Bieber-gangan rifjuð upp: "Eitt sinn belieber, ávallt belieber“ Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 21. september 2015 14:37 Justin Bieber er nú kominn til landsins. vísir/stöð 2/getty Í september árið 2011 gengu fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Forsvarsmenn göngunnar voru unglingsstúlkur á aldrinum 13 til 15 ára.„Eitt sinn belieber, ávallt belieber,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir.mynd/anita rós„Ég er ennþá belieber, svona inn við beinið, þó það hafi minnkað. Þetta fer aldrei alveg úr manni,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir en hún var ein af skipuleggjendum Bieber göngunnar árið 2011. Aðspurð segir hún að tónlistarstefnan hjá hjartaknúsaranum sé örlítið breytt en þetta sé enn sami strákurinn að syngja. Áður en Bieber-gangan var farin hér á landi höfðu slíkar göngur verið farnar í borgum erlendis. „Ég hugsaði um Bieber-gönguna þegar fréttirnar komu í dag. Ég kynntist hinum skipuleggjendunum í gegnum Bieber hóp á Facebook og við ákváðum að gera þetta. Grúppuðum okkur bara saman,“ segir hún. Aðspurð um hver viðbrögðin við veru mannsins á landinu svarar hún að þau séu ekki þau sömu. „Ég er eiginlega alveg viss um að ég muni ekki reyna að elta hann núna. Ef ég myndi hins vegar sjá hann, ég veit eiginlega ekki hvað ég myndi gera. Ætli ég myndi ekki reyna að faðma hann,“ segir Anita. „Þetta er alveg geðveikt“ hrópaði Þóra Silja Hallsdóttir en hún var meðskipuleggjandi Anitu. Að auki komu Lovísa Þóra, Guðrún Brynja og Auður Ívarsdóttir að skipulagningu. Tilgangurinn var að biðla til goðsins um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur, sem engin vöntun er á miðað við mætingu. Nú er Justin Bieber mættur til landsins, fjórum árum eftir gönguna. Spurning hvort hún skilaði tilsettum árangri eftir allt saman? Heimsókn Vísis í gönguna fyrir fjórum árum má sjá hér að neðan. Einu sinni var... Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Í september árið 2011 gengu fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Forsvarsmenn göngunnar voru unglingsstúlkur á aldrinum 13 til 15 ára.„Eitt sinn belieber, ávallt belieber,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir.mynd/anita rós„Ég er ennþá belieber, svona inn við beinið, þó það hafi minnkað. Þetta fer aldrei alveg úr manni,“ segir Anita Rós Þorsteinsdóttir en hún var ein af skipuleggjendum Bieber göngunnar árið 2011. Aðspurð segir hún að tónlistarstefnan hjá hjartaknúsaranum sé örlítið breytt en þetta sé enn sami strákurinn að syngja. Áður en Bieber-gangan var farin hér á landi höfðu slíkar göngur verið farnar í borgum erlendis. „Ég hugsaði um Bieber-gönguna þegar fréttirnar komu í dag. Ég kynntist hinum skipuleggjendunum í gegnum Bieber hóp á Facebook og við ákváðum að gera þetta. Grúppuðum okkur bara saman,“ segir hún. Aðspurð um hver viðbrögðin við veru mannsins á landinu svarar hún að þau séu ekki þau sömu. „Ég er eiginlega alveg viss um að ég muni ekki reyna að elta hann núna. Ef ég myndi hins vegar sjá hann, ég veit eiginlega ekki hvað ég myndi gera. Ætli ég myndi ekki reyna að faðma hann,“ segir Anita. „Þetta er alveg geðveikt“ hrópaði Þóra Silja Hallsdóttir en hún var meðskipuleggjandi Anitu. Að auki komu Lovísa Þóra, Guðrún Brynja og Auður Ívarsdóttir að skipulagningu. Tilgangurinn var að biðla til goðsins um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur, sem engin vöntun er á miðað við mætingu. Nú er Justin Bieber mættur til landsins, fjórum árum eftir gönguna. Spurning hvort hún skilaði tilsettum árangri eftir allt saman? Heimsókn Vísis í gönguna fyrir fjórum árum má sjá hér að neðan.
Einu sinni var... Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira