Afríka verður illa úti vegna samdráttar í Kína Lars Christensen skrifar 4. nóvember 2015 10:15 Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Af þeim tuttugu hagkerfum sem vaxið hafa hraðast í heiminum síðustu tvo áratugi er helmingurinn í Afríku. Mikilvægasti þátturinn í velgengni Afríku er sennilega sú staðreynd að lok kalda stríðsins, snemma á 10. áratug síðustu aldar, þýddu að stuðningi vesturveldanna og austurblokkarinnar við einræðisstjórnir í Afríku var hætt, og afleiðingin var sú að lýðræði – þótt ófullkomið sé – hefur smám saman breiðst út um Afríku og um leið meiri virðing fyrir réttarríkinu. Annar mjög mikilvægur þáttur er skörp hækkun á hrávöruverði í heiminum sem átti sér stað frá því seint á 10. áratugnum og til 2008. Og þar sem mörg Afríkuríki eru hrávöruútflytjendur hafa þau hagnast gríðarlega á hækkandi olíuverði. Hækkunin á hrávöruverði hefur að sjálfsögðu að miklu leyti verið afleiðing af mjög miklum hagvexti í Kína síðan snemma á 10. áratugnum. Þess vegna eru sterk tengsl á milli mikils kínversks hagvaxtar og hærra hrávöruverðs, sem aftur hefur stutt við hagvöxt í Afríku. En það eru líka sterkari tengsl á milli Afríku og Kína – miklar beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. En gæfan gæti verið á þrotum.Samdráttur í Kína slær á hagvöxt í Afríku Hægt hefur verulega á hagvexti í Kína á síðustu árum og það er ástæða til að ætla að samdrátturinn haldi áfram næstu áratugi þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum kerfislægum mótbyr, sérstaklega vegna mjög neikvæðrar mannfjöldaþróunar. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Afríku. Annars vegar hefur hrávöruverð hrapað samfara samdrættinum í Kína og hins vegar hefur komið fram aukinn þrýstingur á beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. Þannig hafa fjárfestingar Kínverja, samkvæmt mati sumra, minnkað um allt að 85% á þessu ári. „Kínverska áfallið“ hefur komið fram bæði á fjármálamörkuðum – þar sem gjaldmiðlar Afríku hafa veikst verulega á þessu ári – og í samdrætti hagvaxtar í Afríku. Svo með samdrætti í Kína er meðbyrinn að breytast í mótvind fyrir Afríku og það hefur ekki aðeins áhrif á markaði og hagvöxt heldur er líklegt að það hafi neikvæð pólitísk áhrif. Þegar þrengir að hagvexti er því líklegt að við sjáum aukin vandamál í ríkisfjármálum um alla Afríku og því fylgir aukin efnahagsleg óvissa og getur auðveldlega aukið pólitíska spennu í mörgum af viðkvæmustu lýðræðisríkjum Afríku. Niðurstaðan: Afríka hefur verið velgengnissaga sem sjaldan er sögð, en nú kunnum við að standa á krossgötum þar sem auðveldir kostir eru ekki lengur í boði. Að því sögðu: Mörg ríki Afríku hafa gert raunverulegar endurbætur á síðustu tíu til fimmtán árum og vonandi gerir það þeim kleift að komast í gegnum þrengingarnar þegar samdrátturinn heldur áfram í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Af þeim tuttugu hagkerfum sem vaxið hafa hraðast í heiminum síðustu tvo áratugi er helmingurinn í Afríku. Mikilvægasti þátturinn í velgengni Afríku er sennilega sú staðreynd að lok kalda stríðsins, snemma á 10. áratug síðustu aldar, þýddu að stuðningi vesturveldanna og austurblokkarinnar við einræðisstjórnir í Afríku var hætt, og afleiðingin var sú að lýðræði – þótt ófullkomið sé – hefur smám saman breiðst út um Afríku og um leið meiri virðing fyrir réttarríkinu. Annar mjög mikilvægur þáttur er skörp hækkun á hrávöruverði í heiminum sem átti sér stað frá því seint á 10. áratugnum og til 2008. Og þar sem mörg Afríkuríki eru hrávöruútflytjendur hafa þau hagnast gríðarlega á hækkandi olíuverði. Hækkunin á hrávöruverði hefur að sjálfsögðu að miklu leyti verið afleiðing af mjög miklum hagvexti í Kína síðan snemma á 10. áratugnum. Þess vegna eru sterk tengsl á milli mikils kínversks hagvaxtar og hærra hrávöruverðs, sem aftur hefur stutt við hagvöxt í Afríku. En það eru líka sterkari tengsl á milli Afríku og Kína – miklar beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. En gæfan gæti verið á þrotum.Samdráttur í Kína slær á hagvöxt í Afríku Hægt hefur verulega á hagvexti í Kína á síðustu árum og það er ástæða til að ætla að samdrátturinn haldi áfram næstu áratugi þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum kerfislægum mótbyr, sérstaklega vegna mjög neikvæðrar mannfjöldaþróunar. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Afríku. Annars vegar hefur hrávöruverð hrapað samfara samdrættinum í Kína og hins vegar hefur komið fram aukinn þrýstingur á beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. Þannig hafa fjárfestingar Kínverja, samkvæmt mati sumra, minnkað um allt að 85% á þessu ári. „Kínverska áfallið“ hefur komið fram bæði á fjármálamörkuðum – þar sem gjaldmiðlar Afríku hafa veikst verulega á þessu ári – og í samdrætti hagvaxtar í Afríku. Svo með samdrætti í Kína er meðbyrinn að breytast í mótvind fyrir Afríku og það hefur ekki aðeins áhrif á markaði og hagvöxt heldur er líklegt að það hafi neikvæð pólitísk áhrif. Þegar þrengir að hagvexti er því líklegt að við sjáum aukin vandamál í ríkisfjármálum um alla Afríku og því fylgir aukin efnahagsleg óvissa og getur auðveldlega aukið pólitíska spennu í mörgum af viðkvæmustu lýðræðisríkjum Afríku. Niðurstaðan: Afríka hefur verið velgengnissaga sem sjaldan er sögð, en nú kunnum við að standa á krossgötum þar sem auðveldir kostir eru ekki lengur í boði. Að því sögðu: Mörg ríki Afríku hafa gert raunverulegar endurbætur á síðustu tíu til fimmtán árum og vonandi gerir það þeim kleift að komast í gegnum þrengingarnar þegar samdrátturinn heldur áfram í Kína.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun