Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 17:08 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini. Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum. Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund Bernaise. Hvernig bíl ekur þú? Landcruiser 2005. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár. Draumaferðalagið? Sigling á Miðjarðarhafinu. Hefur þú migið í saltan sjó? Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að gefa kost á mér í pólitík. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected]. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini. Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum. Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund Bernaise. Hvernig bíl ekur þú? Landcruiser 2005. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár. Draumaferðalagið? Sigling á Miðjarðarhafinu. Hefur þú migið í saltan sjó? Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að gefa kost á mér í pólitík. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected].
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08