Schäuble og Draghi segja Stournaras bulla 25. október 2012 00:00 Reikningskennsla á húsvegg Í Aþenu hefur vegglistamönnum þótt ástæða til að minna gríska stjórnmálamenn á grundvallaratriði reikningslistarinnar. nordicphotos/AFP Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkisfjármálum sínum í lag. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, og Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka ESB, sögðu þó ekkert hæft í þessu. Schäuble kallaði þessa yfirlýsingu gríska fjármálaráðherrans innihaldslausar vangaveltur, en Draghi sagði hana vera ekkert annað en orðróm, sem hann gæti ekki staðfest. Stournaras fullyrti engu að síður að samkomulag hefði tekist við þriggja manna sendinefnd frá AGS, ESB og Seðlabanka ESB um 13,5 milljarða evra niðurskurð á fjárlögum Grikklands, sem grísku stjórnarflokkarnir hafa vikum saman unnið hörðum höndum að. Þessu fylgir, sagði hann, að frestur til að ná ríkisskuldunum niður í það hámark, sem ESB gerir kröfu um, verði lengdir frá árslokum 2014 til ársloka 2016: „Ef við hefðum ekki fengið þá framlengingu hefðum við ekki aðeins þurft að grípa til aðgerða upp á 13,5 milljarða evra í dag, heldur 18,5 milljarða." Samkomulag við þriggja manna nefndina er skilyrði þess að Grikkland fái næstu umsömdu greiðslur úr stöðugleikasjóði ESB, en þær greiðslur þurfa að berast fyrir miðjan nóvember, að öðrum kosti verður gríska ríkið gjaldþrota.- gb Fréttir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkisfjármálum sínum í lag. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, og Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka ESB, sögðu þó ekkert hæft í þessu. Schäuble kallaði þessa yfirlýsingu gríska fjármálaráðherrans innihaldslausar vangaveltur, en Draghi sagði hana vera ekkert annað en orðróm, sem hann gæti ekki staðfest. Stournaras fullyrti engu að síður að samkomulag hefði tekist við þriggja manna sendinefnd frá AGS, ESB og Seðlabanka ESB um 13,5 milljarða evra niðurskurð á fjárlögum Grikklands, sem grísku stjórnarflokkarnir hafa vikum saman unnið hörðum höndum að. Þessu fylgir, sagði hann, að frestur til að ná ríkisskuldunum niður í það hámark, sem ESB gerir kröfu um, verði lengdir frá árslokum 2014 til ársloka 2016: „Ef við hefðum ekki fengið þá framlengingu hefðum við ekki aðeins þurft að grípa til aðgerða upp á 13,5 milljarða evra í dag, heldur 18,5 milljarða." Samkomulag við þriggja manna nefndina er skilyrði þess að Grikkland fái næstu umsömdu greiðslur úr stöðugleikasjóði ESB, en þær greiðslur þurfa að berast fyrir miðjan nóvember, að öðrum kosti verður gríska ríkið gjaldþrota.- gb
Fréttir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira