Rúnar Páll: Kemur í ljós hvernig leikurinn þróast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2014 06:30 Stjörnumenn hafa haft ástæðu til að fagna í sumar. vísir/Daníel Klukkan 21:00 í kvöld verður flautað til leiks í leik Stjörnunnar og Inter frá Mílanó í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Gengi Stjörnunnar í Evrópudeildinni í sumar hefur verið lyginni líkast, en Garðabæjarliðið hefur nú þegar slegið út þrjá andstæðinga; Bangor City frá Wales, Motherwell frá Skotlandi og pólska liðið Lech Poznan. Í kvöld er hins vegar komið að stærstu prófrauninni, átjánföldum Ítalíumeisturum Inter. Verkefnið er ærið, en þrátt fyrir það er þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, hvergi banginn: „Stemningin í okkar röðum er mjög góð og við hlökkum mikið til,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið eftir æfingu Stjörnumanna á Laugardalsvelli í gær. Hann segir það hafa gengið vel að halda spennustiginu niðri hjá sínum mönnum: „Spennustigið er ágætt, en það kemur betur í ljós á morgun – hvernig við byrjum leikinn og hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Rúna. Hann og aðstoðarmenn hans hafa eytt drjúgum tíma í að skoða leiki Inter á myndbandi, en ítalska liðið hefur leikið fimm æfingaleiki í sumar, m.a. gegn Real Madrid og Manchester United. Þrátt fyrir að Inter sé með gríðarlega vel mannað lið og sé mun sigurstranglegri aðilinn í kvöld sér Rúnar sóknarfæri gegn ítalska stórveldinu. „Við höfum greint Inter-liðið eftir okkar bestu getu og svo verður að koma í ljós hvernig þeir stilla liðinu upp og annað slíkt. Þeir hafa spilað með tígulmiðju og færa liðið mikið yfir þar sem boltinn er. Það skapast því pláss hinum megin á vellinum og það er gríðarlega mikilvægt að við náum að skipta boltanum á milli kanta,“ sagði Rúnar að lokum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30 Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32 Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Klukkan 21:00 í kvöld verður flautað til leiks í leik Stjörnunnar og Inter frá Mílanó í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Gengi Stjörnunnar í Evrópudeildinni í sumar hefur verið lyginni líkast, en Garðabæjarliðið hefur nú þegar slegið út þrjá andstæðinga; Bangor City frá Wales, Motherwell frá Skotlandi og pólska liðið Lech Poznan. Í kvöld er hins vegar komið að stærstu prófrauninni, átjánföldum Ítalíumeisturum Inter. Verkefnið er ærið, en þrátt fyrir það er þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, hvergi banginn: „Stemningin í okkar röðum er mjög góð og við hlökkum mikið til,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið eftir æfingu Stjörnumanna á Laugardalsvelli í gær. Hann segir það hafa gengið vel að halda spennustiginu niðri hjá sínum mönnum: „Spennustigið er ágætt, en það kemur betur í ljós á morgun – hvernig við byrjum leikinn og hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Rúna. Hann og aðstoðarmenn hans hafa eytt drjúgum tíma í að skoða leiki Inter á myndbandi, en ítalska liðið hefur leikið fimm æfingaleiki í sumar, m.a. gegn Real Madrid og Manchester United. Þrátt fyrir að Inter sé með gríðarlega vel mannað lið og sé mun sigurstranglegri aðilinn í kvöld sér Rúnar sóknarfæri gegn ítalska stórveldinu. „Við höfum greint Inter-liðið eftir okkar bestu getu og svo verður að koma í ljós hvernig þeir stilla liðinu upp og annað slíkt. Þeir hafa spilað með tígulmiðju og færa liðið mikið yfir þar sem boltinn er. Það skapast því pláss hinum megin á vellinum og það er gríðarlega mikilvægt að við náum að skipta boltanum á milli kanta,“ sagði Rúnar að lokum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30 Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32 Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30
Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32
Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30