Bjarki Már: Væri leiðinlegt að komast inn vegna meiðsla Guðjóns Vals Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. desember 2013 15:00 mynd/stefán „Mínar væntingar eru fyrst og fremst að koma í lokahópinn og hjálpa liðinu sem mest ef ég kemst í lokahópinn. Þangað til ætla ég að berjast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í dag sem vonast eftir því að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í janúar. „Svo veit maður aldrei hvað er með Gauja (Guðjón Val Sigurðsson). Það væri leiðinlegt að komast inn á þeim forsendum að hann meiðist. Það væru allir fúlir ef maður kæmi inn útaf því. Ég vona auðvitað að hann verði með og ég vona að ég verði líka með. Fari svo að Guðjón Valur verði ekki með á Erópumeistaramótinu í Danmörku mun vinstra hornið væntanlega skiptast á milli Bjarka og Stefáns Rafns Sigurmannssonar. „Gaui er búinn að setja ágætis standard, einhver þrettán mörk að meðaltali í leik. Það væri gífurleg pressa að koma inn fyrir hann en við þyrftum að nýta tækifærið og gera okkar besta,“ sagði Bjarki Már sem óttast ekkert að koma inn fyrir Guðjón Val fari allt á versta veg með hann. „Ég held að Aron Kristjánsson óttist þetta mest en ef við erum ekki menn í að koma inn eigum við að vera í öðru sporti. Við erum báðir keppnismenn og ætlum að leysa þetta ef svo fer.“ Bjarki Már er á fyrsta ári sínu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með nýliðum Eisenach. „Það hefur gengið vel í Þýskalandi. Ég hef fengið að spila mikið. Þetta hefur verið aðeins upp og niður sem er eðlilegt á mínu fyrsta ári í bestu deild í heimi. Ég er mjög sáttur það sem af er.“ „Mér finnst ég hafa bætt mig mikið. Ég er í miklu betra líkamlegu ástandi. Ég er fljótari og sterkari þó það megi bæta það enn meira.“ „Þegar maður getur unnið við að halda skrokknum í lagi er maður eitthvað steiktur ef maður getur það ekki. Maður æfir tvisvar á dag, þrisvar í viku. Svo hefur maður allan tíman í heiminum til að vinna í litlu hlutunum og í fyrirbyggjandi æfingum. Ég þakka fyrst og fremst tímanum sem ég hef í það,“ sagði Bjarki Már sem er þó ekki að allan sólarhringinn. „Ég reyndar spila playstation líka en ég nota það til að róa hugann,“ sagði ávallt léttur Bjarki Már Elísson. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Sjá meira
„Mínar væntingar eru fyrst og fremst að koma í lokahópinn og hjálpa liðinu sem mest ef ég kemst í lokahópinn. Þangað til ætla ég að berjast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í dag sem vonast eftir því að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í janúar. „Svo veit maður aldrei hvað er með Gauja (Guðjón Val Sigurðsson). Það væri leiðinlegt að komast inn á þeim forsendum að hann meiðist. Það væru allir fúlir ef maður kæmi inn útaf því. Ég vona auðvitað að hann verði með og ég vona að ég verði líka með. Fari svo að Guðjón Valur verði ekki með á Erópumeistaramótinu í Danmörku mun vinstra hornið væntanlega skiptast á milli Bjarka og Stefáns Rafns Sigurmannssonar. „Gaui er búinn að setja ágætis standard, einhver þrettán mörk að meðaltali í leik. Það væri gífurleg pressa að koma inn fyrir hann en við þyrftum að nýta tækifærið og gera okkar besta,“ sagði Bjarki Már sem óttast ekkert að koma inn fyrir Guðjón Val fari allt á versta veg með hann. „Ég held að Aron Kristjánsson óttist þetta mest en ef við erum ekki menn í að koma inn eigum við að vera í öðru sporti. Við erum báðir keppnismenn og ætlum að leysa þetta ef svo fer.“ Bjarki Már er á fyrsta ári sínu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með nýliðum Eisenach. „Það hefur gengið vel í Þýskalandi. Ég hef fengið að spila mikið. Þetta hefur verið aðeins upp og niður sem er eðlilegt á mínu fyrsta ári í bestu deild í heimi. Ég er mjög sáttur það sem af er.“ „Mér finnst ég hafa bætt mig mikið. Ég er í miklu betra líkamlegu ástandi. Ég er fljótari og sterkari þó það megi bæta það enn meira.“ „Þegar maður getur unnið við að halda skrokknum í lagi er maður eitthvað steiktur ef maður getur það ekki. Maður æfir tvisvar á dag, þrisvar í viku. Svo hefur maður allan tíman í heiminum til að vinna í litlu hlutunum og í fyrirbyggjandi æfingum. Ég þakka fyrst og fremst tímanum sem ég hef í það,“ sagði Bjarki Már sem er þó ekki að allan sólarhringinn. „Ég reyndar spila playstation líka en ég nota það til að róa hugann,“ sagði ávallt léttur Bjarki Már Elísson.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti