Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2013 14:30 Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Hann greindist með ristilkrabbamein í ágúst síðastliðinn og var skorinn upp þann 25. ágúst. „Allir sem koma að útgerðinni og mínir félagar hjá LÍÚ vita af því að ég hef verið í veikindaleyfi núna í tvo mánuði en er nú kominn til vinnu og má vinna eins og ég tel mig geta. Það er ekkert leyndarmál og mér finnst bara gott að tala um það," sagði Adolf í viðtali við Stöð 2. Hann gengst næstu sex mánuði undir lyfjameðferð á Akureyri og ekur þangað reglulega í því skyni frá heimili sínu á Seyðisfirði. „Þetta gerðist mjög óvænt. Þetta hafði engan fyrirvara á sér. Ég var einkennalaus og var bara að fara í hefðbundna ristilskoðun. Það gerðist á miðvikudegi. Klukkutíma eftir skoðunina fékk ég þann úrskurð að ég væri með æxli sem væri slæmt og það þyrfti að fjarlægja. Það var bara gert á mánudeginum á eftir. Þannig að það var nú svolítið áfall að fá þetta þegar maður sat fram á sjúkrarúminu klukkutíma eftir skoðunina að ég væri með krabbamein." Adolf segir að hver og einn sem fái svona fréttir fái létt áfall. „Hann hugsar kannski lífsins gang svolítið upp á nýtt". Svo fari meðferðin misjafnlega í menn. „Ég hef verið lánsamur, allavega framundir þetta, að hún hefur ekkert farið mjög illa í mig. En tíminn verður að leiða í ljós hvað verður."Fréttinni fylgir 3ja mínútna sjónvarpsviðtal þar sem Adolf ræðir nánar um veikindi sín. Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira
Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. Hann greindist með ristilkrabbamein í ágúst síðastliðinn og var skorinn upp þann 25. ágúst. „Allir sem koma að útgerðinni og mínir félagar hjá LÍÚ vita af því að ég hef verið í veikindaleyfi núna í tvo mánuði en er nú kominn til vinnu og má vinna eins og ég tel mig geta. Það er ekkert leyndarmál og mér finnst bara gott að tala um það," sagði Adolf í viðtali við Stöð 2. Hann gengst næstu sex mánuði undir lyfjameðferð á Akureyri og ekur þangað reglulega í því skyni frá heimili sínu á Seyðisfirði. „Þetta gerðist mjög óvænt. Þetta hafði engan fyrirvara á sér. Ég var einkennalaus og var bara að fara í hefðbundna ristilskoðun. Það gerðist á miðvikudegi. Klukkutíma eftir skoðunina fékk ég þann úrskurð að ég væri með æxli sem væri slæmt og það þyrfti að fjarlægja. Það var bara gert á mánudeginum á eftir. Þannig að það var nú svolítið áfall að fá þetta þegar maður sat fram á sjúkrarúminu klukkutíma eftir skoðunina að ég væri með krabbamein." Adolf segir að hver og einn sem fái svona fréttir fái létt áfall. „Hann hugsar kannski lífsins gang svolítið upp á nýtt". Svo fari meðferðin misjafnlega í menn. „Ég hef verið lánsamur, allavega framundir þetta, að hún hefur ekkert farið mjög illa í mig. En tíminn verður að leiða í ljós hvað verður."Fréttinni fylgir 3ja mínútna sjónvarpsviðtal þar sem Adolf ræðir nánar um veikindi sín.
Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira