„Við rákum þegar fyrirtæki sem sneri að brúðkaupsljósmyndun og skipulögðum ferðum en eftir okkar eigið brúðkaup ákváðum við að leggja áhersluna á brúðkaup á Íslandi með amerísku ívafi.“
Hún segir að flest þau pör sem setji sig í samband við fyrirtækið vilji komast í snertingu við hið ótrúlega landslag sem hér er að finna. „Ísland er eini staðurinn í heiminum þar sem hægt er að sjá jökla, eldfjöll, fossa, svarta sanda, hella og torfbæi á einum degi!“
Ann og Chris hafa þegar náð að sinna fjölmörgum brúðkaupum hér á landi það sem af er ári og myndaði Ann brúðhjónin víða um land, þar á meðal á Mýrdalsjökli, í Reynisfjöru, við Jökulsárlón og á Úlfljótsvatni.

„Ég hef því miður ekki getað sinnt þessum brúðkaupum enda er ég í nægum verkefnum. En fyrirspurnirnar eru það margar að ég er komin með staðlað bréf sem ég sendi til baka. Þetta virðist vera orðið voðalega vinsælt.“