Opin gögn og upplýst þjóð Katrín Júlíusdóttir skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðiskerfið? Hvernig verja ráðherrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. Að mínu mati eiga upplýsingar sem varða það hvernig skattfé almennings er varið að vera öllum aðgengilegar. Með tölvutækni nútímans er það líka vel mögulegt. Á þetta hefur Bretinn Tim Berners-Lee, sem oft er nefndur faðir internetsins, bent. Hann hefur nýlega sagt að næsta bylting á netinu muni snúast um opið aðgengi að gögnum. Árið 2009 skoraði Tim á stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtæki að opna gögn. Áskorunin snýst um að birta fjölda gagnapakka á netinu. Þar eru þeir aðgengilegir öllum, þeim má dreifa og miðla á hvaða sniði sem er, undir opnum leyfisskilmálum.Fyrstu skrefin Á örfáum árum hefur orðið mikil þróun í þessum málaflokki um allan heim. Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið í broddi fylkingar og lagt áherslu á aukið aðgengi að gögnum. Sem dæmi birta bresk stjórnvöld meira en 9.000 gagnapakka á vefsíðunni data.gov.uk. Þar getur fólk til dæmis skoðað útgjöld ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þá má nálgast annars konar upplýsingar, t.d. landfræðilegar. Hér á landi erum við skemmra á veg komin í þessum málum. Í því skyni að auka birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins setti ég á dögunum, ásamt forsætisráðherra, á fót starfshóp sem vinna á tillögur í þessum efnum. Hópurinn er að skoða hver ættu að vera fyrstu skref ráðuneytisins í birtingu fjárhagsupplýsinga og skilar hann tillögum sínum á næstu vikum. Vonast er til að vinna hópsins geti nýst í framhaldinu við stefnumótun og opnun fleiri gagnapakka. Takmarkið ætti að mínu mati að vera að gögn um tekjur og útgjöld ríkisins séu aðgengileg hverjum þeim sem vill kynna sér þau. Ný upplýsingalög gefa tóninn fyrir þessa vinnu. Þar er skýrt tekið fram að persónugreinanleg gögn eru undanskilin birtingu.Nýsköpun og hagræðing Fyrir utan sjónarmið um lýðræði og gagnsæi sem liggja að baki birtingu opinberra gagna eru önnur veigamikil rök. Opin gögn geta stuðlað að nýsköpun í samfélaginu. Gott dæmi eru fyrirtæki eins og Datamarket og vefsíðan Gogn.in, en þau vinna með þau gögn sem eru aðgengileg í dag. Þá má einnig stuðla að hagræðingu í opinberri stjórnsýslu, t.d. með sjálfsafgreiðslu á fyrirspurnum, vinnusparnaði við gagnagreiningu og einföldun á mati áhrifa efnahagslegra aðgerða. Frjáls aðgangur að gögnum á borð við fjárhagsupplýsingar ríkisins leiðir til upplýstara samfélags og aukins valds almennings. Birting þeirra veitir aðhald og hvetur til ráðdeildar. Þess vegna er hún brýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðiskerfið? Hvernig verja ráðherrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. Að mínu mati eiga upplýsingar sem varða það hvernig skattfé almennings er varið að vera öllum aðgengilegar. Með tölvutækni nútímans er það líka vel mögulegt. Á þetta hefur Bretinn Tim Berners-Lee, sem oft er nefndur faðir internetsins, bent. Hann hefur nýlega sagt að næsta bylting á netinu muni snúast um opið aðgengi að gögnum. Árið 2009 skoraði Tim á stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtæki að opna gögn. Áskorunin snýst um að birta fjölda gagnapakka á netinu. Þar eru þeir aðgengilegir öllum, þeim má dreifa og miðla á hvaða sniði sem er, undir opnum leyfisskilmálum.Fyrstu skrefin Á örfáum árum hefur orðið mikil þróun í þessum málaflokki um allan heim. Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið í broddi fylkingar og lagt áherslu á aukið aðgengi að gögnum. Sem dæmi birta bresk stjórnvöld meira en 9.000 gagnapakka á vefsíðunni data.gov.uk. Þar getur fólk til dæmis skoðað útgjöld ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þá má nálgast annars konar upplýsingar, t.d. landfræðilegar. Hér á landi erum við skemmra á veg komin í þessum málum. Í því skyni að auka birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins setti ég á dögunum, ásamt forsætisráðherra, á fót starfshóp sem vinna á tillögur í þessum efnum. Hópurinn er að skoða hver ættu að vera fyrstu skref ráðuneytisins í birtingu fjárhagsupplýsinga og skilar hann tillögum sínum á næstu vikum. Vonast er til að vinna hópsins geti nýst í framhaldinu við stefnumótun og opnun fleiri gagnapakka. Takmarkið ætti að mínu mati að vera að gögn um tekjur og útgjöld ríkisins séu aðgengileg hverjum þeim sem vill kynna sér þau. Ný upplýsingalög gefa tóninn fyrir þessa vinnu. Þar er skýrt tekið fram að persónugreinanleg gögn eru undanskilin birtingu.Nýsköpun og hagræðing Fyrir utan sjónarmið um lýðræði og gagnsæi sem liggja að baki birtingu opinberra gagna eru önnur veigamikil rök. Opin gögn geta stuðlað að nýsköpun í samfélaginu. Gott dæmi eru fyrirtæki eins og Datamarket og vefsíðan Gogn.in, en þau vinna með þau gögn sem eru aðgengileg í dag. Þá má einnig stuðla að hagræðingu í opinberri stjórnsýslu, t.d. með sjálfsafgreiðslu á fyrirspurnum, vinnusparnaði við gagnagreiningu og einföldun á mati áhrifa efnahagslegra aðgerða. Frjáls aðgangur að gögnum á borð við fjárhagsupplýsingar ríkisins leiðir til upplýstara samfélags og aukins valds almennings. Birting þeirra veitir aðhald og hvetur til ráðdeildar. Þess vegna er hún brýn.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun