Sesselja Mist Ólafsdóttir er ein af tíu keppendum sem keppast um að verða Jólastjarnan 2014. Hér fyrir neðan má sjá atriðið sem hún sýndi fyrir dómnefnd í keppninni en hún flutti lagið On My Own úr Vesalingunum.
Sesselja Mist varð sextán ára á árinu og blómstrar í söngnum.
Söngkeppnin Jólastjarnan hefur verið haldin síðustu ár og í ár sóttu um þrjú hundruð börn, yngri en sextán ára, um að komast í tíu manna úrtak fyrir framan dómnefnd. Í dómnefnd í ár eru Björgvin Halldórsson, Gissur Páll, Gunnar Helgason og Jóhanna Guðrún.
Sigurvegari keppninnar verður tilkynntur í næstu viku í Íslandi í dag en hann kemur fram á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins eins og síðustu ár.
Jólastjarnan 2014: Sesselja Mist syngur On My Own
Tengdar fréttir

Jólastjarnan 2014: Kamilla Rós syngur Someday at Christmas
Fagnar fimmtán ára afmælinu í desember.

Jólastjarnan 2014: Agla Bríet syngur Þorláksmessukvöld
Verður ellefu ára á annan í jólum.

Jólastjarnan 2014: Patrekur Orri syngur Þessi fallegi dagur
Fetar í fótspor meistara Bubba Morthens.

Jólastjarnan 2014: Sjáið alla keppendur
Það kemur í ljós á mánudaginn næsta hver sigrar og syngur með Björgvini Halldórssyni á jólatónleikum.

Jólastjarnan 2014: Gunnar Hrafn syngur Someday at Christmas
Hart barist í Jólastjörnunni í ár.

Jólastjarnan 2014: Hrefna Karen syngur Heyr mína bæn
Reynir að heilla dómnefndina uppúr skónum.

Jólastjarnan 2014: Karen Ósk syngur Ég hlakka svo til
Tekur lagið sem Svala Björgvins gerði frægt.

Jólastjarnan 2014: Anna Lára syngur Have Yourself a Merry Little Christmas
Úrslitin í Jólastjörnunni nálgast.

Jólastjarnan 2014: Hafdís Jana syngur Merry Christmas Everywhere
Ein tíu keppenda sem keppast um hylli dómnefndar.

Jólastjarnan 2014: Erla syngur Nóttin var sú ágæt ein
Úrslitin í Jólastjörnunni ráðast í næstu viku.