Unnsteinn Guðmundsson, eigandi 4fish ehf. í Grundarfirði og vélstjóri, hlaut í gær verðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar fyrir framúrstefnuhugmynd ársins 2014 en hann hefur þróað sporðskurðarvél sem getur aukið gæði flökunar í flökunarvélum.
Vélin hefur, samkvæmt fréttatilkynningu ráðstefnunnar, verið í prófun í sjö mánuði hjá fiskvinnslu G.Run hf. í Grundarfirði. Með henni sé hægt að sporðskera fisk fyrir flökun og þannig leysa ákveðið vandamál sem þekkt sé í öllum gerðum flökunarvéla.
„Hugmyndin á sér tíu ára sögu en það var fyrst í fyrra sem ég kláraði verkefnið. Ég prófaði vélina hjá G.Run hf. í Grundarfirði sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og þar hef ég séð um flökunarvélar í um 30 ár,“ segir Unnsteinn. Hann fékk 500 þúsund króna peningaverðlaun frá Sjávarútvegsráðstefnunni og verðlaunagripinn Svifölduna.
Verðlaunaður fyrir nýja sporðskurðarvél
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent

Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira
Viðskipti innlent



Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis
Viðskipti erlent


Aðalgeir frá Lucinity til Símans
Viðskipti innlent

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent