Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Stjarna Gunnar skín skærtvísir/getty
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND.
Gunnar Nelson er ekki frægur fyrir að bakka undan áskorunum og lét sitt ekki eftir liggja.
Gott ef bardagamaðurinn yfirvegaði hafi ekki sýnt örlítil svipbrigði þegar ískalt klakavatnið helltist yfir hann en áskorunina má sjá í meðfylgjandi myndbandi.