Í auglýsingunni, hér að neðan, má til að mynda sjá Han Solo á snæviþakinni plánetu og hafa margir spurt sig hvort hér sé um að ræða Hoth sem lék stóra rullu í The Empire Strikes Back. Þá má sjá Rey kljást við Kylo Ren og nokkrar X-vængjur ráðast á óvinaherstöð. Luke er sem fyrr hvergi sjáanlegur.
Þá telja blaðamenn Radio Times að auglýsingin gefi vísbendingar um að Rey, Poe eða Finn tengist Skywalker-slektinu einhvers konar fjölskylduböndum. Það verður þó látið liggja á milli hluta hér og lesendum leyft að draga sínar eigin ályktanir.
Star Wars: The Force Awakens verður frumsýnd hér á landi um miðjan desember.
The force is calling to you...
Check out the first official TV spot for #StarWars #TheForceAwakens.
https://t.co/tsKiEvZAK7
— Twitter (@twitter) November 8, 2015