Báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2015 14:45 Eyðileggingin á Gasa ströndinni var gífurleg. Vísir/AFP „Umfang eyðileggingarinnar og þjáninga á Gasa var fordæmalaust og mun hafa áhrif á kynslóðir framtíðarinnar.“ Þetta sagði Mary McGowan, formaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Nefndin rannsakaði átökin á Gasa ströndinni í fyrra og komst að þeirri niðurstöðu að bæði Ísraelar og Palestínumenn væru sekir um stríðsglæpi. Palestína er nú aðili að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og hafa þeir reynt að fá Ísraela ákærða fyrir stríðsglæpi sumarið 2014. Pressan er því meiri fyrir Ísrael en hún hefur verið áður. Leiðtogar bæði Ísrael og Palestínu hafa hafnað niðurstöðum nefndarinnar. Þar segir að Palestínumenn hafi miðað flugskeytum sínum á almenna borgara og að Ísraelsmenn hafi beitt óhóflegu afli á Gasa. Átökin hófust þann 8. júlí, eftir að rán og morð á þremur ísraelskum unglingum. Skömmu seinna var palestínskum unglingi rænt og hann brenndur lifandi. Ísraelar handtóku hundruð grunaðra meðlima Hamas samtakanna og Palestínumenn fjölguðu flugskeytaárásum sínum. Ísraelar gerðu minnst sex þúsund loftárásir og skutu um 50 þúsunda fallbyssu- og skriðdrekaskotum á þeim 51 degi sem átökin stóðu yfir. 2.251 Palestínumenn létu lífið. Þar af voru 1.462 almennir borgarar, en þriðjungur þeirra voru börn. Palestínumenn skutu 4.881 eldflaugum og vörpuðu 1.753 sprengjum á Ísrael á sama tíma. 73 Ísraelar létu lífið. Þar af sex borgarar og um 1.600 særðust.Mary McGowan, formaður rannsóknarnefndarinnar, og Doudou Diene, meðlimur nefndarinnar, blaðamannafundi í dag.Vísir/AFPSamkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna féllu hundruð borgara á heimilum sínum. Vitni lýstu því fyrir nefndinni hvernig hús sem urðu fyrir loftárásum féllu í hrúgu af braki og ryki. Meðlimur Al Najjar fjölskyldunnar lýsir einni árás á þennan hátt: „Ég vaknaði á sjúkrahúsinu og komst seinn að því að systir mín, móðir og börnin mín dóu.“ Alls dóu nítján fjölskyldumeðlimir hennar í loftárás þann 26. júlí 2014. „Við dóum öll þann dag. Líka þau sem lifðu af.“ Í skýrslunni kemur fram að minnst 142 fjölskyldur hafi misst þrjá eða fleiri meðlimi í loftárásum á íbúðarhús. Minnst 742 létu lífið í slíkum árásum. Þar að auki kemur fram að það að Ísraelar hafi ekki endurskoðað loftárásir sínar, jafnvel eftir að manntjón borgara hafi komið fram, veki upp spurningar um hvort þetta hafi verið liður í stefnu Ísraelsmanna. Skýrsluna sem og frekari myndrænar upplýsingar má finna hér á vef Sameinuðu þjóðanna.Hér má sjá hvernig heilt hverfi á Gaza ströndinni var jafnað við jörðu á einungis einni klukkustund. Hér má sjá frekari upplýsingar um ástandið á Gaza.Mynd/SÞRannsóknarnefndin segir að Ísraelar hafi beitt vopnum sem hafi stóran sprengiradíus. Þó slík vopn séu ekki ólögleg, er víst að með því að beita þeim á svo þéttbýlu svæði hafi öllum verið ljóst að mannfall borgara hafi verið óhjákvæmilegt. Einnig virðist sem að Ísraelsher hafi varað fólk við að yfirgefa tiltekin svæði og sjálfvirkt álitið alla sem eftir urðu sem vígamenn. Ísraelar neituðu að starfa með rannsóknarnefndinni. Samkvæmt BBC segja þeir að nefndin sé hlutdræg og að hún hafi ákveðið fyrirfram að Ísraelar væru sekir. Rannsóknarnefndin fordæmdi aftökur manna á Gasa ströndinni sem sakaðir voru um að starfa með Ísraelsmönnum. Ísraelar sögðu Palestínumenn hafa notað almenna borgara sem skjöld. Þeir hafi skotið eldflaugum sínum úr íbúðahverfum, skólum og moskum. Ísrael segir að niðurstöður skýrslunnar hafi verið ákveðnar fyrirfram. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að Ísrael „fremdi ekki stríðsglæpi. Ísrael ver sig gegn hryðjuverkasamtökum sem kalli eftir gereyðingu Ísrael og fremja ýmsa stríðsglæpi.“ Háttsettur embættismaður Hamas samtakanna sagði skýrsluna „skapa falskt samhengi á milli fórnarlamba og morðingja“. Hann sagði að eldflaugum Hamas hefði verið miðað á herstöðvar og hernaðarskotmörk.Fjöldi heimili voru gereyðilögð.Vísir/AFP Fréttaskýringar Gasa Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
„Umfang eyðileggingarinnar og þjáninga á Gasa var fordæmalaust og mun hafa áhrif á kynslóðir framtíðarinnar.“ Þetta sagði Mary McGowan, formaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Nefndin rannsakaði átökin á Gasa ströndinni í fyrra og komst að þeirri niðurstöðu að bæði Ísraelar og Palestínumenn væru sekir um stríðsglæpi. Palestína er nú aðili að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og hafa þeir reynt að fá Ísraela ákærða fyrir stríðsglæpi sumarið 2014. Pressan er því meiri fyrir Ísrael en hún hefur verið áður. Leiðtogar bæði Ísrael og Palestínu hafa hafnað niðurstöðum nefndarinnar. Þar segir að Palestínumenn hafi miðað flugskeytum sínum á almenna borgara og að Ísraelsmenn hafi beitt óhóflegu afli á Gasa. Átökin hófust þann 8. júlí, eftir að rán og morð á þremur ísraelskum unglingum. Skömmu seinna var palestínskum unglingi rænt og hann brenndur lifandi. Ísraelar handtóku hundruð grunaðra meðlima Hamas samtakanna og Palestínumenn fjölguðu flugskeytaárásum sínum. Ísraelar gerðu minnst sex þúsund loftárásir og skutu um 50 þúsunda fallbyssu- og skriðdrekaskotum á þeim 51 degi sem átökin stóðu yfir. 2.251 Palestínumenn létu lífið. Þar af voru 1.462 almennir borgarar, en þriðjungur þeirra voru börn. Palestínumenn skutu 4.881 eldflaugum og vörpuðu 1.753 sprengjum á Ísrael á sama tíma. 73 Ísraelar létu lífið. Þar af sex borgarar og um 1.600 særðust.Mary McGowan, formaður rannsóknarnefndarinnar, og Doudou Diene, meðlimur nefndarinnar, blaðamannafundi í dag.Vísir/AFPSamkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna féllu hundruð borgara á heimilum sínum. Vitni lýstu því fyrir nefndinni hvernig hús sem urðu fyrir loftárásum féllu í hrúgu af braki og ryki. Meðlimur Al Najjar fjölskyldunnar lýsir einni árás á þennan hátt: „Ég vaknaði á sjúkrahúsinu og komst seinn að því að systir mín, móðir og börnin mín dóu.“ Alls dóu nítján fjölskyldumeðlimir hennar í loftárás þann 26. júlí 2014. „Við dóum öll þann dag. Líka þau sem lifðu af.“ Í skýrslunni kemur fram að minnst 142 fjölskyldur hafi misst þrjá eða fleiri meðlimi í loftárásum á íbúðarhús. Minnst 742 létu lífið í slíkum árásum. Þar að auki kemur fram að það að Ísraelar hafi ekki endurskoðað loftárásir sínar, jafnvel eftir að manntjón borgara hafi komið fram, veki upp spurningar um hvort þetta hafi verið liður í stefnu Ísraelsmanna. Skýrsluna sem og frekari myndrænar upplýsingar má finna hér á vef Sameinuðu þjóðanna.Hér má sjá hvernig heilt hverfi á Gaza ströndinni var jafnað við jörðu á einungis einni klukkustund. Hér má sjá frekari upplýsingar um ástandið á Gaza.Mynd/SÞRannsóknarnefndin segir að Ísraelar hafi beitt vopnum sem hafi stóran sprengiradíus. Þó slík vopn séu ekki ólögleg, er víst að með því að beita þeim á svo þéttbýlu svæði hafi öllum verið ljóst að mannfall borgara hafi verið óhjákvæmilegt. Einnig virðist sem að Ísraelsher hafi varað fólk við að yfirgefa tiltekin svæði og sjálfvirkt álitið alla sem eftir urðu sem vígamenn. Ísraelar neituðu að starfa með rannsóknarnefndinni. Samkvæmt BBC segja þeir að nefndin sé hlutdræg og að hún hafi ákveðið fyrirfram að Ísraelar væru sekir. Rannsóknarnefndin fordæmdi aftökur manna á Gasa ströndinni sem sakaðir voru um að starfa með Ísraelsmönnum. Ísraelar sögðu Palestínumenn hafa notað almenna borgara sem skjöld. Þeir hafi skotið eldflaugum sínum úr íbúðahverfum, skólum og moskum. Ísrael segir að niðurstöður skýrslunnar hafi verið ákveðnar fyrirfram. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að Ísrael „fremdi ekki stríðsglæpi. Ísrael ver sig gegn hryðjuverkasamtökum sem kalli eftir gereyðingu Ísrael og fremja ýmsa stríðsglæpi.“ Háttsettur embættismaður Hamas samtakanna sagði skýrsluna „skapa falskt samhengi á milli fórnarlamba og morðingja“. Hann sagði að eldflaugum Hamas hefði verið miðað á herstöðvar og hernaðarskotmörk.Fjöldi heimili voru gereyðilögð.Vísir/AFP
Fréttaskýringar Gasa Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira