
Margir héldu að þetta hjónaband myndi halda að eilífu en Melanie sótti um skilnað þann 6. júní eftir átján ára hjónaband með Antonio. Saman eiga þau dótturina Stellu, átján ára, og skildu í góðu.

Ástin dó hjá J. Lo og dansaranum Casper eftir tveggja og hálfs árs samband.

Leikstjórinn og leikkonan kynntust á setti myndarinnar Planet of the Apes árið 2001 og unnu saman að fjölmörgum myndum á þeim ellefu árum sem þau voru saman. Þau gengu aldrei í hjónaband en tilkynntu það rétt fyrir jól að þau væru hætt saman. Þau eiga tvö börn saman, soninn Billy, ellefu ára, og dótturina Nell, sjö ára.

Stjörnuhjónin bjuggu til nýjan frasa þegar þau skildu: „conscious uncoupling“ sem mætti þýða sem meðvitaður skilnaður. Gwyneth tilkynnti um skilnaðinn á vefsíðunni sinni GOOP í mars en þau Chris voru gift í tíu ár. Þau eiga tvö börn saman og eru enn góðir vinir.

Parið skildi eftir níu ár saman eftir að háværar sögusagnir um ótryggð söngvarans tröllriðu öllu. Hann ákvað síðan að gefa út plötuna Paulu til að reyna að heilla leikkonuna á ný en það gekk ekki.

Sex ára hjónaband Mariuh og Nicks tók enda á árinu og var það ljóst þegar söngkonan spókaði sig um án giftingarhringsins í ágúst.

Raunveruleikastjörnurnar gengu í það heilaga árið 1991 en í ár ákváðu þau að skilja.

Kate og Matthew trúlofuðu sig árið 2011 en í desember skildu leiðir þeirra sem kom mörgum í opna skjöldu.