Ein velta í viðbót og einhver hefði dáið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2013 12:45 Bíllinn sem Gunnar og félagar óku. Mynd/Haraldur Dean Nelson Bardagakappinn Gunnar Nelson var hætt kominn þegar bíll sem hann var farþegi í rann til á ísilögðum Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi á dögunum. Bíllinn fór fjórar veltur áður en hann lenti úti í á. Sem betur fer fyrir Gunnar og þrjá vini hans lenti bíllinn á hjólunum og á grunnum stað í ánni. „Við vorum í óvissuferð og vorum á auðum vegi. Allt í einu tókum við beygju við lítið fjall og fundum að við vorum komnir á klaka,“ segir Gunnar í viðtali við útvarpsþáttinn The MMA hour. „Fallið var mikið og hallinn sömuleiðis og við byrjum að fara niður brekkuna. Bíllinn velti líklega fjórum sinnum en sem betur fer lenti hann á dekkjunum,“ segir Gunnar. Hann telur að fallið hafi líklega verið á bilinu 30 til 50 metra hátt.Vegurinn þar sem Gunnar og félagar fór útaf.Mynd/Instagram„Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir Gunnar sem man vel augnablikið fyrir rúmri viku. „Augu mín voru galopin og ég horfði til beggja hliða,“ segir Gunnar sem sat í farþegasætinu. Æskuvinur Gunnars sat við stýrið en bardagakappinn Þráinn Kolbeinsson var í aftursætinu ásamt öðrum góðum vini. „Ég reyndi meira að segja að opna dyrnar í síðustu veltunni en hún var föst,“ segir Gunnar. Þeir félagar trúðu ekki heppni sinni þegar þeir höfnuðu á grunnum stað í ánni og bíllinn á hjólunum. „Við skriðum út um gluggana. Vatnið var ekki djúpt og straumurinn ekki mikill á þessum stað,“ segir Gunnar en bendir á að afar litlu hafi munað. Áin hafi verið mun dýpri bæði rétt ofar í henni og sömuleiðis neðar. Þar var straumurinn einnig mun meiri. „Einn metri í viðbót og þá hefði þetta verið erfitt. Þá hefðum við rúllað aftur og lent á hvolfi. Þá hefðu ekki allir komist lífs af. Ekki séns.“Mynd innan úr bílnum. Þakið í farþegasætinu þar sem Gunnar sat féll saman.Gunnar segir vatnið hafa verið mjög kalt, eðlilega, enda hafi verið um jökulá að ræða. Hann þakkar fyrir að þeir félagar voru allir í bílbelti. Stundin var skrýtin þegar þeir voru komnir upp á bakkann. „Við spurðum hver annan hvort þeir væru í lagi. Svo eftir mínútu byrjuðum við bara að hlæja og grínast. Okkur var létt að við vorum á lífi,“ segir Gunnar. Þeir félagar voru ekki einir á ferð heldur í teymi þriggja bíla. Einn var á undan þeim og annar á eftir. „Bíllinn á undan okkur hefur líklega ekið hægar en við. Hann rann áfram á veginum en hafnaði ekki í ánni. Þeir tóku upp símann til að hringja í okkur og vara okkur við. Um leið sáu þeir í baksýnisspeglinum okkur renna útaf veginum.“Óvissuferðalangarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku.Gunnar segir líðan sína góða. Hann hafi sloppið með minniháttar meiðsli á hönd og olnboga. Þráinn hafi fengið gler í augað sem hafi verið fjarlægt á spítala. Hann sé í góðu lagi í dag. „Ég er bara feginn að ekki fór verr. Þú byrjar að fara yfir atvikið í huganum og hugsa hvað hefði verið hægt að gera betur bæði á meðan bílnum var ekið og svo eftir að hann byrjaði að rúlla.“ Eftir aðhlynningu á Selfossi náðu Gunnar og félagar aftur í skottið á vinum sínum í óvissuferðinni í Hveragerði þar sem bjórkynning fór fram. Íþróttir MMA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson var hætt kominn þegar bíll sem hann var farþegi í rann til á ísilögðum Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi á dögunum. Bíllinn fór fjórar veltur áður en hann lenti úti í á. Sem betur fer fyrir Gunnar og þrjá vini hans lenti bíllinn á hjólunum og á grunnum stað í ánni. „Við vorum í óvissuferð og vorum á auðum vegi. Allt í einu tókum við beygju við lítið fjall og fundum að við vorum komnir á klaka,“ segir Gunnar í viðtali við útvarpsþáttinn The MMA hour. „Fallið var mikið og hallinn sömuleiðis og við byrjum að fara niður brekkuna. Bíllinn velti líklega fjórum sinnum en sem betur fer lenti hann á dekkjunum,“ segir Gunnar. Hann telur að fallið hafi líklega verið á bilinu 30 til 50 metra hátt.Vegurinn þar sem Gunnar og félagar fór útaf.Mynd/Instagram„Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir Gunnar sem man vel augnablikið fyrir rúmri viku. „Augu mín voru galopin og ég horfði til beggja hliða,“ segir Gunnar sem sat í farþegasætinu. Æskuvinur Gunnars sat við stýrið en bardagakappinn Þráinn Kolbeinsson var í aftursætinu ásamt öðrum góðum vini. „Ég reyndi meira að segja að opna dyrnar í síðustu veltunni en hún var föst,“ segir Gunnar. Þeir félagar trúðu ekki heppni sinni þegar þeir höfnuðu á grunnum stað í ánni og bíllinn á hjólunum. „Við skriðum út um gluggana. Vatnið var ekki djúpt og straumurinn ekki mikill á þessum stað,“ segir Gunnar en bendir á að afar litlu hafi munað. Áin hafi verið mun dýpri bæði rétt ofar í henni og sömuleiðis neðar. Þar var straumurinn einnig mun meiri. „Einn metri í viðbót og þá hefði þetta verið erfitt. Þá hefðum við rúllað aftur og lent á hvolfi. Þá hefðu ekki allir komist lífs af. Ekki séns.“Mynd innan úr bílnum. Þakið í farþegasætinu þar sem Gunnar sat féll saman.Gunnar segir vatnið hafa verið mjög kalt, eðlilega, enda hafi verið um jökulá að ræða. Hann þakkar fyrir að þeir félagar voru allir í bílbelti. Stundin var skrýtin þegar þeir voru komnir upp á bakkann. „Við spurðum hver annan hvort þeir væru í lagi. Svo eftir mínútu byrjuðum við bara að hlæja og grínast. Okkur var létt að við vorum á lífi,“ segir Gunnar. Þeir félagar voru ekki einir á ferð heldur í teymi þriggja bíla. Einn var á undan þeim og annar á eftir. „Bíllinn á undan okkur hefur líklega ekið hægar en við. Hann rann áfram á veginum en hafnaði ekki í ánni. Þeir tóku upp símann til að hringja í okkur og vara okkur við. Um leið sáu þeir í baksýnisspeglinum okkur renna útaf veginum.“Óvissuferðalangarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku.Gunnar segir líðan sína góða. Hann hafi sloppið með minniháttar meiðsli á hönd og olnboga. Þráinn hafi fengið gler í augað sem hafi verið fjarlægt á spítala. Hann sé í góðu lagi í dag. „Ég er bara feginn að ekki fór verr. Þú byrjar að fara yfir atvikið í huganum og hugsa hvað hefði verið hægt að gera betur bæði á meðan bílnum var ekið og svo eftir að hann byrjaði að rúlla.“ Eftir aðhlynningu á Selfossi náðu Gunnar og félagar aftur í skottið á vinum sínum í óvissuferðinni í Hveragerði þar sem bjórkynning fór fram.
Íþróttir MMA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Í beinni: Grindavík - Haukar | Halda deildarmeistararnir sér á lífi? Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Í beinni: Arsenal - Brentford | Skytturnar nýbúnar að rústa Evrópumeisturunum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira