Svona fór síðast gegn Ungverjum | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2014 14:51 Mynd/Skjáskot Íslenska karlalandsliðið í handbolta hyggur á hefndir gegn Ungverjum á EM í Danmörku í dag. Strákarnir muna vel eftir tapinu dramatíska sem gerði út um vonir um verðlaun á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Íslenska liðið var í banastuði í London. Með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar fór liðið á kostum og þótti afar líklegt til afreka gegn sterku liði Ungverja í átta liða úrslitum. Ungverjar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þeir náðu fljótlega fjögurra marka forskoti og leiddu í hálfleik 16-12. Okkar menn sneru við blaðinu í síðari hálfleik og komust yfir í 27-26 með marki Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar tvær mínútur lifðu leiks. Allt virðist vera að falla með Íslendingum þegar Ólafur Stefánsson sótti vítakast þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson kom af bekknum til að taka vítið en markvörður Ungverja varði. Þeir brunuðu í hraðaupphlaup og jöfnuðu metin svo framlengja þurfti leikinn. Aftur var framlengt eftir fyrstu framlengingu þegar staðan var 30-30. Það voru hins vegar Ungverjar sem höfðu betur eftir síðari framlengingu 34-33 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Ungverjar reyndust gleðispillir því þeir slógu íslenska liðið einnig út í átta liða úrslitum á HM í Japan árið 1997. Þá var Ísland enn í leit að sínum fyrsta verðlaunapening á stórmóti í handbolta ef frá er talin B-keppnin í Frakklandi árið 1989. Tíu leikmenn í núverandi landsliðshópi Íslands voru í liðinu í London árið 2012 eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Þeir ætla ekki að láta Ungverja eyðileggja annan draum sinn.Leikurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á Bylgjunni og textalýsingu hér á Vísi.Hér að neðan má sjá þriggja mínútna samantekt úr leiknum þar sem dramatíkinni er gerð góð skil.Smella þarf á „Watch on YouTube“ til þess að horfa á myndbandið. EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augum“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Leik lokið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hyggur á hefndir gegn Ungverjum á EM í Danmörku í dag. Strákarnir muna vel eftir tapinu dramatíska sem gerði út um vonir um verðlaun á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Íslenska liðið var í banastuði í London. Með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar fór liðið á kostum og þótti afar líklegt til afreka gegn sterku liði Ungverja í átta liða úrslitum. Ungverjar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þeir náðu fljótlega fjögurra marka forskoti og leiddu í hálfleik 16-12. Okkar menn sneru við blaðinu í síðari hálfleik og komust yfir í 27-26 með marki Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar tvær mínútur lifðu leiks. Allt virðist vera að falla með Íslendingum þegar Ólafur Stefánsson sótti vítakast þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson kom af bekknum til að taka vítið en markvörður Ungverja varði. Þeir brunuðu í hraðaupphlaup og jöfnuðu metin svo framlengja þurfti leikinn. Aftur var framlengt eftir fyrstu framlengingu þegar staðan var 30-30. Það voru hins vegar Ungverjar sem höfðu betur eftir síðari framlengingu 34-33 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Ungverjar reyndust gleðispillir því þeir slógu íslenska liðið einnig út í átta liða úrslitum á HM í Japan árið 1997. Þá var Ísland enn í leit að sínum fyrsta verðlaunapening á stórmóti í handbolta ef frá er talin B-keppnin í Frakklandi árið 1989. Tíu leikmenn í núverandi landsliðshópi Íslands voru í liðinu í London árið 2012 eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Þeir ætla ekki að láta Ungverja eyðileggja annan draum sinn.Leikurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á Bylgjunni og textalýsingu hér á Vísi.Hér að neðan má sjá þriggja mínútna samantekt úr leiknum þar sem dramatíkinni er gerð góð skil.Smella þarf á „Watch on YouTube“ til þess að horfa á myndbandið.
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augum“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Leik lokið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Sjá meira