Var viss um að hún yrði rekin Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2014 11:00 Lupita klæddist kjól á Óskarnum sem var sérsaumaður á hana af tískurisanum Prada. Í viðtali við Ryan Seacrest kallaði hún lit kjólsins Nairobi-bláan en hún vildi klæðast einhverju sem minnti hana á föðurlandið Kenía. Vísir/Getty Leikkonan Lupita Nyng‘o hefur heillað heiminn upp úr skónum eftir leik sinn í kvikmyndinni 12 Years a Slave sem var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni um síðustu helgi. Lupita hlaut einnig verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir túlkun sína á þrælnum Patsey sem tínir rúmlega tvö hundruð kíló af bómull á hverjum degi og þarf að þola misþyrmingar sem valda því að hana dreymir um að binda enda á líf sitt. Lupita er jafnframt fyrsti Keníabúinn sem hlýtur Óskarsverðlaunin en hún fæddist í Mexíkó. Foreldrar hennar eru Dorothy og Peter Anyang‘ Nyong‘o og er Lupita næstelst af sex börnum þeirra. Áður en Lupita fæddist bjuggu foreldrar hennar í Kenía en neyddust til að flytja til Mexíkó eins og Lupita hefur sagt frá í viðtali við CNN. „Faðir minn er stjórnmálamaður. Þá var hann líka kennari í stjórnmálafræði og reyndi að virkja lýðræði í Kenía. Við bjuggum í einræðisríki og eftir röð óheppilegra atburða, þar á meðal hvarfs bróður hans, var hann rekinn í pólitíska útlegð í Mexíkó,“ segir Lupita. Faðir hennar kenndi stjórnmálafræði við háskólann í Mexíkó en fjölskyldan flutti aftur til Kenía þegar Lupita var tæplega eins árs og faðir hennar fékk starf sem prófessor við háskólann í Naíróbí. „Allar mínar æskuminningar eru tengdar við Kenía þangað til ég var sextán ára og foreldrar mínir sendu mig aftur til Mexíkó til að læra spænsku,“ segir Lupita í viðtali við CNN sem talar ensku, svahílí, spænsku og tungumál ættbálks síns, luo.Lupita mætti í kjól frá Ralph Lauren á Golden Globe-hátíðina.„Ég ólst upp í Naíróbí sem er höfuðborg Kenía. Þar er mikill hraði og ys og alltaf eitthvað að gerast. Ég er úr stórri fjölskyldu og við erum mjög náin þannig að við eyðum miklum tíma saman. Foreldrar okkar ólu okkur upp með þeim skilaboðum að við ættum alltaf að sækjast eftir því sem hjarta okkar þráði. Þau sögðu alltaf: „Komist að því hver tilgangur ykkar í þessum heimi er og fullkomnið hann með yfirburðum: sama hver hann er. Hvort sem það er að vera húsvörður eða læknir. Við erum ánægð svo lengi sem þið gerið það sem ykkur var ætlað að gera í lífinu.“ Þau beittu okkur ekki þrýstingi til að gera eitthvað ákveðið en faðir minn var samt sem áður vonsvikinn þegar ég hætti í eðlisfræði,“ bætir Lupita við. Áður en Lupita flutti til Mexíkó lék hún í ýmsum leikritum hjá Phoenix Players-leikhópnum í Naíróbí, þar á meðal Rómeó og Júlíu og On The Razzle. Í Mexíkó nam hún spænsku í sjö mánuði en ákvað að sækja háskóla í Bandaríkjunum. Í viðtali við CNN segist hún ekki hafa gert sér grein fyrir því að litaraft skipti máli áður en hún flutti til Bandaríkjanna. „Ég ólst upp í heimi þar sem meirihluti fólksins var svartur þannig að það skilgreindi engan. Ég var stelpa, ég var Luo, ég var í millistétt, ég var margir hlutir áður en ég skilgreindi mig sem blökkukonu. Það voru því viðbrigði þegar ég kom til Bandaríkjanna og það var það fyrsta sem fólk tók eftir í mínu fari. Maður heyrir orðið svartur ekki oft í Kenía þannig að það var visst áfall,“ segir Lupita sem fannst hún í kjölfarið ekki nógu falleg eins og hún sagði frá á viðburði Essence Black Women in Hollywood í febrúar á þessu ári.Leikkonan var í fagurbláum kjól frá Gucci á Screen Actors guild-verðlaunahátíðinni þar sem hún hreppti styttu fyrir leik í 12 Years a Slave.„Ég man eftir tímabili þegar mér fannst ég ekki falleg. Ég kveikti á sjónvarpinu og sá aðeins ljósa húð. Mér var strítt út af dökkri húð minni. Mín eina bón til Guðs var að ég myndi vakna með ljósari húð.“ Lupita útskrifaðist með gráðu í kvikmynda- og leikhúsfræðum frá háskólanum í Hampshire. „Það er eitthvað við leiklist sem er dularfullt og töfrum gætt því ég get bara gert visst mikið til að undirbúa mig og síðan þarf ég bara að sleppa takinu og anda og trúa að undirbúningurinn skíni í gegn,“ segir Lupita í viðtali við CNN og bætir við að átrúnaðargoðin sín séu leikkonan Whoopi Goldberg og spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey. Eftir útskrift vann hún á setti nokkurra mynda, þar á meðal the Constant Gardener, The Namesake og Where God Left His Shoes. Á setti þeirrar fyrstu hitti hún leikarann Ralph Fiennes og segir hún að hann hafi veitt henni innblástur til að sækjast eftir frama í leiklist. Árið 2008 lék hún í stuttmyndinni East River og sama ár sneri hún aftur til Kenía og lék í sjónvarpsseríunni Shuga. Ári seinna skrifaði hún, leikstýrði og framleiddi heimildarmyndina My Genes um albínóa í Kenía. Þá leikstýrði hún einnig tónlistarmyndbandinu The Little Things You Do með tónlistarmanninum Wahu sem var tilnefnt sem besta tónlistarmyndbandið á afrísku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni. Lupita stal senunni á bresku BAFTA-hátíðinni í grænum síðkjól frá Christian Dior.Í kjölfarið skráði hún sig í leiklist í Yale-leiklistarskólanum og hreppti hlutverkið í 12 Years a Slave þegar aðeins þrjár vikur voru í útskrift. „Ég var gífurlega spennt og auðvitað gífurlega hrædd. Ég var viss um að ég yrði rekin. Ég var viss um að ég fengi símtal þar sem sagt yrði: „Fyrirgefðu, við gerðum mistök.“ Á hverjum degi. Það var ekki fyrr en daginn sem ég flaug til Louisiana að það var tilkynnt að búið væri að ráða í hlutverk Patsey. Sem betur fer var ég ekki rekin,“ segir Lupita í viðtali við Vulture en kvikmyndin var tekin upp í Louisiana í Bandaríkjunum yfir sumartímann, í gríðarlegum hita. Líf Lupitu hefur breyst gríðarlega síðustu mánuði. Áður en kvikmyndin 12 Years a Slave var frumsýnd á Telluride-kvikmyndahátíðinni í Colorado í Bandaríkjunum í ágúst á síðasta ári vissi enginn hver þessi 31 árs leikkona var. Nú er nafn hennar á allra vörum. Ekki síst vegna þess að hún stígur ekki feilspor á rauða dreglinum og bíða flestir, ef ekki allir, tískuspekúlantar eftir því hverju hún klæðist næst. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína og nú síðast Óskarsverðlauna þar sem hún sló út leikkonurnar Jennifer Lawrence, Sally Hawkins, Juliu Roberts og June Squibb. Þakkarræða hennar á hátíðinni var tilfinningaþrungin og skein viska foreldra hennar í gegn.Lupita lét sig ekki vanta á Producers Guild-verðlaunaafhendinguna og klæddist brúnum kjól frá Stellu McCartney.„Það líður mér ekki úr minni að svo mikil gleði í mínu lífi er sprottin úr sársauka einhvers annars,“ sagði Lupita og bætti við: „Þegar ég lít á þessa gylltu styttu minnir hún mig á að draumar eru réttmætir, sama hvaðan maður er.“ Lupita býr nú í Brooklyn og geta kvikmyndaáhugamenn séð hana í kvikmyndinni Non-Stop, með leikurunum Liam Neeson og Julianne Moore, í bíóhúsum um þessar mundir. Framtíðin er hins vegar óráðin. Henni hafa borist nokkur mismunandi verkefni upp á síðkastið sem hún skoðar núna. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvaða hlutverk hún tekur sér næst fyrir hendur en í samtali við The Hollywood Reporter sagði hún frá því hvernig hún ætlar að taka þá ákvörðun: „Ég ætla að hlusta á hjarta mitt.“ Golden Globes Óskarinn Tengdar fréttir Óskarsverðlaunin 2014: Allir sigurvegararnir Kvikmyndin 12 Years a Slave var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. 3. mars 2014 01:42 12 Years a Slave valin besta myndin Nokkrir álitsgjafar spá í spilin fyrir því hverjir vinna Óskarsverðlaunin á sunnudag. 1. mars 2014 12:30 Hárgreiðslur á Óskarnum Jared Leto var ekki síðri en leikkonurnar. 3. mars 2014 12:30 Flottustu kjólarnir á Óskarnum 2014 Svartur, hvítur og pastel áberandi á rauða dreglinum í ár 3. mars 2014 02:20 Litadýrð á rauða dreglinum Independent Spirit-verðlaunin voru afhent í gær. 2. mars 2014 16:00 Reyndi að stela Óskarsstyttunni Jennifer Lawrence ekki sátt með tapið. 3. mars 2014 17:30 Óskarinn í hnotskurn á tveimur mínútum Meðfylgjandi myndband fer yfir bestu stundirnar á hátíðinni. 3. mars 2014 18:00 Lupita Nyong'o stórglæsileg í ljósbláum Prada kjól Leikkonan unga hitti í mark í fatavali 3. mars 2014 00:23 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Leikkonan Lupita Nyng‘o hefur heillað heiminn upp úr skónum eftir leik sinn í kvikmyndinni 12 Years a Slave sem var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni um síðustu helgi. Lupita hlaut einnig verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir túlkun sína á þrælnum Patsey sem tínir rúmlega tvö hundruð kíló af bómull á hverjum degi og þarf að þola misþyrmingar sem valda því að hana dreymir um að binda enda á líf sitt. Lupita er jafnframt fyrsti Keníabúinn sem hlýtur Óskarsverðlaunin en hún fæddist í Mexíkó. Foreldrar hennar eru Dorothy og Peter Anyang‘ Nyong‘o og er Lupita næstelst af sex börnum þeirra. Áður en Lupita fæddist bjuggu foreldrar hennar í Kenía en neyddust til að flytja til Mexíkó eins og Lupita hefur sagt frá í viðtali við CNN. „Faðir minn er stjórnmálamaður. Þá var hann líka kennari í stjórnmálafræði og reyndi að virkja lýðræði í Kenía. Við bjuggum í einræðisríki og eftir röð óheppilegra atburða, þar á meðal hvarfs bróður hans, var hann rekinn í pólitíska útlegð í Mexíkó,“ segir Lupita. Faðir hennar kenndi stjórnmálafræði við háskólann í Mexíkó en fjölskyldan flutti aftur til Kenía þegar Lupita var tæplega eins árs og faðir hennar fékk starf sem prófessor við háskólann í Naíróbí. „Allar mínar æskuminningar eru tengdar við Kenía þangað til ég var sextán ára og foreldrar mínir sendu mig aftur til Mexíkó til að læra spænsku,“ segir Lupita í viðtali við CNN sem talar ensku, svahílí, spænsku og tungumál ættbálks síns, luo.Lupita mætti í kjól frá Ralph Lauren á Golden Globe-hátíðina.„Ég ólst upp í Naíróbí sem er höfuðborg Kenía. Þar er mikill hraði og ys og alltaf eitthvað að gerast. Ég er úr stórri fjölskyldu og við erum mjög náin þannig að við eyðum miklum tíma saman. Foreldrar okkar ólu okkur upp með þeim skilaboðum að við ættum alltaf að sækjast eftir því sem hjarta okkar þráði. Þau sögðu alltaf: „Komist að því hver tilgangur ykkar í þessum heimi er og fullkomnið hann með yfirburðum: sama hver hann er. Hvort sem það er að vera húsvörður eða læknir. Við erum ánægð svo lengi sem þið gerið það sem ykkur var ætlað að gera í lífinu.“ Þau beittu okkur ekki þrýstingi til að gera eitthvað ákveðið en faðir minn var samt sem áður vonsvikinn þegar ég hætti í eðlisfræði,“ bætir Lupita við. Áður en Lupita flutti til Mexíkó lék hún í ýmsum leikritum hjá Phoenix Players-leikhópnum í Naíróbí, þar á meðal Rómeó og Júlíu og On The Razzle. Í Mexíkó nam hún spænsku í sjö mánuði en ákvað að sækja háskóla í Bandaríkjunum. Í viðtali við CNN segist hún ekki hafa gert sér grein fyrir því að litaraft skipti máli áður en hún flutti til Bandaríkjanna. „Ég ólst upp í heimi þar sem meirihluti fólksins var svartur þannig að það skilgreindi engan. Ég var stelpa, ég var Luo, ég var í millistétt, ég var margir hlutir áður en ég skilgreindi mig sem blökkukonu. Það voru því viðbrigði þegar ég kom til Bandaríkjanna og það var það fyrsta sem fólk tók eftir í mínu fari. Maður heyrir orðið svartur ekki oft í Kenía þannig að það var visst áfall,“ segir Lupita sem fannst hún í kjölfarið ekki nógu falleg eins og hún sagði frá á viðburði Essence Black Women in Hollywood í febrúar á þessu ári.Leikkonan var í fagurbláum kjól frá Gucci á Screen Actors guild-verðlaunahátíðinni þar sem hún hreppti styttu fyrir leik í 12 Years a Slave.„Ég man eftir tímabili þegar mér fannst ég ekki falleg. Ég kveikti á sjónvarpinu og sá aðeins ljósa húð. Mér var strítt út af dökkri húð minni. Mín eina bón til Guðs var að ég myndi vakna með ljósari húð.“ Lupita útskrifaðist með gráðu í kvikmynda- og leikhúsfræðum frá háskólanum í Hampshire. „Það er eitthvað við leiklist sem er dularfullt og töfrum gætt því ég get bara gert visst mikið til að undirbúa mig og síðan þarf ég bara að sleppa takinu og anda og trúa að undirbúningurinn skíni í gegn,“ segir Lupita í viðtali við CNN og bætir við að átrúnaðargoðin sín séu leikkonan Whoopi Goldberg og spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey. Eftir útskrift vann hún á setti nokkurra mynda, þar á meðal the Constant Gardener, The Namesake og Where God Left His Shoes. Á setti þeirrar fyrstu hitti hún leikarann Ralph Fiennes og segir hún að hann hafi veitt henni innblástur til að sækjast eftir frama í leiklist. Árið 2008 lék hún í stuttmyndinni East River og sama ár sneri hún aftur til Kenía og lék í sjónvarpsseríunni Shuga. Ári seinna skrifaði hún, leikstýrði og framleiddi heimildarmyndina My Genes um albínóa í Kenía. Þá leikstýrði hún einnig tónlistarmyndbandinu The Little Things You Do með tónlistarmanninum Wahu sem var tilnefnt sem besta tónlistarmyndbandið á afrísku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni. Lupita stal senunni á bresku BAFTA-hátíðinni í grænum síðkjól frá Christian Dior.Í kjölfarið skráði hún sig í leiklist í Yale-leiklistarskólanum og hreppti hlutverkið í 12 Years a Slave þegar aðeins þrjár vikur voru í útskrift. „Ég var gífurlega spennt og auðvitað gífurlega hrædd. Ég var viss um að ég yrði rekin. Ég var viss um að ég fengi símtal þar sem sagt yrði: „Fyrirgefðu, við gerðum mistök.