Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 80-55 | Ágætis byrjun hjá strákunum Tómas Þór Þórðarson í Icelandic Glacier-höllinni skrifar 7. ágúst 2015 17:07 Haukur Helgi Pálsson, Hörður Axel Vilhjálmsson og Brynjar Þór Björnsson kátir eftir leik. Vísir/óój Ágætis byrjun söng Sigur Rós forðum og þau orð má hafa um fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins í körfubolta í undirbúningi liðsins fyrir EM í Berlín. Strákarnir okkar unnu 25 stiga sigur á Hollandi, 80-55, í Þorlákshöfn en Holland er á leið á EM eins og Ísland. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik þar sem flest allt gekk upp. Varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og náðu okkar menn að halda hávöxnu liði Hollands (það eru reyndar öll lið hávaxin á miðað við okkur) í aðeins 30 stigum. Miklu munar á stærð leikmanna Íslands og Hollands undir körfunni en okkar menn gerðu vel í að tvöfalda og þrefalda á stóru stráka gestanna sem voru ekki nógu klókir eða einfaldlega nógu góðir til að komast úr þeirri stöðu. Hvort um vanmat hafi verið að ræða skal ekki segja, en íslenska liðið mætti af miklum krafti í leikinn og ætlaði sér klárlega sigur til að koma undirbúningnum fyrir EM almennilega af stað. Leikmennirnir virkuðu í góðum gír og á bekknum voru þjálfararnir á tánum frá fyrstu mínútu. Í sókninni gekk vel í fyrri hálfleik. Strákarnir settu niður fjóra þrista í tíu tilraunum og tvo af þeim átti Hlynur Bæringsson. Hlynur ekki þekktur fyrir sína þrumu-þrista en setti tvo af spjaldinu og niður. Náttúrlega bara dónalegt en vel þegin stig. Hann, Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson voru allt í öllu í sóknarleiknum í fyrri hálfleik en saman skoruðu þeir 34 stig af 43. Það var ekki oft sem íslenska liðið lenti í miklum vandræðum í sóknarleiknum og hefði forystan í hálfleik getað verið meiri með aðeins betri hittni. Staðan í hálfleik, 43-30. Brynjar skaut íslenska liðið af stað á nýJón Arnór fékk vel verðskuldaða nuddmeðferð að leik loknum.Vísir/Óskar ÓfeigurLeikáætlun Hollendinga virtist ansi einföld og höfðu þeir ekki svör framan af við firnasterkum varnarleik íslenska liðsins. Þjálfari liðsins var orðinn verulega pirraður á bekknum enda má ætla að hann kom ekki til Íslands til að tapa fyrir litla Íslandi í smekklegum bragga á Suðurlandi. Strákarnir okkar héldu ekki áfram í þriðja leikhluta eins og þeir voru að spila í öðrum. Varnarleikurinn var reyndar áfram góður en sóknarleikurinn algjör hörmung. Hollendingar rifu sig í gang í varnarleiknum og Ísland þurfti að fara að taka erfiðari skot. Stundum þurfti Ísland reyndar ekkert að taka erfið skot en ákvarðarnirnar í þriðja leikhluta voru slakar og skotin í takt við þær. Holland minnkaði muninn mest niður í sex stig. Ísland skoraði ekki nema sex stig fyrstu sjö mínútur þriðja leikhluta en bætti svo sjö við á síðustu tveimur mínútunum og kom muninum í ellefu stig, 56-45, fyrir lokafjórðunginn. Brynjar Þór Björnsson, stundum kallaður Brilli þristur, datt inn á undir lok þriðja leikhluta og setti niður dúndur þriggja stiga körfu úr horninu. Hann byrjaði svo fjórða leikhlutann á tveimur þriggja stiga körfum sem róaði taugarnar hjá íslenska liðinu og kveikti aftur neistann. Þetta er nákvæmlega það sem rulluspilararnir þurfa að gera; taka sínar mínútur af hörku og hafa þor til að skjóta. Það er reyndar aldrei vandamál hjá Brynjari: Hann elskar að skjóta og gerir það vel. Þrír þristar í þremur skotum; geggjuð innkoma. Þegar átta mínútur voru eftir af fjórða leikhluta var Ísland komið með afgerandi 21 stigs forskot, 66-45. Þar með var leik í raun lokið. Íslenska liðið hélt bara áfram að keyra á það hollenska og tók öll völd á vellinum. Skotin fóru aftur að detta og þegar Haukur Helgi, Jakob og Logi Gunnarsson settu niður þrjár þriggja stiga körfur í röð undir lok leiksins var munurinn orðinn 31 stig, 80-49. Í þeirri stöðu, þegar 90 sekúndur voru eftir, tók íslenska liðið leikhlé sem Hollendingarnir voru óánægðir með. "Hættið þessu, spilum bara," kallaði Toon van Helfteren, þjálfari Hollands, yfir á íslenska bekkinn en leikhléið var tekið. Kannski algjör óþarfi að taka þetta leiklé. Ísland landaði á endanum öruggum 25 stiga sigri, 80-55. Haukur Helgi Pálsson bar af í íslenska liðinu í kvöld og skoraði 23 stig, en hann var magnaður bæði í sókn og vörn. Það hefur varla liðið sá leikur undanfarin misseri þar sem hann spilar ekki eins og kóngur. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson skoraði tólf stig í fyrri hálfleik en hafði hægt um sig í þeim síðari og skoraði aðeins eitt stig. Hann var þó áfram frábær í varnarleiknum eins og allt liðið. Einu sem áttu í raun erfitt uppdráttar voru Martin Hermansson og Hörður Axel. Hjá Herði gekk ekkert í sóknarleiknum en varnarleikurinn var vesen hjá Martin og yfirgaf hann völlinn með fimm villur. Ekki amaleg byrjun á undirbúningi íslenska liðsins og sést að þetta lið getur gert ýmislegt þegar það spilar af svona krafti og varnarleikurinn er þetta flottur. Liðin mætast aftur í Laugardalshöll á sunnudaginn. Beina lýsingu blaðamanns úr höllinni má lesa hér fyrir neðan.Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik.Vísir/VilhelmPedersen: Holland er betra lið en þetta "Við getum ekki beðið um meira en þetta," sagði stóískur Craig Pedersen, þjálfari Íslands, við Vísi eftir 25 stiga sigurinn á Hollandi í Þorlákshöfn í kvöld. "Stigaskorið blekkir samt aðeins. Holland er miklu betra lið en þetta. Við sýndum samt flotta baráttu og sóknarleikurinn var flottur þrátt fyrir að það komu kaflar þar sem við hittum lítið." "Eitt af því sem við höfum talað um er að fá góð skot og það vorum við að gera þrátt fyrir að ekki allt hafi farið niður eins og framan af í þriðja leikhluta." Þjálfarinn var ánægður með baráttuna í liðinu og segir þennan kraft það eina sem dugar til þegar Ísland spilar við svona sterkar þjóðir og auðvitað mun sterkari á EM. "Við börðumst af krafti og tókum fráköst. Það eru smáatriði í kvöld sem við þurfum að laga fyrir næsta leik sem skiptu ekki máli í dag því sigurinn var svo stór. Í jafnari leik í september munu þessi smáatriði skipta sköpum," sagði Pedersen. "Íslenska liðið hefur samt alltaf spilað svona síðan ég byrjaði að þjálfa það. Ef við spilum ekki af svona krafti lendum við í vandræðum." Hann ítrekaði að hollenska liðið væri ekki jafn slakt og tölurnar í kvöld sýna og benti á hvernig það komst á EM. "Þetta hollenska lið er virkilega gott. Það vann Svartfjallaland í umspili um sæti á EM og við vitum alveg hvers gott lið Svartfjallaland er. Holland er betra en tölurnar sýna, en svona eru íþróttirnar," sagði Craig Pedersen.Haukur Helgi í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/DaníelHaukur Helgi: Mér líður mjög vel að spila fyrir Ísland "Þetta er aðeins betra en við mátti búast, en samt ekki," sagði glaðbeittur Haukur Helgi Pálsson, framherji íslenska liðsins, við Vísi eftir sigurinn í kvöld. "Við erum búnir að vinna í því sem við vildum vinna í og vorum að spila vel í dag. Þetta var bara flott." Ísland spilaði frábæran varnarleik í kvöld eins og sést á lokatölunum og Haukur var eðlilega ánægður með frammistöðuna í varnarleiknum. "Það er ekki hægt að biðja um betri tölur þannig lagað séð. Að halda svona liði í 55 stigum er bara frábært," sagði Haukur Helgi, en hvað var íslenska liðið að gera svona vel? "Samskiptin okkar voru frábær. Þegar við vorum að tvöfalda var alltaf einhver að passa sendingarnar út. Við vorum að gera það sem hefur vantað; vera ákveðnari þegar við tvöföldum. Það sást í dag, þeir komust ekkert út úr þessu." Sóknarleikurinn gekk í heildina vel fyrir utan byrjun þriðja leikhluta þar sem Ísland gat ekki keypt sér stig. Strákarnir voru þó að finna skotfæri. "Það er ekki hægt að búast við að hitta úr öllum skotum. En á meðan við fáum þessi opnu skot er ég mjög sáttur og við allir," sagði Haukur Helgi. Þessi öflugi framherji hefur spilað frábærlega fyrir íslenska liðið undanfarin misseri, en það líður varla sá leikur þar sem hann er ekki einn af albestu mönnum liðsins eða sá besti. "Maður gírast upp við að spila fyrir Ísland. Mér líður mjög vel að spila fyrir Ísland og hefur alltaf gert. Það er gaman að spila fyrir þjóðina sína og þessa stráka sem gefa mér traustið. Það er líklega ástæðan fyrir því að ég spila vel í þessum búning," sagði Haukur Helgi, en er ekki svona frammistaða eina sem dugar gegn þetta sterkum mótherja? "Það að við gerðum svona vel í fráköstum til dæmis miðað við hversu miklu stærri þeir eru var flott. Þetta er það sem við gerðum að gera til að eiga möguleika á að vinna lið á EM og vinna Hollendingana aftur. Við verðum að frákasta almennilega og stíga menn út," sagði Haukur Helgi Pálsson.Vísir/Andri MarinóÍsland 80-55 Holland(22-10, 21-20, 13-15, 24-10)Ísland: Haukur Helgi Pálsson 23/9 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 15/7 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 13/9 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Jakob Örn Sigurðarson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 5/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 3, Logi Gunnarsson 2, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 2, Martin Hermannsson 2, Sigurður Á. Þorvaldsson 0, Axel Kárason 0.Holland: Henk Norel 11/6 fráköst, Worthy de Jong 8/6 stoðsendingar, Kees Akerboom 7, Leon Williams 6, Robin Smeulders 5, Roeland Schaftenaar 5, Ralf de Pagter 4/10 fráköst, Charlon Kloof 3, Arvin Slagter 2/4 fráköst, Thomas Koenis 2, Yannick Franke 2, Jason Dourisseau 0[Bein lýsing] 40. mín (80-55) Glæsilegur 25 stiga sigur staðreynd í Þorlákshöfn í kvöld. 38. mín (75-47) Haukur Helgi setur niður þriggja stiga skot og er kominn með 23 stig. Búinn að vera fáránlega góður í kvöld. Munurinn er 28 stig og þetta lið er á leið á EM. Ekki slæmt. Jón Arnór hvílir bara á bekknum. 37. mín (72-47) Loksins datt skot hjá Herði Axel sem hefur ekki spilað vel í sókninni í kvöld. Myndarlegur þristur úr horninu sem syngur í netinu. Jakob bætir svo við annarri þriggja stiga körfu. 35. mín (66-47) Eftir tæpar tvær mínútur án stiga hjá báðum liðum skora Hollendingar úr tveimur vítaskotum. 33. mín (66-45) Þriðji þristurinn í röð hjá Brynjari og tvö stig frá Jóni Arnóri. Geggjað! Hollenski þjálfarinn tekur leikhlé. Ísland aftur í flottum gír. 31. mín (61-45) Brilli heldur bara áfram og byrjar fjórða leikhlutann á þriggja stiga körfu. Glæsilegt! Haukur Helgi bætir við úr hraðaupphlaupi eftir stolinn bolta hjá Martin. 30. mín (56-45) Brynjar Þór Björnsson kemur inn á í fyrsta sinn og dúndrar niður þriggja stiga skoti úr horninu. Maðurinn er ekki kallaður Brilli þristur að ástæðulausu. Mikilvæg karfa fyrir okkar menn. Haukur Helgi nær í annað par af vítaskotum og setur bæði niður. Fínn endir á annars frekar slöppum leikhluta. Ellefu stiga munur. 29. mín (49-42) Haukur Helgi nær í tvö vítaskot og skorar úr þeim báðum. Aðeins fimmta og sjötta stig Íslands í seinni hálfleik. Hinum megin ver Ragnar svo skot Kees Akerboom með tilþrifum og heimamaðurinn fær dúndrandi lófatak úr stúkunni. 28. mín (47-41) Roeland Schaftenaar setur niður þriggja stiga skot og munurinn aðeins sex stig. Ísland tekur leikhlé. "Nú erum við að verjast og taka fráköst, þess vegna gengur sóknarleikurinn betur," segir Leon Williams, leikmaður Hollands, við sína menn í leikhléinu. 27. mín (47-38) Holland minnkar muninn í níu stig. Við verðum að fara að taka betri ákvarðanir í sókninni. Hörður Axel með tvö skelfileg skot í röð. Strákarnir hitta ekki neitt. 26. mín (47-36) Loksins aftur karfa og það eru Hollendingar sem setja niður tvist. Skotin okkar eru afskaplega vond núna. Vantar mun meira flæði í sóknina. 24. mín (47-34) Hátt tempó í leiknum núna sem Hollendingarnir ráða illa við og við reyndar líka í sókninni þó varnarleikurinn sé áfram frábær. Þjálfari gestanna biður sína menn um að róa sig. Það fer samt ekkert ofan í. Hlynur klikkar undir körfunni galopinn. 22. mín (46-34) Haukur Helgi sér minnstu glufu á vörninni og keyrir í gegn. Það er brotið á honum í sniðskoti en hann setur boltann ofan í við mikinn fögnuð áhorfenda. Hittir samt ekki úr vítaskotinu, því miður. 22. mín (44-32) Hlynur skorar fyrsta stig Íslands af vítalínunni. Sótti þessi vítaskot sjálfur með mikilli hörku. Fyrirliðastig. 21. mín (43-32) Henk Norel byrjar seinni hálfleikinn á tveimur stigum með ágætu sveifluskoti. Tölfræði úr fyrri hálfleik: Hlynur Bæringsson er stigahæstur í íslenska liðinu með tólf stig. Hann skoraði úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum og að auki er hann með fjögur fráköst. Jón Arnór og Haukur Helgi eru báðir með ellefu stig. Aðeins átta stig í 1000. stigið hjá Jóni. Íslenska liðið er að hitta 57 prósent í teignum og 40 prósent fyrir utan. Þá er Ísland að vinna frákastabaráttuna, 18-16. Hollendingar eru aðeins með eitt skot niður af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. 20. mín (43-30) HÁLFLEIKUR. Haukur Helgi toppar frábæran fyrri hálfleik hjá sér með þriggja stiga körfu. Flott að halda liði sem er á leið á EM í 30 stigum. Varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. 19. mín (38-23) Já, já, já! Haukur Helgi eltir uppi leikmann Hollands í hraðaupphlaupi og FEISAR hann í drasl er hann ætlar að leggja boltann auðveldlega ofan í körfuna. Ver sem sagt skotið. Jón Arnór neglir svo í þrist hinum megin til að svekkja þá enn þá meira. 18. mín (35-23) "12 og 44 eru slakir varnarlega," kallar Finnur Freyr, aðstoðarþjálfari, á strákana. Jón Arnór skorar svo úr einu vítaskoti og er kominn með sex stig. Hann vantar þrettán í viðbót til að ná 1000. stiginu. 16. mín (32-21) Hlynur fyrirliði með annan þrist af spjaldinu. Svakalega dónalegt. Henk Norel skorar tvist hinum megin. Hollendingar komnir í betri gír núna. 15. mín (29-19) Pavel kemst í vandræði undir körfunni og ætlar að gefa boltann út í hornið á Jón Arnór en bombar boltanum í hringinn og út á Hörð Axel. Ritaraborðið gleymir að endurstilla skotklukkuna og tíminn rennur út á Ísland. Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari, ekkert sérstaklega ánægður með þetta en hægt að fyrirgefa ein mistök. 14. mín (29-19) Íslenska liðið heldur áfram að koma sér í fín skotfæri fyrir utan en boltinn ekki að detta ofan í núna. Pavel og Haxel brenna báðir af opnum skotum. Holland minnkar muninn í tíu stig af vítalínunni. 12. mín (27-15) Nei, þetta er náttúrlega bannað! Hlynur Bæringsson neglir í einn þrist og boltinn fer í spjaldið, rúllar allan hringinn, aftur í spjaldið og svo ofan í. Skamm. Hollendingar svara með þristi hinum megin. 12. mín (24-12) Haukur Helgi opnar annan leikhluta á ansi löngum tvisti með mann í andlitinu. Svo falleg stroka í skotinu hjá honum. Úff. 10. mín (22-10) Fyrsta leikhluta lokið og Ísland með tólf stiga forskot. Frábær leikhluti og varnarleikurinn algjört konfekt. Hollendingar fá þrjú skot undir körfunni til að minnka muninn á síðustu sekúndunum en hitta ekkert. Gestirnir líta ekkert svakalega vel út til að byrja með. En frábær byrjun hjá okkar mönnum. Haukur Helgi og Hlynur eru stigahæstir með sex hvor. 9. mín (19-10) Ísland heldur enn ágætu forskoti þökk sé varnarleiknum. Það eru líka fínir hlutir að gerast í sókninni. Risinn Ragnar kemst á blað þegar hann blakar niður misheppnuðu skoti Pavels. Vel gert hjá stóra stráknum okkar. 7. mín (15-10) Roeland Schaftenaar er kominn inn á, annars stór sem plantar sér undir körfuna. Williams leggur upp á hann með sendingu aftur fyrir bak. Smekklega gert. Ísland er að tvöfalda og þrefalda á stóru strákana undir körfunni og gerir það ágætlega. 6. mín (13-8) Hollendingar reyna mikið að sækja hratt að körfunni með litla manninum Leon Williams. Hann er ansi snöggur. Annars er bara reynt að troða boltanum inn á stóru mennina. Ísland enn að spila fína vörn. Williams minnkar muninn með körfu um leið og skotklukkan rennur út. 4. mín (8-2) Enn og aftur vinnur íslenska liðið boltann og Pavel skorar með fallegu sniðskoti eftir að ráðast að körfunni og fær vítaskot að auki. Þjálfari Hollands tekur leikhlé enda gengur gestunum ekkert í sóknarleiknum. 4. mín (6-2) Mikill kraftur í okkar mönnum til að byrja með. Þeir hafa góðar gætur á stóra manninum Norel undir körfunni. Hlynur fiskar tvö vítaskot af harðfylgi og skorar úr þeim báðum. 3. mín (4-2) Henk Norel jafnar metin með körfu eftir skyndisókn en Haukur Helgi kemur Íslandi aftur í forystuna. 2. mín (2-0) Ísland er búið að ná stoppi í fyrstu þremur sóknum Hollands. Fínn varnarleikur á fyrstu sekúndunum. 1. mín (2-0) Hlynur Bæringsson skorar fyrstu stigin undir körfunni eftir glæsilegan undirbúning Jóns Arnórs. 1. mín (0-0) Leikur hafinn. Áfram Ísland. Fyrir leik: Formlegheitum lokið. Þrjár mínútur í leik. Þetta er að hefjast. Fyrir leik: Þá er leikmannakynningin að hefjast og í framhaldi af henni verða þjóðsöngvarnir spilaðir. Fyrir leik: Sigmundur Már Herbertsson mun dæma á EM, en hann verður auðvitað ekki með strákunum í Berlín. Sigmundur, sem er afskaplega fær og virtur dómari í Evrópu, dæmir í riðlinum sem fram fer í Ríga í Lettlandi. Fyrir leik: Tveir Íslendingar; Sigmundur Már Herbertsson og Davíð Tómas Tómasson, dæma leikinn í kvöld ásamt Hollendingnum Anthonie Sinterniklaas. Davíð Tómas er auðvitað best þekktur sem rapparinn Dabbi T sem átti bestu rímu ársins 2012 í laginu 112 með Blaz Roca á Kópacabana-plötunni. Fyrir leik: Það er svo nóg að gera hjá fjölskyldu Ragnars því Þorsteinn, bróðir hans, sem er líka leikmaður Þórs, er að sjá um allt í kringum leikinn ásamt móður þeirra sem er formaður deildarinnar. Körfuboltafjölskylda par excellence. Fyrir leik: Baldur Þór Ragnarsson, leikmaður heimamanna í Þór, stýrir upphitun íslenska liðsins. Baldur er gríðarlega fær einkaþjálfari og er nú alltaf með A-landsliðunum sem styrktarþjálfari og stýrir upphitun. Fyrir leik: Hollendingarnir eru búnir að skila inn skýrslu þar sem aðeins tólf af fimmtán í þeirra hópi mega spila í kvöld. Sean Cunningham verður ekki með í kvöld en Íslandsmeistarinn Jason Dourisseau spilar. Fyrir leik: Fyrstu áhorfendur eru mættir. Væntanlega smá spenna fyrir leiknum enda ekki á hverjum degi sem landsleikur sem er spilaður í Þorlákshöfn. Einn af þeim fyrstu til að mæta er eldri maður með sjóarahatt. Greinilega mikill fagmaður. Fyrir leik: Liðin eru mætt til upphitunnar. Hollendingarnir eru með átta stráka sem eru 200 cm eða hærri. Ísland er með fjóra slíka. Stærsti maður vallarins verður risinn Ragnar Nathanaelsson með alla sína 218 cm. Hann er kominn heim eftir ársdvöl í Svíþjóð og spilar á heimavelli í kvöld, en Ragnar gekk aftur í raðir Þórs í sumar. Fyrir leik: Hollenska liðið er ekkert grín þó Hollendingar séu betur þekktir fyrir fótbolta og spretthlaup á skautum. Holland er með tvo Bandaríkjamenn innanborðs eins og kemur fram hér að neðan og þá er Henk Norel fyrrverandi samherji Jóns Arnórs Stefánssonar hjá CAI Zaragoza. Holland er á leiðinni á EM eins og Ísland en var öllu heppnara með riði. Fyrir leik: Með hollenska liðinu spila tveir Íslandsvinir eins og Vísir greindi frá í vikunni. Jason Dourisseau (KR 2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastóli 2010-2011. Fyrir leik: Þetta er fyrsti leikur strákanna okkar í undirbúningi liðsins fyrir stóru stundina í Berlín þar sem Ísland verður á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska liðið á eftir að ferðast mikið á næstu vikum og keppa á tveimur æfingamótum.Fyrir leik: Helgi Már Magnússon, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Ægir Þór Steinarsson eru utan hóps í kvöld. Ísland teflir því fram eftirfarandi leikmönnum: 3 Martin Hermannsson, 4 Brynjar Þór Björnsson, 5 Ragnar Nathanaelsson, 6 Jakob Örn Sigurðarson, 7 Axel Kárason, 8 Hlynur Bæringsson, 9 Jón Arnór Stefánsson, 11 Sigurður Þorvaldsson, 13 Hörður Axel Vilhjálmsson, 14 Logi Gunnarsson, 15 Pavel Ermonlinskij, 24 Haukur Helgi Pálsson.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin til leiks. Hér verður fylgst með vináttulandsleik Íslands og Hollands í Þorlákshöfn.Lið Íslands: 3 - Martin Hermannsson, 4 - Brynjar Þór Björnsson, 5 - Ragnar Á. Nathanaelsson, 6 - Jakob Örn Sigurðarson, 7 - Axel Kárason, 8 - Hlynur Bæringsson, 9 - Jón Arnór Stefánsson, 11 Sigurður Þorvaldsson, 13 - Hörður Axel Vilhjálmsson, 14 - Logi Gunnarsson, 15 - Pavel Ermolinskij, 24 - Haukur Helgi Pálsson. EM 2015 í Berlín Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Ágætis byrjun söng Sigur Rós forðum og þau orð má hafa um fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins í körfubolta í undirbúningi liðsins fyrir EM í Berlín. Strákarnir okkar unnu 25 stiga sigur á Hollandi, 80-55, í Þorlákshöfn en Holland er á leið á EM eins og Ísland. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik þar sem flest allt gekk upp. Varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og náðu okkar menn að halda hávöxnu liði Hollands (það eru reyndar öll lið hávaxin á miðað við okkur) í aðeins 30 stigum. Miklu munar á stærð leikmanna Íslands og Hollands undir körfunni en okkar menn gerðu vel í að tvöfalda og þrefalda á stóru stráka gestanna sem voru ekki nógu klókir eða einfaldlega nógu góðir til að komast úr þeirri stöðu. Hvort um vanmat hafi verið að ræða skal ekki segja, en íslenska liðið mætti af miklum krafti í leikinn og ætlaði sér klárlega sigur til að koma undirbúningnum fyrir EM almennilega af stað. Leikmennirnir virkuðu í góðum gír og á bekknum voru þjálfararnir á tánum frá fyrstu mínútu. Í sókninni gekk vel í fyrri hálfleik. Strákarnir settu niður fjóra þrista í tíu tilraunum og tvo af þeim átti Hlynur Bæringsson. Hlynur ekki þekktur fyrir sína þrumu-þrista en setti tvo af spjaldinu og niður. Náttúrlega bara dónalegt en vel þegin stig. Hann, Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson voru allt í öllu í sóknarleiknum í fyrri hálfleik en saman skoruðu þeir 34 stig af 43. Það var ekki oft sem íslenska liðið lenti í miklum vandræðum í sóknarleiknum og hefði forystan í hálfleik getað verið meiri með aðeins betri hittni. Staðan í hálfleik, 43-30. Brynjar skaut íslenska liðið af stað á nýJón Arnór fékk vel verðskuldaða nuddmeðferð að leik loknum.Vísir/Óskar ÓfeigurLeikáætlun Hollendinga virtist ansi einföld og höfðu þeir ekki svör framan af við firnasterkum varnarleik íslenska liðsins. Þjálfari liðsins var orðinn verulega pirraður á bekknum enda má ætla að hann kom ekki til Íslands til að tapa fyrir litla Íslandi í smekklegum bragga á Suðurlandi. Strákarnir okkar héldu ekki áfram í þriðja leikhluta eins og þeir voru að spila í öðrum. Varnarleikurinn var reyndar áfram góður en sóknarleikurinn algjör hörmung. Hollendingar rifu sig í gang í varnarleiknum og Ísland þurfti að fara að taka erfiðari skot. Stundum þurfti Ísland reyndar ekkert að taka erfið skot en ákvarðarnirnar í þriðja leikhluta voru slakar og skotin í takt við þær. Holland minnkaði muninn mest niður í sex stig. Ísland skoraði ekki nema sex stig fyrstu sjö mínútur þriðja leikhluta en bætti svo sjö við á síðustu tveimur mínútunum og kom muninum í ellefu stig, 56-45, fyrir lokafjórðunginn. Brynjar Þór Björnsson, stundum kallaður Brilli þristur, datt inn á undir lok þriðja leikhluta og setti niður dúndur þriggja stiga körfu úr horninu. Hann byrjaði svo fjórða leikhlutann á tveimur þriggja stiga körfum sem róaði taugarnar hjá íslenska liðinu og kveikti aftur neistann. Þetta er nákvæmlega það sem rulluspilararnir þurfa að gera; taka sínar mínútur af hörku og hafa þor til að skjóta. Það er reyndar aldrei vandamál hjá Brynjari: Hann elskar að skjóta og gerir það vel. Þrír þristar í þremur skotum; geggjuð innkoma. Þegar átta mínútur voru eftir af fjórða leikhluta var Ísland komið með afgerandi 21 stigs forskot, 66-45. Þar með var leik í raun lokið. Íslenska liðið hélt bara áfram að keyra á það hollenska og tók öll völd á vellinum. Skotin fóru aftur að detta og þegar Haukur Helgi, Jakob og Logi Gunnarsson settu niður þrjár þriggja stiga körfur í röð undir lok leiksins var munurinn orðinn 31 stig, 80-49. Í þeirri stöðu, þegar 90 sekúndur voru eftir, tók íslenska liðið leikhlé sem Hollendingarnir voru óánægðir með. "Hættið þessu, spilum bara," kallaði Toon van Helfteren, þjálfari Hollands, yfir á íslenska bekkinn en leikhléið var tekið. Kannski algjör óþarfi að taka þetta leiklé. Ísland landaði á endanum öruggum 25 stiga sigri, 80-55. Haukur Helgi Pálsson bar af í íslenska liðinu í kvöld og skoraði 23 stig, en hann var magnaður bæði í sókn og vörn. Það hefur varla liðið sá leikur undanfarin misseri þar sem hann spilar ekki eins og kóngur. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson skoraði tólf stig í fyrri hálfleik en hafði hægt um sig í þeim síðari og skoraði aðeins eitt stig. Hann var þó áfram frábær í varnarleiknum eins og allt liðið. Einu sem áttu í raun erfitt uppdráttar voru Martin Hermansson og Hörður Axel. Hjá Herði gekk ekkert í sóknarleiknum en varnarleikurinn var vesen hjá Martin og yfirgaf hann völlinn með fimm villur. Ekki amaleg byrjun á undirbúningi íslenska liðsins og sést að þetta lið getur gert ýmislegt þegar það spilar af svona krafti og varnarleikurinn er þetta flottur. Liðin mætast aftur í Laugardalshöll á sunnudaginn. Beina lýsingu blaðamanns úr höllinni má lesa hér fyrir neðan.Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik.Vísir/VilhelmPedersen: Holland er betra lið en þetta "Við getum ekki beðið um meira en þetta," sagði stóískur Craig Pedersen, þjálfari Íslands, við Vísi eftir 25 stiga sigurinn á Hollandi í Þorlákshöfn í kvöld. "Stigaskorið blekkir samt aðeins. Holland er miklu betra lið en þetta. Við sýndum samt flotta baráttu og sóknarleikurinn var flottur þrátt fyrir að það komu kaflar þar sem við hittum lítið." "Eitt af því sem við höfum talað um er að fá góð skot og það vorum við að gera þrátt fyrir að ekki allt hafi farið niður eins og framan af í þriðja leikhluta." Þjálfarinn var ánægður með baráttuna í liðinu og segir þennan kraft það eina sem dugar til þegar Ísland spilar við svona sterkar þjóðir og auðvitað mun sterkari á EM. "Við börðumst af krafti og tókum fráköst. Það eru smáatriði í kvöld sem við þurfum að laga fyrir næsta leik sem skiptu ekki máli í dag því sigurinn var svo stór. Í jafnari leik í september munu þessi smáatriði skipta sköpum," sagði Pedersen. "Íslenska liðið hefur samt alltaf spilað svona síðan ég byrjaði að þjálfa það. Ef við spilum ekki af svona krafti lendum við í vandræðum." Hann ítrekaði að hollenska liðið væri ekki jafn slakt og tölurnar í kvöld sýna og benti á hvernig það komst á EM. "Þetta hollenska lið er virkilega gott. Það vann Svartfjallaland í umspili um sæti á EM og við vitum alveg hvers gott lið Svartfjallaland er. Holland er betra en tölurnar sýna, en svona eru íþróttirnar," sagði Craig Pedersen.Haukur Helgi í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/DaníelHaukur Helgi: Mér líður mjög vel að spila fyrir Ísland "Þetta er aðeins betra en við mátti búast, en samt ekki," sagði glaðbeittur Haukur Helgi Pálsson, framherji íslenska liðsins, við Vísi eftir sigurinn í kvöld. "Við erum búnir að vinna í því sem við vildum vinna í og vorum að spila vel í dag. Þetta var bara flott." Ísland spilaði frábæran varnarleik í kvöld eins og sést á lokatölunum og Haukur var eðlilega ánægður með frammistöðuna í varnarleiknum. "Það er ekki hægt að biðja um betri tölur þannig lagað séð. Að halda svona liði í 55 stigum er bara frábært," sagði Haukur Helgi, en hvað var íslenska liðið að gera svona vel? "Samskiptin okkar voru frábær. Þegar við vorum að tvöfalda var alltaf einhver að passa sendingarnar út. Við vorum að gera það sem hefur vantað; vera ákveðnari þegar við tvöföldum. Það sást í dag, þeir komust ekkert út úr þessu." Sóknarleikurinn gekk í heildina vel fyrir utan byrjun þriðja leikhluta þar sem Ísland gat ekki keypt sér stig. Strákarnir voru þó að finna skotfæri. "Það er ekki hægt að búast við að hitta úr öllum skotum. En á meðan við fáum þessi opnu skot er ég mjög sáttur og við allir," sagði Haukur Helgi. Þessi öflugi framherji hefur spilað frábærlega fyrir íslenska liðið undanfarin misseri, en það líður varla sá leikur þar sem hann er ekki einn af albestu mönnum liðsins eða sá besti. "Maður gírast upp við að spila fyrir Ísland. Mér líður mjög vel að spila fyrir Ísland og hefur alltaf gert. Það er gaman að spila fyrir þjóðina sína og þessa stráka sem gefa mér traustið. Það er líklega ástæðan fyrir því að ég spila vel í þessum búning," sagði Haukur Helgi, en er ekki svona frammistaða eina sem dugar gegn þetta sterkum mótherja? "Það að við gerðum svona vel í fráköstum til dæmis miðað við hversu miklu stærri þeir eru var flott. Þetta er það sem við gerðum að gera til að eiga möguleika á að vinna lið á EM og vinna Hollendingana aftur. Við verðum að frákasta almennilega og stíga menn út," sagði Haukur Helgi Pálsson.Vísir/Andri MarinóÍsland 80-55 Holland(22-10, 21-20, 13-15, 24-10)Ísland: Haukur Helgi Pálsson 23/9 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 15/7 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 13/9 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Jakob Örn Sigurðarson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 5/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 3, Logi Gunnarsson 2, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 2, Martin Hermannsson 2, Sigurður Á. Þorvaldsson 0, Axel Kárason 0.Holland: Henk Norel 11/6 fráköst, Worthy de Jong 8/6 stoðsendingar, Kees Akerboom 7, Leon Williams 6, Robin Smeulders 5, Roeland Schaftenaar 5, Ralf de Pagter 4/10 fráköst, Charlon Kloof 3, Arvin Slagter 2/4 fráköst, Thomas Koenis 2, Yannick Franke 2, Jason Dourisseau 0[Bein lýsing] 40. mín (80-55) Glæsilegur 25 stiga sigur staðreynd í Þorlákshöfn í kvöld. 38. mín (75-47) Haukur Helgi setur niður þriggja stiga skot og er kominn með 23 stig. Búinn að vera fáránlega góður í kvöld. Munurinn er 28 stig og þetta lið er á leið á EM. Ekki slæmt. Jón Arnór hvílir bara á bekknum. 37. mín (72-47) Loksins datt skot hjá Herði Axel sem hefur ekki spilað vel í sókninni í kvöld. Myndarlegur þristur úr horninu sem syngur í netinu. Jakob bætir svo við annarri þriggja stiga körfu. 35. mín (66-47) Eftir tæpar tvær mínútur án stiga hjá báðum liðum skora Hollendingar úr tveimur vítaskotum. 33. mín (66-45) Þriðji þristurinn í röð hjá Brynjari og tvö stig frá Jóni Arnóri. Geggjað! Hollenski þjálfarinn tekur leikhlé. Ísland aftur í flottum gír. 31. mín (61-45) Brilli heldur bara áfram og byrjar fjórða leikhlutann á þriggja stiga körfu. Glæsilegt! Haukur Helgi bætir við úr hraðaupphlaupi eftir stolinn bolta hjá Martin. 30. mín (56-45) Brynjar Þór Björnsson kemur inn á í fyrsta sinn og dúndrar niður þriggja stiga skoti úr horninu. Maðurinn er ekki kallaður Brilli þristur að ástæðulausu. Mikilvæg karfa fyrir okkar menn. Haukur Helgi nær í annað par af vítaskotum og setur bæði niður. Fínn endir á annars frekar slöppum leikhluta. Ellefu stiga munur. 29. mín (49-42) Haukur Helgi nær í tvö vítaskot og skorar úr þeim báðum. Aðeins fimmta og sjötta stig Íslands í seinni hálfleik. Hinum megin ver Ragnar svo skot Kees Akerboom með tilþrifum og heimamaðurinn fær dúndrandi lófatak úr stúkunni. 28. mín (47-41) Roeland Schaftenaar setur niður þriggja stiga skot og munurinn aðeins sex stig. Ísland tekur leikhlé. "Nú erum við að verjast og taka fráköst, þess vegna gengur sóknarleikurinn betur," segir Leon Williams, leikmaður Hollands, við sína menn í leikhléinu. 27. mín (47-38) Holland minnkar muninn í níu stig. Við verðum að fara að taka betri ákvarðanir í sókninni. Hörður Axel með tvö skelfileg skot í röð. Strákarnir hitta ekki neitt. 26. mín (47-36) Loksins aftur karfa og það eru Hollendingar sem setja niður tvist. Skotin okkar eru afskaplega vond núna. Vantar mun meira flæði í sóknina. 24. mín (47-34) Hátt tempó í leiknum núna sem Hollendingarnir ráða illa við og við reyndar líka í sókninni þó varnarleikurinn sé áfram frábær. Þjálfari gestanna biður sína menn um að róa sig. Það fer samt ekkert ofan í. Hlynur klikkar undir körfunni galopinn. 22. mín (46-34) Haukur Helgi sér minnstu glufu á vörninni og keyrir í gegn. Það er brotið á honum í sniðskoti en hann setur boltann ofan í við mikinn fögnuð áhorfenda. Hittir samt ekki úr vítaskotinu, því miður. 22. mín (44-32) Hlynur skorar fyrsta stig Íslands af vítalínunni. Sótti þessi vítaskot sjálfur með mikilli hörku. Fyrirliðastig. 21. mín (43-32) Henk Norel byrjar seinni hálfleikinn á tveimur stigum með ágætu sveifluskoti. Tölfræði úr fyrri hálfleik: Hlynur Bæringsson er stigahæstur í íslenska liðinu með tólf stig. Hann skoraði úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum og að auki er hann með fjögur fráköst. Jón Arnór og Haukur Helgi eru báðir með ellefu stig. Aðeins átta stig í 1000. stigið hjá Jóni. Íslenska liðið er að hitta 57 prósent í teignum og 40 prósent fyrir utan. Þá er Ísland að vinna frákastabaráttuna, 18-16. Hollendingar eru aðeins með eitt skot niður af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. 20. mín (43-30) HÁLFLEIKUR. Haukur Helgi toppar frábæran fyrri hálfleik hjá sér með þriggja stiga körfu. Flott að halda liði sem er á leið á EM í 30 stigum. Varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. 19. mín (38-23) Já, já, já! Haukur Helgi eltir uppi leikmann Hollands í hraðaupphlaupi og FEISAR hann í drasl er hann ætlar að leggja boltann auðveldlega ofan í körfuna. Ver sem sagt skotið. Jón Arnór neglir svo í þrist hinum megin til að svekkja þá enn þá meira. 18. mín (35-23) "12 og 44 eru slakir varnarlega," kallar Finnur Freyr, aðstoðarþjálfari, á strákana. Jón Arnór skorar svo úr einu vítaskoti og er kominn með sex stig. Hann vantar þrettán í viðbót til að ná 1000. stiginu. 16. mín (32-21) Hlynur fyrirliði með annan þrist af spjaldinu. Svakalega dónalegt. Henk Norel skorar tvist hinum megin. Hollendingar komnir í betri gír núna. 15. mín (29-19) Pavel kemst í vandræði undir körfunni og ætlar að gefa boltann út í hornið á Jón Arnór en bombar boltanum í hringinn og út á Hörð Axel. Ritaraborðið gleymir að endurstilla skotklukkuna og tíminn rennur út á Ísland. Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari, ekkert sérstaklega ánægður með þetta en hægt að fyrirgefa ein mistök. 14. mín (29-19) Íslenska liðið heldur áfram að koma sér í fín skotfæri fyrir utan en boltinn ekki að detta ofan í núna. Pavel og Haxel brenna báðir af opnum skotum. Holland minnkar muninn í tíu stig af vítalínunni. 12. mín (27-15) Nei, þetta er náttúrlega bannað! Hlynur Bæringsson neglir í einn þrist og boltinn fer í spjaldið, rúllar allan hringinn, aftur í spjaldið og svo ofan í. Skamm. Hollendingar svara með þristi hinum megin. 12. mín (24-12) Haukur Helgi opnar annan leikhluta á ansi löngum tvisti með mann í andlitinu. Svo falleg stroka í skotinu hjá honum. Úff. 10. mín (22-10) Fyrsta leikhluta lokið og Ísland með tólf stiga forskot. Frábær leikhluti og varnarleikurinn algjört konfekt. Hollendingar fá þrjú skot undir körfunni til að minnka muninn á síðustu sekúndunum en hitta ekkert. Gestirnir líta ekkert svakalega vel út til að byrja með. En frábær byrjun hjá okkar mönnum. Haukur Helgi og Hlynur eru stigahæstir með sex hvor. 9. mín (19-10) Ísland heldur enn ágætu forskoti þökk sé varnarleiknum. Það eru líka fínir hlutir að gerast í sókninni. Risinn Ragnar kemst á blað þegar hann blakar niður misheppnuðu skoti Pavels. Vel gert hjá stóra stráknum okkar. 7. mín (15-10) Roeland Schaftenaar er kominn inn á, annars stór sem plantar sér undir körfuna. Williams leggur upp á hann með sendingu aftur fyrir bak. Smekklega gert. Ísland er að tvöfalda og þrefalda á stóru strákana undir körfunni og gerir það ágætlega. 6. mín (13-8) Hollendingar reyna mikið að sækja hratt að körfunni með litla manninum Leon Williams. Hann er ansi snöggur. Annars er bara reynt að troða boltanum inn á stóru mennina. Ísland enn að spila fína vörn. Williams minnkar muninn með körfu um leið og skotklukkan rennur út. 4. mín (8-2) Enn og aftur vinnur íslenska liðið boltann og Pavel skorar með fallegu sniðskoti eftir að ráðast að körfunni og fær vítaskot að auki. Þjálfari Hollands tekur leikhlé enda gengur gestunum ekkert í sóknarleiknum. 4. mín (6-2) Mikill kraftur í okkar mönnum til að byrja með. Þeir hafa góðar gætur á stóra manninum Norel undir körfunni. Hlynur fiskar tvö vítaskot af harðfylgi og skorar úr þeim báðum. 3. mín (4-2) Henk Norel jafnar metin með körfu eftir skyndisókn en Haukur Helgi kemur Íslandi aftur í forystuna. 2. mín (2-0) Ísland er búið að ná stoppi í fyrstu þremur sóknum Hollands. Fínn varnarleikur á fyrstu sekúndunum. 1. mín (2-0) Hlynur Bæringsson skorar fyrstu stigin undir körfunni eftir glæsilegan undirbúning Jóns Arnórs. 1. mín (0-0) Leikur hafinn. Áfram Ísland. Fyrir leik: Formlegheitum lokið. Þrjár mínútur í leik. Þetta er að hefjast. Fyrir leik: Þá er leikmannakynningin að hefjast og í framhaldi af henni verða þjóðsöngvarnir spilaðir. Fyrir leik: Sigmundur Már Herbertsson mun dæma á EM, en hann verður auðvitað ekki með strákunum í Berlín. Sigmundur, sem er afskaplega fær og virtur dómari í Evrópu, dæmir í riðlinum sem fram fer í Ríga í Lettlandi. Fyrir leik: Tveir Íslendingar; Sigmundur Már Herbertsson og Davíð Tómas Tómasson, dæma leikinn í kvöld ásamt Hollendingnum Anthonie Sinterniklaas. Davíð Tómas er auðvitað best þekktur sem rapparinn Dabbi T sem átti bestu rímu ársins 2012 í laginu 112 með Blaz Roca á Kópacabana-plötunni. Fyrir leik: Það er svo nóg að gera hjá fjölskyldu Ragnars því Þorsteinn, bróðir hans, sem er líka leikmaður Þórs, er að sjá um allt í kringum leikinn ásamt móður þeirra sem er formaður deildarinnar. Körfuboltafjölskylda par excellence. Fyrir leik: Baldur Þór Ragnarsson, leikmaður heimamanna í Þór, stýrir upphitun íslenska liðsins. Baldur er gríðarlega fær einkaþjálfari og er nú alltaf með A-landsliðunum sem styrktarþjálfari og stýrir upphitun. Fyrir leik: Hollendingarnir eru búnir að skila inn skýrslu þar sem aðeins tólf af fimmtán í þeirra hópi mega spila í kvöld. Sean Cunningham verður ekki með í kvöld en Íslandsmeistarinn Jason Dourisseau spilar. Fyrir leik: Fyrstu áhorfendur eru mættir. Væntanlega smá spenna fyrir leiknum enda ekki á hverjum degi sem landsleikur sem er spilaður í Þorlákshöfn. Einn af þeim fyrstu til að mæta er eldri maður með sjóarahatt. Greinilega mikill fagmaður. Fyrir leik: Liðin eru mætt til upphitunnar. Hollendingarnir eru með átta stráka sem eru 200 cm eða hærri. Ísland er með fjóra slíka. Stærsti maður vallarins verður risinn Ragnar Nathanaelsson með alla sína 218 cm. Hann er kominn heim eftir ársdvöl í Svíþjóð og spilar á heimavelli í kvöld, en Ragnar gekk aftur í raðir Þórs í sumar. Fyrir leik: Hollenska liðið er ekkert grín þó Hollendingar séu betur þekktir fyrir fótbolta og spretthlaup á skautum. Holland er með tvo Bandaríkjamenn innanborðs eins og kemur fram hér að neðan og þá er Henk Norel fyrrverandi samherji Jóns Arnórs Stefánssonar hjá CAI Zaragoza. Holland er á leiðinni á EM eins og Ísland en var öllu heppnara með riði. Fyrir leik: Með hollenska liðinu spila tveir Íslandsvinir eins og Vísir greindi frá í vikunni. Jason Dourisseau (KR 2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastóli 2010-2011. Fyrir leik: Þetta er fyrsti leikur strákanna okkar í undirbúningi liðsins fyrir stóru stundina í Berlín þar sem Ísland verður á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska liðið á eftir að ferðast mikið á næstu vikum og keppa á tveimur æfingamótum.Fyrir leik: Helgi Már Magnússon, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Ægir Þór Steinarsson eru utan hóps í kvöld. Ísland teflir því fram eftirfarandi leikmönnum: 3 Martin Hermannsson, 4 Brynjar Þór Björnsson, 5 Ragnar Nathanaelsson, 6 Jakob Örn Sigurðarson, 7 Axel Kárason, 8 Hlynur Bæringsson, 9 Jón Arnór Stefánsson, 11 Sigurður Þorvaldsson, 13 Hörður Axel Vilhjálmsson, 14 Logi Gunnarsson, 15 Pavel Ermonlinskij, 24 Haukur Helgi Pálsson.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin til leiks. Hér verður fylgst með vináttulandsleik Íslands og Hollands í Þorlákshöfn.Lið Íslands: 3 - Martin Hermannsson, 4 - Brynjar Þór Björnsson, 5 - Ragnar Á. Nathanaelsson, 6 - Jakob Örn Sigurðarson, 7 - Axel Kárason, 8 - Hlynur Bæringsson, 9 - Jón Arnór Stefánsson, 11 Sigurður Þorvaldsson, 13 - Hörður Axel Vilhjálmsson, 14 - Logi Gunnarsson, 15 - Pavel Ermolinskij, 24 - Haukur Helgi Pálsson.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira