburði á andlega sviðinu og þessi andlegi styrkur á stóran þátt í því að Tiger hefur unnið 14 risamót. Margir efuðust um að hann hreinlega næði sér aftur á strik. Þó svo flest bendi til að Tiger sé kominn aftur í gamla formið mun hann sjálfur líklega ekki fagna of snemma. Hann þarf að ná aftur upp meiri stöðugleika áður en andstæðingar hans verða jafn hræddir við hann og þeir voru áður. „Það var frábært að vera með sæti í fremstu röð og fylgjast hugsanlega með besta kylfingi allra tíma gera það sem hann gerir best – að vinna golfmót," sagði Graeme McDowell auðmjúkur, en hann lék lokahringinn með Woods og átti ekkert í hann. Þessi sigur gefur Tiger heldur betur byr í seglin fyrir fyrsta stórmót ársins, Masters, sem haldið er um páskana. Þar fær Tiger gullið tækifæri til þess að sanna að hann sé raunverulega kominn aftur. Heimurinn mun vafalítið fylgjast spenntur með.
Golf Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira