Hús með sál 28. nóvember 2015 11:00 Hafdís og Haukur inn í stofu á uppáhalds stað Hafdísar. Stólarnir eru úr Fríðu frænku og myndirnar líka. Hundurinn Róbert situr fyrir framan þau á pullunni sinni. „Það er svo góður andi í húsinu, það er það besta við húsið,“ segja hjónin Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson sem búa í fallegu bakhúsi við Vesturgötu í Reykjavík ásamt hundinum sínum, Róberti. Húsið var byggt árið 1896 og er hluti af Hlíðarhúsunum og ber nafnið Hlíðarhús miðbær. „Við fluttum inn í húsið árið 2002. Ég heillaðist af því þegar ég sá það en Hafdís var alls ekki á því til að byrja með að flytja úr Breiðholti þar sem við bjuggum og niður í bæ. Hún sannfærðist hins vegar þegar við skoðuðum það,“ segir Haukur. Árið 2012 réðust hjónin í miklar endurbætur á húsinu og stækkuðu það um fjörutíu prósent. „Þetta voru miklar framkvæmdir en vel þess virði,“ segir Haukur. Hjónin reka verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti og Stofuna kaffihús í kvosinni. Það er því stutt fyrir þau að fara í vinnu. „Við röltum bara í vinnuna og erum mest á þessu svæði. Við förum ekki mikið úr miðbænum,“ segir Hafdís. Bæði innréttingar og húsmunir í húsinu eru í gamaldags stíl enda hjónin mjög hrifin af gamla stílnum og hlutum með sál. „Fríða frænka var í miklu uppáhaldi hjá okkur og við versluðum mikið við hana. Við eigum mikið af hlutum þaðan,“ segir Hafdís. Þau segja að þeim líði afskaplega vel í húsinu og búast ekki við að flytja þaðan. „Nei, við munum alltaf vera hér. Verðum gömul hérna,“ segir Haukur.Hjónarúmið sem er í spænskum s´til hefur gengið kynslóða á milli. Afi og amma Hauks áttu rúmið sem móðir hans erfði svo og síðan Haukur. "Við létum taka það allt í gegn fyrir 15 árum síðan, fengum nýjar dýnur og pússuðum upp og bárum á rúmgaflinn." Stóllinn er úr Fríðu frænku en sú búð var í miklu uppáhaldi hjá hjónunum. "Við vorum reglulegir gestir hjá Önnu," segir Hafdís en í dag reka hjónin einmitt kaffihúsið Stofuna sem er í sama húsnæði og Fríða frænka var í .Eldhúsborðið og stólarnir koma úr Fríðu frænku. "Hérna kemur fjölskyldan saman og borðar. Hérna er líka mikið setið og rætt, kvölds og morgna. Margar hugmyndir ræddar," segir Haukur. Litlu stytturnar í glugganum eru fráFyrstu skautarnir hans Hauks hafa fengið annað hlutverk og eru núna veggskraut í húsbóndaherberginu í kjallaranum.„Ég erfði bláa vasann frá ömmu Pálínu og hann er í miklu uppáhaldi en hún hafði átt hann í mörg ár,“ segir Haukur. Hús og heimili Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Fleiri fréttir Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba Sjá meira
„Það er svo góður andi í húsinu, það er það besta við húsið,“ segja hjónin Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson sem búa í fallegu bakhúsi við Vesturgötu í Reykjavík ásamt hundinum sínum, Róberti. Húsið var byggt árið 1896 og er hluti af Hlíðarhúsunum og ber nafnið Hlíðarhús miðbær. „Við fluttum inn í húsið árið 2002. Ég heillaðist af því þegar ég sá það en Hafdís var alls ekki á því til að byrja með að flytja úr Breiðholti þar sem við bjuggum og niður í bæ. Hún sannfærðist hins vegar þegar við skoðuðum það,“ segir Haukur. Árið 2012 réðust hjónin í miklar endurbætur á húsinu og stækkuðu það um fjörutíu prósent. „Þetta voru miklar framkvæmdir en vel þess virði,“ segir Haukur. Hjónin reka verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti og Stofuna kaffihús í kvosinni. Það er því stutt fyrir þau að fara í vinnu. „Við röltum bara í vinnuna og erum mest á þessu svæði. Við förum ekki mikið úr miðbænum,“ segir Hafdís. Bæði innréttingar og húsmunir í húsinu eru í gamaldags stíl enda hjónin mjög hrifin af gamla stílnum og hlutum með sál. „Fríða frænka var í miklu uppáhaldi hjá okkur og við versluðum mikið við hana. Við eigum mikið af hlutum þaðan,“ segir Hafdís. Þau segja að þeim líði afskaplega vel í húsinu og búast ekki við að flytja þaðan. „Nei, við munum alltaf vera hér. Verðum gömul hérna,“ segir Haukur.Hjónarúmið sem er í spænskum s´til hefur gengið kynslóða á milli. Afi og amma Hauks áttu rúmið sem móðir hans erfði svo og síðan Haukur. "Við létum taka það allt í gegn fyrir 15 árum síðan, fengum nýjar dýnur og pússuðum upp og bárum á rúmgaflinn." Stóllinn er úr Fríðu frænku en sú búð var í miklu uppáhaldi hjá hjónunum. "Við vorum reglulegir gestir hjá Önnu," segir Hafdís en í dag reka hjónin einmitt kaffihúsið Stofuna sem er í sama húsnæði og Fríða frænka var í .Eldhúsborðið og stólarnir koma úr Fríðu frænku. "Hérna kemur fjölskyldan saman og borðar. Hérna er líka mikið setið og rætt, kvölds og morgna. Margar hugmyndir ræddar," segir Haukur. Litlu stytturnar í glugganum eru fráFyrstu skautarnir hans Hauks hafa fengið annað hlutverk og eru núna veggskraut í húsbóndaherberginu í kjallaranum.„Ég erfði bláa vasann frá ömmu Pálínu og hann er í miklu uppáhaldi en hún hafði átt hann í mörg ár,“ segir Haukur.
Hús og heimili Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Fleiri fréttir Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba Sjá meira