Dyggðir stjórnmála Páll Valur Björnsson skrifar 8. mars 2013 06:00 Stjórnmál, hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum? Það er von að margir velti því fyrir sér þessa dagana hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum eins og staðan á stjórnarheimilinu og hinu háa Alþingi er um þessar mundir. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri og ekki vinnandi vegur að fá niðurstöður í nokkurt mál, mál sem brenna á þjóðinni eins og t.d. stjórnarskrármálið. Hvernig má það vera eftir allt sem á undan er gengið að alþingismenn þjóðarinnar geti ekki með nokkru móti unnið saman að farsælum lausnum fyrir land og þjóð? Það er sama hvaða mál eru á dagskrá; það logar allt stafna á milli, enginn gefur þumlung eftir og dýrmætum tíma Alþingis er sóað í endalaust málþóf og þrætur sem ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum. Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur hefur skrifað bækurnar Orðspor - gildin í samfélaginu og Gæfuspor - gildin í lífinu, afar merkilegar og fræðandi bækur sem ég tel að ættu að vera til í bókasafni allra þeirra sem starfa við stjórnmál. Gunnar Hersveinn segir m.a. að: „Starf í stjórnmálum sé göfugt vegna þess að sá eða sú sem stundar það á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Nafn starfslýsingarinnar er farsæld þjóðar.“ Hann nefnir að mælikvarðinn í stjórnmálum sé hugtakið almannaheill. Þegar maður stendur álengdar og fylgist með því sem fram fer í sölum Alþingis efast maður á stundum um að það sé tilgangurinn með öllu þessu ati. Gunnar heldur áfram og segir: „Þroski þeirra sem iðka stjórnmál felst í því að ná árangri í ræktun fjögurra sammannlegra dyggða: réttlætis, visku, hófsemdar og hugrekkis, og forðast af alefli fjóra (sam) mannlega lesti: hroka, ágirnd, öfund og heift.“ Þó að blessuðum fulltrúunum okkar á þingi sé ekki alls varnað finnst manni meira bera á hroka og heift í samskiptum þeirra í millum en réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Það leiðir svo hugann að því hvers vegna virðingu fyrir Alþingi hefur hrakað svo mikið sem raun ber vitni. Gunnar Hersveinn fjallar um virðinguna í Gæfusporinu og segir okkur hversu þýðingarmikil virðingin er í mannlegum samskiptum og hún sé meðal máttarstólpa lýðræðisins. Sá sem ber virðingu fyrir öðrum öðlast virðingu annarra – það er lögmál virðingarinnar og hún er helsta dyggð mannréttinda. Það er ljóst í mínum huga að til þess að hefja virðingu Alþingis á hærra plan og ekki síst virðingu almennings fyrir stjórnmálamönnum verða þeir sem kjörnir eru til starfa á Alþingi að sýna hver öðrum meiri virðingu og ekki síst auðmýkt. Auðmýkt felst m.a. í því að finnast til um verk annarra og sá sem nemur auðmýkt verður mjúklyndur í hjarta. Andstaða auðmýktar er hroki, sem er galli í mannlegum samskiptum, og sá sem er fullur af hroka telur sig yfir aðra hafinn. Hann sýnir öðrum lítilsvirðingu og traðkar á skoðunum þeirra, rökum og ástæðum. Það hefur verið einkar dapurlegt að hlusta á stjórnmálafólk og þá ekki síst foringja gömlu flokkanna tala af hroka og lítilsvirðingu um Bjarta framtíð, samtök sem vilja nálgast stjórnmálin af réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Í ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 segir m.a.: „Áhersla sé lögð á sáttaferli ýmiss konar og forn rígur milli flokka, bæjarfélaga, fjölskyldna, einstaklinga, félagasamtaka og annarra, sem oft stendur í vegi fyrir framförum og heilbrigðri skynsemi, verði meðhöndlaður markvisst. Virðing Alþingis verði endurreist og þar ríki meiri sanngirni í orðaskiptum, kurteisi, gleði og jafnframt festa í vinnubrögðum líkt og tíðkast á mörgum öðrum sviðum samfélagsins, s.s. í fyrirtækja- og félagamenningu nútímans“. Látum þetta verða eitt af leiðarljósum okkar í komandi framtíð. Lifið heil. Höfundur skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál, hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum? Það er von að margir velti því fyrir sér þessa dagana hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum eins og staðan á stjórnarheimilinu og hinu háa Alþingi er um þessar mundir. