Fagmennska í þágu lýðræðis Friðrik Rafnsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Alþingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefnastjórnunarnámskeið. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma.Agaðri vinnubrögð Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verkefni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Innleiðing vandaðs verkefnastjórnunarkerfis sem væri lagað að þörfum þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra samfélagi og bjartari framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von. Í kjölfar Rannsóknarskýrslu Alþingis og þeirra endurbótatillagna sem unnar voru upp úr henni (en hafa því miður ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti) hefur mönnum orðið tíðrætt um að bæta þurfi vinnubrögðin á Alþingi, en minna hvernig. Hér er því tillaga: senda alla þá alþingismenn, reynda sem nýja, sem brátt verða kosnir til verka fyrir þjóðina á stutt en vel skipulagt verkefnastjórnunarnámskeið. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem felur í sér undirbúning verkefna, þar með talið skipulagningu/áætlanagerð, og eftirlit með öllum þáttum verkefnis á framkvæmdatíma.Agaðri vinnubrögð Aðferðum verkefnastjórnunar er gagnlegt að beita á öll verkefni, hvort sem þau eru stór eða smá. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa gefist mjög vel í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis og hafa leitt til mun agaðri og skilvirkari vinnubragða en áður tíðkuðust. Alþingismenn koma úr ýmsum áttum og eru með ólíka menntun og reynslu. Það er hið besta mál enda er það hugmyndin með lýðræðinu. Þeim sem kosnir verða til setu á Alþingi í lok þessa mánaðar ber að nálgast það verkefni af auðmýkt og hógværð líkt og fulltrúar Besta flokksins gerðu þegar þeir tóku við stjórnartaumunum í Reykjavík. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur um vönduð vinnubrögð og þær eiga bara eftir að aukast á næstu árum. Innleiðing vandaðs verkefnastjórnunarkerfis sem væri lagað að þörfum þingmanna gæti eflt þá mjög í störfum sínum í þágu þjóðarinnar og þar með stuðlað að betra samfélagi og bjartari framtíð.
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar