„Við reiknum ekki með því að halda honum eftir tímabilið,“ segir Mats Samuelsson íþróttastjóri IFK Kristianstad.
Landsliðsmaðurinn í handbolta Ólafur Guðmundsson er eftirsóttur af félögum í þýsku úrvalsdeildinni. Heimildir Kristianstadsbladet herma að liðin sem um ræðir séu Magdeburg og Hannover Bugdorf.
Ólafur hefur farið á kostum með Kristianstad í vetur og haldið uppteknum hætti á Evrópumótinu í handbolta. Hann skoraði meðal annars sex mörk úr átta skotum í 29-27 sigri Íslands á Makedóníu í gær.
Samningur Ólafs við sænska félagið rennur út í sumar. Mats Samuelsson, íþróttastjóri Kristianstad, viðurkennir að Ólafur sé á leið burtu frá félaginu.
„Þannig er það. Ég veit að Magdeburg og Hannover hafa lagt fram tilboð og það er mögulegt að fleiri félög bætist í hópinn í kjölfarið,“ sagði Samuelsson.
Geir Sveinssonvar á dögunum ráðinn þjálfari Magdeburg.
Handbolti