„Allir eru í áfalli“ Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 13:32 Lea Gestsdóttir Gayet er búsett í París. Vísir/AFP „Það hafa allir verið að hringja í morgun og allir eru í áfalli. Mamma hringdi strax í mig og allir á Facebook eru að spyrja hvað sé eiginlega í gangi,“ segir Lea Gestsdóttir Gayet sem býr í París.Tólf manns eru látnir og níu særðir, sumir lífshættulega, efir að tveir vopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímaritsins Charlie Hebdo fyrr í dag. Mannanna er nú leitað. Lea segist sjálf hafa verið í vinunni þegar hún frétti af árásinni. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðist er á blaðið. Tjáningarfrelsið er svo mikilvægt að allir styðja þetta blað. Þetta er því gríðarlegt áfall fyrir Frakka.“ Hún segist vilja fara varlega þar sem ekki sé vitað nákvæmlega hverjir hafi verið að verki. „Það er mikil óvissa í gangi, fólk að hringjast á og allir í rauninni í sjokki. Ég meina, af hverju er verið að ráðast á blaðamenn árið 2015?“ Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera eitt tveggja sem lýsi stöðu tjáningarfrelsisins í Frakklandi mjög vel og hvernig samfélag þetta sé. „Hitt er Le canard enchaîné. Þetta eru satírutímarit. Þótt maður lesi þau ekki þá finnst manni gott að þau séu til. Þetta er mjög franskt og þau gera grín að öllu, þar á meðal öllum trúarbrögðum. Þótt maður sé ekki sammála öllu sem komi fram í blaðinu finnst manni gott að þetta sé mögulegt. Stundum finnst manni vanta svona fjölmiðla á Íslandi. Þetta er manni mjög kært. Gagnrýnin hugsun á sér rætur í þessum blöðum og þættinum Guignols de l'info à Stöð 4 þar sem brúður fara yfir málefni líðandi stundar. Teiknararnir Cabu, Charb og Wolinski eru nú allir látnir en þeir hafa teiknað skopmyndir síðan ég man eftir mér.“Árásin átti sér stað í ellefta hverfi í París.Vísir/GettyNokkrar árásir síðustu vikurnar í borginniLea segir að nokkrar árásir hafi átt sér stað í Frakklandi síðustu vikurnar. „Það var til dæmis keyrt á fjölda fólks á jólamarkaði í desember hérna í París. Þetta er svo alvöru hryðjuverkaárás. Það er svo langt síðan eitthvað svona hefur gerst í Frakklandi. Það eru allir í áfalli. Sérstaklega þar sem árásarmennirnir sluppu.“ Lea var utandyra þegar Vísir náði tali af henni og segir hún að fjöldi fólks hafi verið á ferli. „Maður er stressaður þegar maður fréttir af þessu en svo róar maður sig niður. Maður getur lítið gert í þessu og svo má heldur ekkert fara á taugum. Þeir vilja náttúrulega að maður verði hræddur og stressaður og það má ekkert. Það má ekki leyfa þeim að sigra og maður verður að vera rólegur.“ Tjáningarfrelsið sé mjög mikilvægt og sérstaklega í Frakklandi. „Charlie Hebdo segir svo mikið um stöðu tjáningarfrelsis og nú er ráðist á það. Það er því eitthvað mikið að og það verða allir að standa saman.“Frá vettvangi.Sérstakt andrúmsloft í neðanjarðarlestumLea segist sjálf mikið ferðast með neðanjarðarlestum og að stemningin þar hafi verið mjög sérstök að undanförnu. „Andrúmsloftið þar hefur verið mjög sérstakt frá því að þessar árásir urðu í desember, meðal annars á jólamarkaðnum. Það er líka búið að auka viðbúnað. Það eru fleiri hermenn og lögreglumenn sýnilegir.“ Hún segir að svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi verið að ráðast á einhver tákn. „Tjáningarfrelsið í dag, og svo var það jólamarkaðurinn um daginn. Það er ákveðin hræðsla í gangi. Fjölmiðlar eru búnir að ræða hvort þetta séu hryðjuverkaárásir, hvort þetta séu menn sem séu búnir að skipuleggja þetta eða eru þetta hafi verið einhverjir brjálæðingar sem hafi staðið fyrir árásum síðustu vikna. Þetta er hins vegar klárlega skipulögð árás og það er öðruvísi.“ Árásin átti sér stað í ellefta hverfi borgarinnar. „Það er aðeins ódýrari húsnæði þar. Margir vinir mínir búa þar og þetta er mikið djammhverfi, margir barir og skemmtistaðir. Maður veit ekkert hvar þessir menn eru núna. Og þeir eru líka með vopnin sín. Ég vildi óska þess að ég væri komin aftur til Dalvíkur,“ segir Lea, en faðir Leu býr á Dalvík. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
„Það hafa allir verið að hringja í morgun og allir eru í áfalli. Mamma hringdi strax í mig og allir á Facebook eru að spyrja hvað sé eiginlega í gangi,“ segir Lea Gestsdóttir Gayet sem býr í París.Tólf manns eru látnir og níu særðir, sumir lífshættulega, efir að tveir vopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímaritsins Charlie Hebdo fyrr í dag. Mannanna er nú leitað. Lea segist sjálf hafa verið í vinunni þegar hún frétti af árásinni. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðist er á blaðið. Tjáningarfrelsið er svo mikilvægt að allir styðja þetta blað. Þetta er því gríðarlegt áfall fyrir Frakka.“ Hún segist vilja fara varlega þar sem ekki sé vitað nákvæmlega hverjir hafi verið að verki. „Það er mikil óvissa í gangi, fólk að hringjast á og allir í rauninni í sjokki. Ég meina, af hverju er verið að ráðast á blaðamenn árið 2015?“ Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera eitt tveggja sem lýsi stöðu tjáningarfrelsisins í Frakklandi mjög vel og hvernig samfélag þetta sé. „Hitt er Le canard enchaîné. Þetta eru satírutímarit. Þótt maður lesi þau ekki þá finnst manni gott að þau séu til. Þetta er mjög franskt og þau gera grín að öllu, þar á meðal öllum trúarbrögðum. Þótt maður sé ekki sammála öllu sem komi fram í blaðinu finnst manni gott að þetta sé mögulegt. Stundum finnst manni vanta svona fjölmiðla á Íslandi. Þetta er manni mjög kært. Gagnrýnin hugsun á sér rætur í þessum blöðum og þættinum Guignols de l'info à Stöð 4 þar sem brúður fara yfir málefni líðandi stundar. Teiknararnir Cabu, Charb og Wolinski eru nú allir látnir en þeir hafa teiknað skopmyndir síðan ég man eftir mér.“Árásin átti sér stað í ellefta hverfi í París.Vísir/GettyNokkrar árásir síðustu vikurnar í borginniLea segir að nokkrar árásir hafi átt sér stað í Frakklandi síðustu vikurnar. „Það var til dæmis keyrt á fjölda fólks á jólamarkaði í desember hérna í París. Þetta er svo alvöru hryðjuverkaárás. Það er svo langt síðan eitthvað svona hefur gerst í Frakklandi. Það eru allir í áfalli. Sérstaklega þar sem árásarmennirnir sluppu.“ Lea var utandyra þegar Vísir náði tali af henni og segir hún að fjöldi fólks hafi verið á ferli. „Maður er stressaður þegar maður fréttir af þessu en svo róar maður sig niður. Maður getur lítið gert í þessu og svo má heldur ekkert fara á taugum. Þeir vilja náttúrulega að maður verði hræddur og stressaður og það má ekkert. Það má ekki leyfa þeim að sigra og maður verður að vera rólegur.“ Tjáningarfrelsið sé mjög mikilvægt og sérstaklega í Frakklandi. „Charlie Hebdo segir svo mikið um stöðu tjáningarfrelsis og nú er ráðist á það. Það er því eitthvað mikið að og það verða allir að standa saman.“Frá vettvangi.Sérstakt andrúmsloft í neðanjarðarlestumLea segist sjálf mikið ferðast með neðanjarðarlestum og að stemningin þar hafi verið mjög sérstök að undanförnu. „Andrúmsloftið þar hefur verið mjög sérstakt frá því að þessar árásir urðu í desember, meðal annars á jólamarkaðnum. Það er líka búið að auka viðbúnað. Það eru fleiri hermenn og lögreglumenn sýnilegir.“ Hún segir að svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi verið að ráðast á einhver tákn. „Tjáningarfrelsið í dag, og svo var það jólamarkaðurinn um daginn. Það er ákveðin hræðsla í gangi. Fjölmiðlar eru búnir að ræða hvort þetta séu hryðjuverkaárásir, hvort þetta séu menn sem séu búnir að skipuleggja þetta eða eru þetta hafi verið einhverjir brjálæðingar sem hafi staðið fyrir árásum síðustu vikna. Þetta er hins vegar klárlega skipulögð árás og það er öðruvísi.“ Árásin átti sér stað í ellefta hverfi borgarinnar. „Það er aðeins ódýrari húsnæði þar. Margir vinir mínir búa þar og þetta er mikið djammhverfi, margir barir og skemmtistaðir. Maður veit ekkert hvar þessir menn eru núna. Og þeir eru líka með vopnin sín. Ég vildi óska þess að ég væri komin aftur til Dalvíkur,“ segir Lea, en faðir Leu býr á Dalvík.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19