Snorri Snorrason og Heiða Ólafsdóttir, betur þekkt sem Snorri og Heiða í Idolinu, eignuðust son í vikunni. Heiða varð í öðru sæti í annarri þáttaröð af Idol Stjörnuleit en Snorri vann þá þriðju.
Drengnum þeirra lá á að koma í heiminn en hann fæddist sjö vikum fyrir tímann. Frá þessu greinir Snorri á Facebook síðu sinni og birtir myndir af litla stráknum sínum þar sem hann dvelst á vökudeild. Verður hann þar næstu vikur en að sögn Snorra hefur sonurinn staðið sig vel síðan hann fæddist.
„Þessum fallega dreng lá svo sannarlega á að komast í heiminn. Hann mætti eftir akkurat 33 vikna meðgöngu á miðvikudaginn síðasta kl.19:37 og kom okkur svo sannarlega á óvart. Hann er svakalega duglegur á vökudeildinni þar sem hann mun dvelja næstu vikur og læra á þennan nýja óvænta stað. Við foreldrarnir gerum ekki annað en dást að þessari fullkomnu veru.“
Heiða og Snorri hafa verið saman í um það bil eitt og hálft ár. Færslu Snorra má sjá hér að neðan.