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri og ekki vinnandi vegur að fá niðurstöður í nokkurt mál, mál sem brenna á þjóðinni eins og t.d. stjórnarskrármálið. Hvernig má það vera eftir allt sem á undan er gengið að alþingismenn þjóðarinnar geti ekki með nokkru móti unnið saman að farsælum lausnum fyrir land og þjóð? Það er sama hvaða mál eru á dagskrá; það logar allt stafna á milli, enginn gefur þumlung eftir og dýrmætum tíma Alþingis er sóað í endalaust málþóf og þrætur sem ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum. Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur hefur skrifað bækurnar Orðspor - gildin í samfélaginu og Gæfuspor - gildin í lífinu, afar merkilegar og fræðandi bækur sem ég tel að ættu að vera til í bókasafni allra þeirra sem starfa við stjórnmál. Gunnar Hersveinn segir m.a. að: „Starf í stjórnmálum sé göfugt vegna þess að sá eða sú sem stundar það á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Nafn starfslýsingarinnar er farsæld þjóðar.“ Hann nefnir að mælikvarðinn í stjórnmálum sé hugtakið almannaheill. Þegar maður stendur álengdar og fylgist með því sem fram fer í sölum Alþingis efast maður á stundum um að það sé tilgangurinn með öllu þessu ati. Gunnar heldur áfram og segir: „Þroski þeirra sem iðka stjórnmál felst í því að ná árangri í ræktun fjögurra sammannlegra dyggða: réttlætis, visku, hófsemdar og hugrekkis, og forðast af alefli fjóra (sam) mannlega lesti: hroka, ágirnd, öfund og heift.“ Þó að blessuðum fulltrúunum okkar á þingi sé ekki alls varnað finnst manni meira bera á hroka og heift í samskiptum þeirra í millum en réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Það leiðir svo hugann að því hvers vegna virðingu fyrir Alþingi hefur hrakað svo mikið sem raun ber vitni. Gunnar Hersveinn fjallar um virðinguna í Gæfusporinu og segir okkur hversu þýðingarmikil virðingin er í mannlegum samskiptum og hún sé meðal máttarstólpa lýðræðisins. Sá sem ber virðingu fyrir öðrum öðlast virðingu annarra – það er lögmál virðingarinnar og hún er helsta dyggð mannréttinda. Það er ljóst í mínum huga að til þess að hefja virðingu Alþingis á hærra plan og ekki síst virðingu almennings fyrir stjórnmálamönnum verða þeir sem kjörnir eru til starfa á Alþingi að sýna hver öðrum meiri virðingu og ekki síst auðmýkt. Auðmýkt felst m.a. í því að finnast til um verk annarra og sá sem nemur auðmýkt verður mjúklyndur í hjarta. Andstaða auðmýktar er hroki, sem er galli í mannlegum samskiptum, og sá sem er fullur af hroka telur sig yfir aðra hafinn. Hann sýnir öðrum lítilsvirðingu og traðkar á skoðunum þeirra, rökum og ástæðum. Það hefur verið einkar dapurlegt að hlusta á stjórnmálafólk og þá ekki síst foringja gömlu flokkanna tala af hroka og lítilsvirðingu um Bjarta framtíð, samtök sem vilja nálgast stjórnmálin af réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Í ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 segir m.a.: „Áhersla sé lögð á sáttaferli ýmiss konar og forn rígur milli flokka, bæjarfélaga, fjölskyldna, einstaklinga, félagasamtaka og annarra, sem oft stendur í vegi fyrir framförum og heilbrigðri skynsemi, verði meðhöndlaður markvisst. Virðing Alþingis verði endurreist og þar ríki meiri sanngirni í orðaskiptum, kurteisi, gleði og jafnframt festa í vinnubrögðum líkt og tíðkast á mörgum öðrum sviðum samfélagsins, s.s. í fyrirtækja- og félagamenningu nútímans“. Látum þetta verða eitt af leiðarljósum okkar í komandi framtíð. Lifið heil. Höfundur skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar