Atlético Madrid á miklu skriði í Meistaradeildinni - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 18:30 Diego Costa er búinn að vera frábær með Atlético Madrid á þessu tímabili. Mynd/AFP Atlético Madrid er komið langleiðina inn í sextán liða úrslitin eftir þriðja sigur sinn í röð í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín í kvöld. Diego Costa skoraði tvö marka Atlético Madrid í Vín en liðið hefur nú fimm stiga forskot á Zenit St. Petersburg sem er í öðru sæti riðilsins. Zenit St. Petersburg þurfti að bíða lengi eftir sigurmarki sínu á móti Porto en tókst að lokum að tryggja sér dýrmætan 1-0 útisigur í Portúgal. Porto-maðurinn Hector Herrera gerði liðsfélögum sínum mikinn grikk þegar hann fékk klaufalegt rautt spjald á sjöttu mínútu fyrir tvö gul spjöld í röð. Það fyrra fyrir brot og það seinna fyrir að tefja framkvæmd aukaspyrnunnar. Porto hélt út í 79 mínútur en Aleksandr Kerzhakov skoraði sigurmark Zenit á 85. mínútu. Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í hundraðasta skiptið í kvöld og hélt upp á það með því að skora tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke 04 í E-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. AC Milan og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og eru Börsungar því áfram með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Barcelona var miklu meira með boltann að vanda og fékk nóg af færum í leiknum til þess að tryggja sér sigurinn en Marco Amelia stóð sig vel í marki AC Milan og Ítalarnir náðu í stig. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillSchalke 04 - Chelsea 0-3 0-1 Fernando Torres (5.), 0-2 Fernando Torres (68.), 0-3 Eden Hazard (87.)Steaua Búkarest - Basel 1-1 0-1 Marcelo Diaz (48.), 1-1 Leandro Tatu (88.)F-riðillArsenal - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Henrikh Mkhitaryan (16.), 1-1 Olivier Giroud (41.), 1-2 Robert Lewandowski (82.)Marseille - Napoli 1-2 0-1 José Maria Callejón (42.), 0-2 Duván Zapata (67.), 1-2 Jordan Ayew (86.)G-riðillAustria Vín - Atlético Madrid 0-3 0-1 Raúl García (8.), 0-2 Diego Costa (20.), 0-3 Diego Costa (53.)Porto - Zenit St. Petersburg 0-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (85.)H-riðillAC Milan - Barcelona 1-1 1-0 Robinho (9.), 1-1 Lionel Messi (23.)Celtic - Ajax 2-1 1-0 James Forrest, víti (45.), 2-0 Stefano Denswil (54.), 2-1 Lasse Schöne (90.+4) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Atlético Madrid er komið langleiðina inn í sextán liða úrslitin eftir þriðja sigur sinn í röð í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín í kvöld. Diego Costa skoraði tvö marka Atlético Madrid í Vín en liðið hefur nú fimm stiga forskot á Zenit St. Petersburg sem er í öðru sæti riðilsins. Zenit St. Petersburg þurfti að bíða lengi eftir sigurmarki sínu á móti Porto en tókst að lokum að tryggja sér dýrmætan 1-0 útisigur í Portúgal. Porto-maðurinn Hector Herrera gerði liðsfélögum sínum mikinn grikk þegar hann fékk klaufalegt rautt spjald á sjöttu mínútu fyrir tvö gul spjöld í röð. Það fyrra fyrir brot og það seinna fyrir að tefja framkvæmd aukaspyrnunnar. Porto hélt út í 79 mínútur en Aleksandr Kerzhakov skoraði sigurmark Zenit á 85. mínútu. Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í hundraðasta skiptið í kvöld og hélt upp á það með því að skora tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke 04 í E-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. AC Milan og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og eru Börsungar því áfram með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Barcelona var miklu meira með boltann að vanda og fékk nóg af færum í leiknum til þess að tryggja sér sigurinn en Marco Amelia stóð sig vel í marki AC Milan og Ítalarnir náðu í stig. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillSchalke 04 - Chelsea 0-3 0-1 Fernando Torres (5.), 0-2 Fernando Torres (68.), 0-3 Eden Hazard (87.)Steaua Búkarest - Basel 1-1 0-1 Marcelo Diaz (48.), 1-1 Leandro Tatu (88.)F-riðillArsenal - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Henrikh Mkhitaryan (16.), 1-1 Olivier Giroud (41.), 1-2 Robert Lewandowski (82.)Marseille - Napoli 1-2 0-1 José Maria Callejón (42.), 0-2 Duván Zapata (67.), 1-2 Jordan Ayew (86.)G-riðillAustria Vín - Atlético Madrid 0-3 0-1 Raúl García (8.), 0-2 Diego Costa (20.), 0-3 Diego Costa (53.)Porto - Zenit St. Petersburg 0-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (85.)H-riðillAC Milan - Barcelona 1-1 1-0 Robinho (9.), 1-1 Lionel Messi (23.)Celtic - Ajax 2-1 1-0 James Forrest, víti (45.), 2-0 Stefano Denswil (54.), 2-1 Lasse Schöne (90.+4)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira