Atlético Madrid á miklu skriði í Meistaradeildinni - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 18:30 Diego Costa er búinn að vera frábær með Atlético Madrid á þessu tímabili. Mynd/AFP Atlético Madrid er komið langleiðina inn í sextán liða úrslitin eftir þriðja sigur sinn í röð í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín í kvöld. Diego Costa skoraði tvö marka Atlético Madrid í Vín en liðið hefur nú fimm stiga forskot á Zenit St. Petersburg sem er í öðru sæti riðilsins. Zenit St. Petersburg þurfti að bíða lengi eftir sigurmarki sínu á móti Porto en tókst að lokum að tryggja sér dýrmætan 1-0 útisigur í Portúgal. Porto-maðurinn Hector Herrera gerði liðsfélögum sínum mikinn grikk þegar hann fékk klaufalegt rautt spjald á sjöttu mínútu fyrir tvö gul spjöld í röð. Það fyrra fyrir brot og það seinna fyrir að tefja framkvæmd aukaspyrnunnar. Porto hélt út í 79 mínútur en Aleksandr Kerzhakov skoraði sigurmark Zenit á 85. mínútu. Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í hundraðasta skiptið í kvöld og hélt upp á það með því að skora tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke 04 í E-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. AC Milan og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og eru Börsungar því áfram með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Barcelona var miklu meira með boltann að vanda og fékk nóg af færum í leiknum til þess að tryggja sér sigurinn en Marco Amelia stóð sig vel í marki AC Milan og Ítalarnir náðu í stig. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillSchalke 04 - Chelsea 0-3 0-1 Fernando Torres (5.), 0-2 Fernando Torres (68.), 0-3 Eden Hazard (87.)Steaua Búkarest - Basel 1-1 0-1 Marcelo Diaz (48.), 1-1 Leandro Tatu (88.)F-riðillArsenal - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Henrikh Mkhitaryan (16.), 1-1 Olivier Giroud (41.), 1-2 Robert Lewandowski (82.)Marseille - Napoli 1-2 0-1 José Maria Callejón (42.), 0-2 Duván Zapata (67.), 1-2 Jordan Ayew (86.)G-riðillAustria Vín - Atlético Madrid 0-3 0-1 Raúl García (8.), 0-2 Diego Costa (20.), 0-3 Diego Costa (53.)Porto - Zenit St. Petersburg 0-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (85.)H-riðillAC Milan - Barcelona 1-1 1-0 Robinho (9.), 1-1 Lionel Messi (23.)Celtic - Ajax 2-1 1-0 James Forrest, víti (45.), 2-0 Stefano Denswil (54.), 2-1 Lasse Schöne (90.+4) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Atlético Madrid er komið langleiðina inn í sextán liða úrslitin eftir þriðja sigur sinn í röð í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín í kvöld. Diego Costa skoraði tvö marka Atlético Madrid í Vín en liðið hefur nú fimm stiga forskot á Zenit St. Petersburg sem er í öðru sæti riðilsins. Zenit St. Petersburg þurfti að bíða lengi eftir sigurmarki sínu á móti Porto en tókst að lokum að tryggja sér dýrmætan 1-0 útisigur í Portúgal. Porto-maðurinn Hector Herrera gerði liðsfélögum sínum mikinn grikk þegar hann fékk klaufalegt rautt spjald á sjöttu mínútu fyrir tvö gul spjöld í röð. Það fyrra fyrir brot og það seinna fyrir að tefja framkvæmd aukaspyrnunnar. Porto hélt út í 79 mínútur en Aleksandr Kerzhakov skoraði sigurmark Zenit á 85. mínútu. Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í hundraðasta skiptið í kvöld og hélt upp á það með því að skora tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke 04 í E-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. AC Milan og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og eru Börsungar því áfram með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Barcelona var miklu meira með boltann að vanda og fékk nóg af færum í leiknum til þess að tryggja sér sigurinn en Marco Amelia stóð sig vel í marki AC Milan og Ítalarnir náðu í stig. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillSchalke 04 - Chelsea 0-3 0-1 Fernando Torres (5.), 0-2 Fernando Torres (68.), 0-3 Eden Hazard (87.)Steaua Búkarest - Basel 1-1 0-1 Marcelo Diaz (48.), 1-1 Leandro Tatu (88.)F-riðillArsenal - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Henrikh Mkhitaryan (16.), 1-1 Olivier Giroud (41.), 1-2 Robert Lewandowski (82.)Marseille - Napoli 1-2 0-1 José Maria Callejón (42.), 0-2 Duván Zapata (67.), 1-2 Jordan Ayew (86.)G-riðillAustria Vín - Atlético Madrid 0-3 0-1 Raúl García (8.), 0-2 Diego Costa (20.), 0-3 Diego Costa (53.)Porto - Zenit St. Petersburg 0-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (85.)H-riðillAC Milan - Barcelona 1-1 1-0 Robinho (9.), 1-1 Lionel Messi (23.)Celtic - Ajax 2-1 1-0 James Forrest, víti (45.), 2-0 Stefano Denswil (54.), 2-1 Lasse Schöne (90.+4)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira