Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2015 11:00 Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Gunna Dís, kynnar Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins hafa brotið gegn eigin reglum með því að opinbera ekki nöfn fimm manna dómnefndar viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Þessi fimm manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi á móti símakosningu almennings í úrslitaþættinum næstkomandi laugardagskvöld. Samkvæmt 22. grein í reglum um Söngvakeppni Sjónvarpsins ber að opinbera nöfn dómnefndarmanna í síðasta lagi viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar og því ljóst að ekki hefur verið farið eftir þessari reglu. „Því miður þurfti aðeins að breyta til þannig að við þurfum daginn í dag til að festa þetta,“ segir Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri keppninnar um þetta brot á reglum Söngvakeppninnar. Hera segir tilkynningar að vænta síðar í dag eða á morgun þar sem nöfn dómnefndarmanna verða opinberuð.Haukur Heiðar flytur Milljón augnablik sem var valið af leynidómnefnd í úrslitaþátt Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er Karl Olgeir Olgeirsson sem á einnig texta lagsins ásamt Hauki Heiðari. Vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Leynidómnefndin ekki opinberuð Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram síðastliðinn laugardag og er nú ljóst hvaða lög keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fer fram í Vín í Austurríki í maí. Sex þessara laga voru valin af almenningi í gegnum símakosningu en lag Karls Olgeirs Olgeirssonar, Milljón augnablik, var valið inn í úrslitaþáttinn af sérstakri dómnefnd. Lagið er flutt af Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara Diktu. Hera Ólafsdóttir segir dómnefndina sem valdi lagið áfram í úrslit Söngvakeppninnar ekki þá sömu og þá sem mun hafa áhrif á úrslitin næstkomandi laugardagskvöldi. Þá segir Hera nöfn þeirra sem skipa þessa dómnefnd ekki fást uppgefin.„Ætlum að halda því fyrir okkur“ „Það hefur ekki verið gert áður og við ætlum að halda því fyrir okkur,“ segir Hera. Í fyrra átti Karl Olgeir lagið Lífið kviknar á ný í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið var ekki valið af almenningi í símakosningu í undankeppninni en komst inn í úrslit Söngvakeppninnar fyrir tilstilli dómnefndar. Á úrslitakvöldinu fór lagið í tveggja laga einvígi við lag Pollapönkara, Enga fordóma, þar sem þau kepptu um að verða framlag Íslendinga í Eurovision árið 2014. Þessi tvö lög voru valin í einvígið af áhorfendum með símakosningu og sérstakri dómnefnd. Í einvíginu sjálfu var aðeins tekið mið af símakosningu áhorfenda og fór það svo að Pollapönkarar stóðu uppi sem sigurvegarar.María Ólafsdóttir mun flytja lagið Lítil skref í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Dómnefndin á úrslitakvöldinu í fyrra fékkst ekki uppgefin en í ár verða nöfnin gefin upp. Er það í ætt við Eurovision sem opinberar nöfn dómnefndarmanna frá hverju landi. Hera tekur fram að þeir sem skipuðu leynidómnefndina, sem hafði áhrif á hvaða lag sem ekki komst áfram í símakosningu færi áfram í úrslitaþáttinn síðastliðið laugardagskvöld, tilheyri ekki sérstakri valnefnd sem velur lögin inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins hafa brotið gegn eigin reglum með því að opinbera ekki nöfn fimm manna dómnefndar viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Þessi fimm manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi á móti símakosningu almennings í úrslitaþættinum næstkomandi laugardagskvöld. Samkvæmt 22. grein í reglum um Söngvakeppni Sjónvarpsins ber að opinbera nöfn dómnefndarmanna í síðasta lagi viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar og því ljóst að ekki hefur verið farið eftir þessari reglu. „Því miður þurfti aðeins að breyta til þannig að við þurfum daginn í dag til að festa þetta,“ segir Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri keppninnar um þetta brot á reglum Söngvakeppninnar. Hera segir tilkynningar að vænta síðar í dag eða á morgun þar sem nöfn dómnefndarmanna verða opinberuð.Haukur Heiðar flytur Milljón augnablik sem var valið af leynidómnefnd í úrslitaþátt Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er Karl Olgeir Olgeirsson sem á einnig texta lagsins ásamt Hauki Heiðari. Vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Leynidómnefndin ekki opinberuð Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram síðastliðinn laugardag og er nú ljóst hvaða lög keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fer fram í Vín í Austurríki í maí. Sex þessara laga voru valin af almenningi í gegnum símakosningu en lag Karls Olgeirs Olgeirssonar, Milljón augnablik, var valið inn í úrslitaþáttinn af sérstakri dómnefnd. Lagið er flutt af Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara Diktu. Hera Ólafsdóttir segir dómnefndina sem valdi lagið áfram í úrslit Söngvakeppninnar ekki þá sömu og þá sem mun hafa áhrif á úrslitin næstkomandi laugardagskvöldi. Þá segir Hera nöfn þeirra sem skipa þessa dómnefnd ekki fást uppgefin.„Ætlum að halda því fyrir okkur“ „Það hefur ekki verið gert áður og við ætlum að halda því fyrir okkur,“ segir Hera. Í fyrra átti Karl Olgeir lagið Lífið kviknar á ný í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið var ekki valið af almenningi í símakosningu í undankeppninni en komst inn í úrslit Söngvakeppninnar fyrir tilstilli dómnefndar. Á úrslitakvöldinu fór lagið í tveggja laga einvígi við lag Pollapönkara, Enga fordóma, þar sem þau kepptu um að verða framlag Íslendinga í Eurovision árið 2014. Þessi tvö lög voru valin í einvígið af áhorfendum með símakosningu og sérstakri dómnefnd. Í einvíginu sjálfu var aðeins tekið mið af símakosningu áhorfenda og fór það svo að Pollapönkarar stóðu uppi sem sigurvegarar.María Ólafsdóttir mun flytja lagið Lítil skref í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Dómnefndin á úrslitakvöldinu í fyrra fékkst ekki uppgefin en í ár verða nöfnin gefin upp. Er það í ætt við Eurovision sem opinberar nöfn dómnefndarmanna frá hverju landi. Hera tekur fram að þeir sem skipuðu leynidómnefndina, sem hafði áhrif á hvaða lag sem ekki komst áfram í símakosningu færi áfram í úrslitaþáttinn síðastliðið laugardagskvöld, tilheyri ekki sérstakri valnefnd sem velur lögin inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37