Sævar Poetrix stendur við orð sín: „Hún hlýtur að vita ekki betur“ Bjarki Ármannsson skrifar 11. október 2014 20:33 Sævar vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Vísir/Vilhelm „Ég hef eiginlega ekki skoðun á þessu og ætla ekki að fara að rífast við hana í fjölmiðlum. Mér finnst það ekki málið. Þess vegna er svar mitt bara að hún hlýtur að vita ekki betur.“ Þetta segir rapparinn Sævar Poetrix sem vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Supriya Sunneva Kolandavelu, systir Sævars, hefur á Facebook-síðu sinni gagnrýnt harkalega brot úr bókinni þar sem hann lýsir ömurlegri æsku. „Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar. „Það er ekki mitt að gera uppgjör á upplifunum annarra. Hvað varðar æsku mína, og af hverju hún segir þetta lygi, hún hlýtur bara að vita ekki betur.“Ekki eitt orð ósatt Í fyrsta broti sem Sævar birti úr bókinni fyrirhuguðu lýsir hann meðal annars áfengisvanda móður sinnar og segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Supryia sagði margt vera rangt í frásögn Sævars og að hann máli móður þeirra upp sem „skrímsli“ og stjúpföður þeirra sem „djöfulinn.“ „Ég held að það sé hægt að verja sannleikann án þess að fordæma annað fólk fyrir mistök sín, sama hversu ógeðsleg þau eru,“ segir Sævar. „Þótt frá minni hlið sé ekki eitt orð ósatt. En almennt séð þá er það alveg þekkt og viðbúið að fólk bindist kvölurum sínum böndum og haldi yfir þeim verndarhendi. Ég held að það sé meira að segja til eitthvað læknisfræðilegt heiti yfir þetta, en ég hef aldrei verið aðdáandi svona niðurnjörvana.“ Hann hefur litlar áhyggjur af eftirmálum ummæla Supryia. „Allt þetta havarí, að segja eitthvað slæmt um mig sem gæti rústað samfélagslegri ímynd minni og trúverðugleika ... fyrir útkomu bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama,“ segir hann kíminn. „And your point is?“Stormurinn kemur seinna Sævar birti í kvöld annað brot úr bókinni þar sem hann er orðinn töluvert eldri og búinn að gefa út plötuna Fyrir lengra komna . Hann segir að „dramasögur“ úr æsku sinni verði langt í frá aðalatriðið í bókinni og að fyrsta sýnishornið sem birtist sé „áhrifalítið“ miðað við afganginn. „Þú átt von á rússíbanareið í gegnum upplifanir söguhetju í leit að frelsi í gegnum alla óheilögustu hluti sem fyrirfinnast, fíkniefni, hórdóm og brot á viðteknum venjum,“ segir hann um skrif sín. „Þú ert að fara að lesa sögu manns sem er búinn að taka allar rangar ákvarðanir í leit sinni að ævintýrum.“Þannig að þetta er bara rétt að byrja? „Vatnið er byrjað að gárast, stormurinn kemur seinna.“ Tengdar fréttir Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19 "Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
„Ég hef eiginlega ekki skoðun á þessu og ætla ekki að fara að rífast við hana í fjölmiðlum. Mér finnst það ekki málið. Þess vegna er svar mitt bara að hún hlýtur að vita ekki betur.“ Þetta segir rapparinn Sævar Poetrix sem vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Supriya Sunneva Kolandavelu, systir Sævars, hefur á Facebook-síðu sinni gagnrýnt harkalega brot úr bókinni þar sem hann lýsir ömurlegri æsku. „Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar. „Það er ekki mitt að gera uppgjör á upplifunum annarra. Hvað varðar æsku mína, og af hverju hún segir þetta lygi, hún hlýtur bara að vita ekki betur.“Ekki eitt orð ósatt Í fyrsta broti sem Sævar birti úr bókinni fyrirhuguðu lýsir hann meðal annars áfengisvanda móður sinnar og segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Supryia sagði margt vera rangt í frásögn Sævars og að hann máli móður þeirra upp sem „skrímsli“ og stjúpföður þeirra sem „djöfulinn.“ „Ég held að það sé hægt að verja sannleikann án þess að fordæma annað fólk fyrir mistök sín, sama hversu ógeðsleg þau eru,“ segir Sævar. „Þótt frá minni hlið sé ekki eitt orð ósatt. En almennt séð þá er það alveg þekkt og viðbúið að fólk bindist kvölurum sínum böndum og haldi yfir þeim verndarhendi. Ég held að það sé meira að segja til eitthvað læknisfræðilegt heiti yfir þetta, en ég hef aldrei verið aðdáandi svona niðurnjörvana.“ Hann hefur litlar áhyggjur af eftirmálum ummæla Supryia. „Allt þetta havarí, að segja eitthvað slæmt um mig sem gæti rústað samfélagslegri ímynd minni og trúverðugleika ... fyrir útkomu bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama,“ segir hann kíminn. „And your point is?“Stormurinn kemur seinna Sævar birti í kvöld annað brot úr bókinni þar sem hann er orðinn töluvert eldri og búinn að gefa út plötuna Fyrir lengra komna . Hann segir að „dramasögur“ úr æsku sinni verði langt í frá aðalatriðið í bókinni og að fyrsta sýnishornið sem birtist sé „áhrifalítið“ miðað við afganginn. „Þú átt von á rússíbanareið í gegnum upplifanir söguhetju í leit að frelsi í gegnum alla óheilögustu hluti sem fyrirfinnast, fíkniefni, hórdóm og brot á viðteknum venjum,“ segir hann um skrif sín. „Þú ert að fara að lesa sögu manns sem er búinn að taka allar rangar ákvarðanir í leit sinni að ævintýrum.“Þannig að þetta er bara rétt að byrja? „Vatnið er byrjað að gárast, stormurinn kemur seinna.“
Tengdar fréttir Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19 "Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19
"Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30