Papparassar í eltingarleik við Tom Cruise á Íslandi 22. júní 2012 13:00 Þeir Paul Hennessy og Ian Lawrence hafa unnið lengi við að elta stórstjörnur út um allan heim og eru nú að reyna að ná góðum myndum af Tom Cruise á meðan hann er staddur hér á landi ið tökur á Oblivion. Paul segir að helsta dyggð paparazzi-ljósmyndarans sé þolinmæði. „Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir „paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum. „Við komum hingað í byrjun vikunnar en þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við elskum náttúrufegurðina og þá sérstaklega birtuna. Það er yndislegt á Íslandi og okkur hefur verið vel tekið en við erum hérna fyrst og fremst til að græða peninga," segir Hennessy en þeir náðu fyrstu myndunum af Cruise á miðvikudagskvöldið er leikarinn kom heim eftir tökudag á Mývatnsöræfum. Hennessy kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd. „Maður ferðast mikið í þessu starfi og upplifir miklar andstæður – það var 32 stiga hiti í Tyrklandi og hér á Akureyri eru 12 stig núna." Ljósmyndararnir vinna báðir á eigin vegum og selja myndir sínar svo til alþjóðlegra fréttaveita og myndabanka. Hennessy hefur verið í þessu starfi í fimmtán ár og líkar vel. Þeir hafa áður tekið myndir af Cruise og fjölskyldu hans en Lawrence náði góðri mynd af leikaranum er hann giftist eiginkonu sinni, Katie Holmes, á Ítalíu og seldi á 100 þúsund dali, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. „Það er meðalverð fyrir góða fréttamynd. Ég fékk svipaða upphæð fyrir myndir sem ég tók af Brad Pitt og Angelinu Jolie í fríi í Afríku fyrir nokkrum árum," segir Hennessy sem viðurkennir að maður verði að hafa þykkan skráp í starfinu enda eru þeir vanir að kljást við öryggisverði. „Ég held að ég hafi komið í flest fangelsi í heiminum en þegar allt kemur til alls eru þetta bara ljósmyndir — ekki glæpur aldarinnar." Hennessy og Lawrence stefna á að dvelja á landinu fram í byrjun júlí og ætla að sjálfsögðu að reyna að ná myndum af 50 ára afmælisveislu Cruise þann 3. júlí, ef af henni verður. „Enn er ekkert staðfest um hvernig hann heldur upp á afmælið en ef það verður veisla þá verðum við á staðnum að taka myndir." [email protected] Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir „paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum. „Við komum hingað í byrjun vikunnar en þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við elskum náttúrufegurðina og þá sérstaklega birtuna. Það er yndislegt á Íslandi og okkur hefur verið vel tekið en við erum hérna fyrst og fremst til að græða peninga," segir Hennessy en þeir náðu fyrstu myndunum af Cruise á miðvikudagskvöldið er leikarinn kom heim eftir tökudag á Mývatnsöræfum. Hennessy kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd. „Maður ferðast mikið í þessu starfi og upplifir miklar andstæður – það var 32 stiga hiti í Tyrklandi og hér á Akureyri eru 12 stig núna." Ljósmyndararnir vinna báðir á eigin vegum og selja myndir sínar svo til alþjóðlegra fréttaveita og myndabanka. Hennessy hefur verið í þessu starfi í fimmtán ár og líkar vel. Þeir hafa áður tekið myndir af Cruise og fjölskyldu hans en Lawrence náði góðri mynd af leikaranum er hann giftist eiginkonu sinni, Katie Holmes, á Ítalíu og seldi á 100 þúsund dali, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. „Það er meðalverð fyrir góða fréttamynd. Ég fékk svipaða upphæð fyrir myndir sem ég tók af Brad Pitt og Angelinu Jolie í fríi í Afríku fyrir nokkrum árum," segir Hennessy sem viðurkennir að maður verði að hafa þykkan skráp í starfinu enda eru þeir vanir að kljást við öryggisverði. „Ég held að ég hafi komið í flest fangelsi í heiminum en þegar allt kemur til alls eru þetta bara ljósmyndir — ekki glæpur aldarinnar." Hennessy og Lawrence stefna á að dvelja á landinu fram í byrjun júlí og ætla að sjálfsögðu að reyna að ná myndum af 50 ára afmælisveislu Cruise þann 3. júlí, ef af henni verður. „Enn er ekkert staðfest um hvernig hann heldur upp á afmælið en ef það verður veisla þá verðum við á staðnum að taka myndir." [email protected]
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira