Karen Ósk Björnsdóttir er ein af tíu keppendum sem keppast um að verða Jólastjarnan 2014. Hér fyrir neðan má sjá atriðið sem hún sýndi fyrir dómnefnd í keppninni en hún flutti lagið Ég hlakka svo til.
Karen Ósk verður þrettán ára í desember og syngur greinilega af mikilli ástríðu.
Söngkeppnin Jólastjarnan hefur verið haldin síðustu ár og í ár sóttu um þrjú hundruð börn, yngri en sextán ára, um að komast í tíu manna úrtak fyrir framan dómnefnd. Í dómnefnd í ár eru Björgvin Halldórsson, Gissur Páll, Gunnar Helgason og Jóhanna Guðrún.
Sigurvegari keppninnar verður tilkynntur í næstu viku í Íslandi í dag en hann kemur fram á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins eins og síðustu ár.