“ Á hverjum degi. Það var ekki fyrr en daginn sem ég flaug til Louisiana að það var tilkynnt að búið væri að ráða í hlutverk Patsey. Sem betur fer var ég ekki rekin,“ segir Lupita í viðtali við Vulture en kvikmyndin var tekin upp í Louisiana í Bandaríkjunum yfir sumartímann, í gríðarlegum hita. Líf Lupitu hefur breyst gríðarlega síðustu mánuði. Áður en kvikmyndin 12 Years a Slave var frumsýnd á Telluride-kvikmyndahátíðinni í Colorado í Bandaríkjunum í ágúst á síðasta ári vissi enginn hver þessi 31 árs leikkona var. Nú er nafn hennar á allra vörum. Ekki síst vegna þess að hún stígur ekki feilspor á rauða dreglinum og bíða flestir, ef ekki allir, tískuspekúlantar eftir því hverju hún klæðist næst. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína og nú síðast Óskarsverðlauna þar sem hún sló út leikkonurnar Jennifer Lawrence, Sally Hawkins, Juliu Roberts og June Squibb. Þakkarræða hennar á hátíðinni var tilfinningaþrungin og skein viska foreldra hennar í gegn.Lupita lét sig ekki vanta á Producers Guild-verðlaunaafhendinguna og klæddist brúnum kjól frá Stellu McCartney.„Það líður mér ekki úr minni að svo mikil gleði í mínu lífi er sprottin úr sársauka einhvers annars,“ sagði Lupita og bætti við: „Þegar ég lít á þessa gylltu styttu minnir hún mig á að draumar eru réttmætir, sama hvaðan maður er.“ Lupita býr nú í Brooklyn og geta kvikmyndaáhugamenn séð hana í kvikmyndinni Non-Stop, með leikurunum Liam Neeson og Julianne Moore, í bíóhúsum um þessar mundir. Framtíðin er hins vegar óráðin. Henni hafa borist nokkur mismunandi verkefni upp á síðkastið sem hún skoðar núna. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvaða hlutverk hún tekur sér næst fyrir hendur en í samtali við The Hollywood Reporter sagði hún frá því hvernig hún ætlar að taka þá ákvörðun: „Ég ætla að hlusta á hjarta mitt.“
Golden Globes Óskarinn Tengdar fréttir Óskarsverðlaunin 2014: Allir sigurvegararnir Kvikmyndin 12 Years a Slave var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. 3. mars 2014 01:42 12 Years a Slave valin besta myndin Nokkrir álitsgjafar spá í spilin fyrir því hverjir vinna Óskarsverðlaunin á sunnudag. 1. mars 2014 12:30 Hárgreiðslur á Óskarnum Jared Leto var ekki síðri en leikkonurnar. 3. mars 2014 12:30 Flottustu kjólarnir á Óskarnum 2014 Svartur, hvítur og pastel áberandi á rauða dreglinum í ár 3. mars 2014 02:20 Litadýrð á rauða dreglinum Independent Spirit-verðlaunin voru afhent í gær. 2. mars 2014 16:00 Reyndi að stela Óskarsstyttunni Jennifer Lawrence ekki sátt með tapið. 3. mars 2014 17:30 Óskarinn í hnotskurn á tveimur mínútum Meðfylgjandi myndband fer yfir bestu stundirnar á hátíðinni. 3. mars 2014 18:00 Lupita Nyong'o stórglæsileg í ljósbláum Prada kjól Leikkonan unga hitti í mark í fatavali 3. mars 2014 00:23 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Óskarsverðlaunin 2014: Allir sigurvegararnir Kvikmyndin 12 Years a Slave var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. 3. mars 2014 01:42
12 Years a Slave valin besta myndin Nokkrir álitsgjafar spá í spilin fyrir því hverjir vinna Óskarsverðlaunin á sunnudag. 1. mars 2014 12:30
Flottustu kjólarnir á Óskarnum 2014 Svartur, hvítur og pastel áberandi á rauða dreglinum í ár 3. mars 2014 02:20
Óskarinn í hnotskurn á tveimur mínútum Meðfylgjandi myndband fer yfir bestu stundirnar á hátíðinni. 3. mars 2014 18:00
Lupita Nyong'o stórglæsileg í ljósbláum Prada kjól Leikkonan unga hitti í mark í fatavali 3. mars 2014 00:23