CNOOC sagt íhuga leit á landgrunni Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2014 10:45 Fulltrúar CNOOC á fundi í Reykjavík á mánudag um olíuleit á Drekasvæðinu. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kannar nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði Noregs í suðaustur Barentshafi árið 2016, að því er Bloomberg-fréttastofan greinir frá í gær. Bloomberg segir að kínverska ríkisolíufélagið hunsi þannig þá frystingu sem stjórnvöld í Kína hafa beitt Norðmenn eftir að friðarverðlaun Nóbels voru veitt kínverskum andófsmanni árið 2010. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Noregi, NTB-fréttastofan tók hana upp, og fjöldi norskra fjölmiðla hefur fjallað um málið. Bloomberg segist í krafti laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda í Noregi hafa fengið aðgang að tölvupósti sem CNOOC sendi Olíustofnun Noregs þar sem fyrirtækið kannar möguleikar á að kaupa rannsóknargögn vegna Barentshafs. Í frétt Bloomberg kemur fram að rannsóknargögnin séu einnig um Jan Mayen-svæðið. Jafnframt er greint frá því að CNOOC sé orðinn samstarfsaðili norska ríkisolíufélagsins Petoro í gegnum sérleyfi í lögsögu Íslands. Fréttunum fylgja miklar bollaleggingar um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína og tilraunir norskra stjórnvalda til að koma á þýðu. Norska ríkisstjórnin hafi þannig reynt að blíðka kínversk stjórnvöld með því að ráðherrar neituðu að hitta Dalai Lama í Noregsheimsókn hans í maí. Spyrja má hvort Bloomberg og norsku miðlarnir gangi of langt í ályktun um áhuga CNOOC á landgrunni Noregs. Rannsóknargögnin um suðaustur Barentshaf og Jan Mayen-svæðið eru nefnilega seld saman í einum pakka fyrir 12 milljónir norskra króna, eða 220 milljónir íslenskra króna, og ná einnig yfir íslenska Drekasvæðið. Vera má á að CNOOC sé eingöngu að kaupa gögnin vegna olíuleitar á Drekasvæðinu en þangað áformar félagið að senda rannsóknarleiðangra strax næsta sumar, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. Fulltrúi norska ríkisolíufélagsins Petoro, konan fyrir miðri mynd, sat fund sérleyfishafanna í Reykjavík.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Olíuleit á Drekasvæði Noregur Kína Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kannar nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði Noregs í suðaustur Barentshafi árið 2016, að því er Bloomberg-fréttastofan greinir frá í gær. Bloomberg segir að kínverska ríkisolíufélagið hunsi þannig þá frystingu sem stjórnvöld í Kína hafa beitt Norðmenn eftir að friðarverðlaun Nóbels voru veitt kínverskum andófsmanni árið 2010. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Noregi, NTB-fréttastofan tók hana upp, og fjöldi norskra fjölmiðla hefur fjallað um málið. Bloomberg segist í krafti laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda í Noregi hafa fengið aðgang að tölvupósti sem CNOOC sendi Olíustofnun Noregs þar sem fyrirtækið kannar möguleikar á að kaupa rannsóknargögn vegna Barentshafs. Í frétt Bloomberg kemur fram að rannsóknargögnin séu einnig um Jan Mayen-svæðið. Jafnframt er greint frá því að CNOOC sé orðinn samstarfsaðili norska ríkisolíufélagsins Petoro í gegnum sérleyfi í lögsögu Íslands. Fréttunum fylgja miklar bollaleggingar um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína og tilraunir norskra stjórnvalda til að koma á þýðu. Norska ríkisstjórnin hafi þannig reynt að blíðka kínversk stjórnvöld með því að ráðherrar neituðu að hitta Dalai Lama í Noregsheimsókn hans í maí. Spyrja má hvort Bloomberg og norsku miðlarnir gangi of langt í ályktun um áhuga CNOOC á landgrunni Noregs. Rannsóknargögnin um suðaustur Barentshaf og Jan Mayen-svæðið eru nefnilega seld saman í einum pakka fyrir 12 milljónir norskra króna, eða 220 milljónir íslenskra króna, og ná einnig yfir íslenska Drekasvæðið. Vera má á að CNOOC sé eingöngu að kaupa gögnin vegna olíuleitar á Drekasvæðinu en þangað áformar félagið að senda rannsóknarleiðangra strax næsta sumar, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. Fulltrúi norska ríkisolíufélagsins Petoro, konan fyrir miðri mynd, sat fund sérleyfishafanna í Reykjavík.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Olíuleit á Drekasvæði Noregur Kína Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45