Samkvæmt fréttatilkynningu frá Vegagerðinni sóttu um 26 þúsund manns hátíðina.
Júlíus segir þetta í samræmi við mælingar sem skipuleggjendur gerðu sjálfir.

Júlíus segir hegðan og viðmót hátíðargesta hafa verið til fyrirmyndar. „Það voru allir svo slakir alla helgina.“
Þá lék veðrið við hátíðargesti að sögn Júlíusar, þvert á veðurspár. „Það hefur gerst núna fimm sinnum að veðurspáin er slæm fyrir helgina. Það hefur aldrei ræst og veðrið alltaf verið gott,“ segir Júlíus Júlíusson.