„Gunnar getur unnið þá allra bestu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 14:37 Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov í mars. mynd/samsett „Hann mun án efa verða UFC meistari einn daginn, ég er ekki í nokkrum vafa um það," segir Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, í samtali við The Telegraph. „Það er ljóst að mínu mati að hann getur unnið þá allra bestu í veltivigt . Það er í raun undir honum komið hvenær hann vill ná þeim árangri. Að mínu mati getur hann unnið alla í deildinni á næstu tveimur árum. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á gólfinu. Það eiga allir eftir að þekkja nafnið Nelson á næstunni.“Snýr aftur í búrið í mars Bardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í mars og berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í UFC-keppninni í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í London. Þetta verður þriðji bardagi Gunnars í UFC en hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór síðan í aðgerð stuttu síðar þar sem í ljós kom að hann var með rifinn liðþófa í hné. Omari Akhmedov er enginn nýgræðingur í MMA. Hann hefur keppt í millivigt og unnið tólf bardaga, þar af sex með rothöggi, fjóra með uppgjöf og tvo með dómaraúrskurði. Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, telur að bardagi Gunnars verði mikill stökkpallur fyrir hann á stóra sviðið í MMA. Renzo Gracie sá fyrst til Gunnars fyrir nokkrum árum og hefur fylgst grannt með honum í gegnum árin. Hann telur að Gunnar verði brátt handhafi UFC beltisins í millivigt. „Ég hitti Gunnar fyrst árið 2008 og fór meðal annars á æfingu með honum og nokkrum öðrum bardagaköppum á Íslandi,“ sagði Gracie í viðtali við The Telegraph. „Mig langaði að kíkja á æfingu á meðan ég dvaldi á Íslandi og þá fyrst sá ég hversu magnaður Gunnar Nelson er. Hann var allt öðruvísi en aðrir strákar sem ég hef séð í þessu sporti. Það skein úr augum hann gríðarleg einbeiting og ákveðni. Stílinn hans var allt öðruvísi en ég hafði séð áður.“ Þegar Renzo Gracie hafði fylgst með Gunnari á nokkrum æfingum bauð hann honum til New York nokkrum mánuðum síðar. „Ég sagði honum að hann væri með ótrúlega hæfileika og vildi endilega fá hann til að æfa hér í New York svo að hann gæti fengið bestu mögulegu þjálfun sem hægt væri að fá.“Gunnar æfði mikið með Renzo Gracie í New York Næstu fjögur ár fór Gunnar reglulega til New York til að æfa undir leiðsögn Renzo Gracie. „Ég sá strax að þarna var framtíðar meistari í UFC. Hann þurfti að fá leiðsögn frá bestu þjálfurum í heiminum og einbeita sér einungis að því að verða betri og betri. Þegar Gunnar fór til New York upplifði hann mikið menningarsjokk eftir að hafa farið frá 300.000 manna landi yfir í borg þar sem 19 milljónir manns búa. „Fólkið gekk ótrúlega hratt um götur borgarinnar, bílarnir keyrðu hraðar en ég var vanur,“ sagði Gunnar í viðtali við miðilinn. „Það var skrítið að sjá byggingar útum allt en ég er vanur að geta horft upp og sjá himininn. Loftið var öðruvísi, maður fann fyrir menguninni og öðru slíku. Það var í raun allt öðruvísi.“ Að sögn Gracie dvaldi Gunnar í New York í sex mánuði árið 2009 og æfði tvisvar til þrisvar á dag. „Á þeim tíma varð hann mjög góður bardagamaður. Það var í raun með ólíkindum hversu snögglega hann náði sér í svarta beltið.“ Íþróttir MMA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sjá meira
„Hann mun án efa verða UFC meistari einn daginn, ég er ekki í nokkrum vafa um það," segir Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, í samtali við The Telegraph. „Það er ljóst að mínu mati að hann getur unnið þá allra bestu í veltivigt . Það er í raun undir honum komið hvenær hann vill ná þeim árangri. Að mínu mati getur hann unnið alla í deildinni á næstu tveimur árum. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á gólfinu. Það eiga allir eftir að þekkja nafnið Nelson á næstunni.“Snýr aftur í búrið í mars Bardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í mars og berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í UFC-keppninni í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í London. Þetta verður þriðji bardagi Gunnars í UFC en hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór síðan í aðgerð stuttu síðar þar sem í ljós kom að hann var með rifinn liðþófa í hné. Omari Akhmedov er enginn nýgræðingur í MMA. Hann hefur keppt í millivigt og unnið tólf bardaga, þar af sex með rothöggi, fjóra með uppgjöf og tvo með dómaraúrskurði. Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, telur að bardagi Gunnars verði mikill stökkpallur fyrir hann á stóra sviðið í MMA. Renzo Gracie sá fyrst til Gunnars fyrir nokkrum árum og hefur fylgst grannt með honum í gegnum árin. Hann telur að Gunnar verði brátt handhafi UFC beltisins í millivigt. „Ég hitti Gunnar fyrst árið 2008 og fór meðal annars á æfingu með honum og nokkrum öðrum bardagaköppum á Íslandi,“ sagði Gracie í viðtali við The Telegraph. „Mig langaði að kíkja á æfingu á meðan ég dvaldi á Íslandi og þá fyrst sá ég hversu magnaður Gunnar Nelson er. Hann var allt öðruvísi en aðrir strákar sem ég hef séð í þessu sporti. Það skein úr augum hann gríðarleg einbeiting og ákveðni. Stílinn hans var allt öðruvísi en ég hafði séð áður.“ Þegar Renzo Gracie hafði fylgst með Gunnari á nokkrum æfingum bauð hann honum til New York nokkrum mánuðum síðar. „Ég sagði honum að hann væri með ótrúlega hæfileika og vildi endilega fá hann til að æfa hér í New York svo að hann gæti fengið bestu mögulegu þjálfun sem hægt væri að fá.“Gunnar æfði mikið með Renzo Gracie í New York Næstu fjögur ár fór Gunnar reglulega til New York til að æfa undir leiðsögn Renzo Gracie. „Ég sá strax að þarna var framtíðar meistari í UFC. Hann þurfti að fá leiðsögn frá bestu þjálfurum í heiminum og einbeita sér einungis að því að verða betri og betri. Þegar Gunnar fór til New York upplifði hann mikið menningarsjokk eftir að hafa farið frá 300.000 manna landi yfir í borg þar sem 19 milljónir manns búa. „Fólkið gekk ótrúlega hratt um götur borgarinnar, bílarnir keyrðu hraðar en ég var vanur,“ sagði Gunnar í viðtali við miðilinn. „Það var skrítið að sjá byggingar útum allt en ég er vanur að geta horft upp og sjá himininn. Loftið var öðruvísi, maður fann fyrir menguninni og öðru slíku. Það var í raun allt öðruvísi.“ Að sögn Gracie dvaldi Gunnar í New York í sex mánuði árið 2009 og æfði tvisvar til þrisvar á dag. „Á þeim tíma varð hann mjög góður bardagamaður. Það var í raun með ólíkindum hversu snögglega hann náði sér í svarta beltið.“
Íþróttir MMA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sjá meira