Sjá merki um nýja bólu á hlutabréfamarkaði Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2014 07:00 Heildarviðskipti með hlutabréf námu á síðasta ári 1.018 milljónum á dag. Fréttablaðið/Stefán „Það eru merki um að eignabóla geti farið að myndast á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa hér á Íslandi,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion Banka, spurður hvort líkur á eignabólu á innlendum hlutabréfamarkaði hafi aukist að undanförnu. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 251 milljarði króna á síðasta ári samanborið við 89 milljarða veltu árið 2012. Þrjú félög, N1, TM og VÍS, voru skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2013 og fagfjárfestar jafnt sem almennir sýndu hlutafjárútboðum þeirra mikinn áhuga. „Hlutabréfamarkaðir hafa yfirhöfuð, bæði hér á landi og annars staðar, hækkað töluvert mikið á undanförnum tveimur árum. Fjárfestar hafa verið heldur bjartsýnir og þeir hafa verið tilbúnir í aðeins meiri áhættu. Ísland hefur því ekkert verið að þróast neitt öðru vísi en önnur lönd og íslenskar hlutabréfavísitölur hafa þróast á sambærilegan hátt og annars staðar,“ segir Stefán. Hann segir mikla þátttöku í hlutafjárútboðum eiga sér augljósa skýringu í því að fagfjárfestar og almenningur horfa í auknum mæli á þau sem auðvelda leið til að hagnast á stuttum tíma. „Það er samt ekki alltaf þannig. Það er heilmikil áhætta fólgin í því að taka þátt í hlutafjárútboðum og ég tala ekki um þegar fólk tekur lán til að taka þátt í þeim.“Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS Greiningu, tekur í sama streng og Stefán varðandi möguleikann á eignabólu. Hann segir fjárfesta þurfa að vera varkára varðandi verðlagningu hlutabréfa. „Helstu verðkennitölur á íslenska markaðnum eru í frekar háum gildum í samanburði við verðkennitölur á öðrum mörkuðum, án þess að vera komnar út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand. Sögulega hefur íslenski markaðurinn ekki verið feiminn við að verðleggja sig við hliðina á stærstu mörkuðum heims en að minnsta kosti án gjaldeyrishafta má færa góð rök fyrir því að lægri kennitölur hæfi honum, meðal annars vegna hærra vaxtastigs, smæðar og grunnleika,“ segir Jóhann. Spurður hvort það sé næg innistæða fyrir þessum hækkunum á verði hlutabréfa bendir Stefán á að breytingar á verði félaganna hafi oftast tekið mið af afkomu þeirra og öðrum tíðindum. „Það er stærsti mælikvarðinn. Hins vegar má það ekki gleymast að sum félög voru ekkert að hækka. Það er ákveðið heilbrigðismerki að í fyrra voru félög sem stóðu ekki undir væntingum og þeim var refsað þannig að þau lækkuðu á markaði,“ segir Stefán og nefnir fyrirtækin Marel og Vodafone sem dæmi. „Ég vona svo sannarlega að þetta haldi áfram því það er auðvitað óhollt og skaðlegt til lengri tíma litið ef markaðurinn fer að hegða sér þannig að öll félög fari að hækka óháð frammistöðu og afkomu.“ Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
„Það eru merki um að eignabóla geti farið að myndast á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa hér á Íslandi,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion Banka, spurður hvort líkur á eignabólu á innlendum hlutabréfamarkaði hafi aukist að undanförnu. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 251 milljarði króna á síðasta ári samanborið við 89 milljarða veltu árið 2012. Þrjú félög, N1, TM og VÍS, voru skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2013 og fagfjárfestar jafnt sem almennir sýndu hlutafjárútboðum þeirra mikinn áhuga. „Hlutabréfamarkaðir hafa yfirhöfuð, bæði hér á landi og annars staðar, hækkað töluvert mikið á undanförnum tveimur árum. Fjárfestar hafa verið heldur bjartsýnir og þeir hafa verið tilbúnir í aðeins meiri áhættu. Ísland hefur því ekkert verið að þróast neitt öðru vísi en önnur lönd og íslenskar hlutabréfavísitölur hafa þróast á sambærilegan hátt og annars staðar,“ segir Stefán. Hann segir mikla þátttöku í hlutafjárútboðum eiga sér augljósa skýringu í því að fagfjárfestar og almenningur horfa í auknum mæli á þau sem auðvelda leið til að hagnast á stuttum tíma. „Það er samt ekki alltaf þannig. Það er heilmikil áhætta fólgin í því að taka þátt í hlutafjárútboðum og ég tala ekki um þegar fólk tekur lán til að taka þátt í þeim.“Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS Greiningu, tekur í sama streng og Stefán varðandi möguleikann á eignabólu. Hann segir fjárfesta þurfa að vera varkára varðandi verðlagningu hlutabréfa. „Helstu verðkennitölur á íslenska markaðnum eru í frekar háum gildum í samanburði við verðkennitölur á öðrum mörkuðum, án þess að vera komnar út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand. Sögulega hefur íslenski markaðurinn ekki verið feiminn við að verðleggja sig við hliðina á stærstu mörkuðum heims en að minnsta kosti án gjaldeyrishafta má færa góð rök fyrir því að lægri kennitölur hæfi honum, meðal annars vegna hærra vaxtastigs, smæðar og grunnleika,“ segir Jóhann. Spurður hvort það sé næg innistæða fyrir þessum hækkunum á verði hlutabréfa bendir Stefán á að breytingar á verði félaganna hafi oftast tekið mið af afkomu þeirra og öðrum tíðindum. „Það er stærsti mælikvarðinn. Hins vegar má það ekki gleymast að sum félög voru ekkert að hækka. Það er ákveðið heilbrigðismerki að í fyrra voru félög sem stóðu ekki undir væntingum og þeim var refsað þannig að þau lækkuðu á markaði,“ segir Stefán og nefnir fyrirtækin Marel og Vodafone sem dæmi. „Ég vona svo sannarlega að þetta haldi áfram því það er auðvitað óhollt og skaðlegt til lengri tíma litið ef markaðurinn fer að hegða sér þannig að öll félög fari að hækka óháð frammistöðu og afkomu.“
Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira